Fyrir utan að vera vinnusími og nokkurskonar öryggistæki, gegnir gemsinn minn líka hluta af starfi heilans í mér...
Vekjaraklukkuna nota ég ekki til að láta vekja mig, ég nota hana til að minna mig á að stimpla mig út úr vinnunni... annars á ég það til að gleyma því
Ég stimpla mig í og úr vinnu í gemsanum, þarf ekkert að mæta á einhverjum vissum stað til stimpilklukku eins og var áður, en ég átti það nú samt alveg til að gleyma að mæta og stimpla mig út
Núna er ég sko líka með dagbókina á hreinu, í gemsanum... set inn það sem ég þarf að gera þá og þá og læt símann arga á mig með verulega óþolandi hljóði, með góðum fyrirvara og finnst ég alveg feykilega flott á því
Var að skoða hana í morgun og er með verkefni langt fram í desember... tannlæknir klukkan þetta þennan dag, mæta hálftíma fyrr til þessarar konu þennan dag, mamma mæta þarna klukkan þetta þennan dag og svo framvegis. En svo get ég stundum verið svooolítið ýkt og í morgun sá ég að spúsi minn hafði líka sópað af mínum bíl þegar hann fór í vinnuna og hugsaði strax: "Já, ég verð að setja það inn í símann að þakka honum fyrir þegar ég kem heim úr vinnunni.... " Auli asni bjálfi... vel rúmlega einum of skipulögð núna...
Svo ég hringdi í hann áðan og þakkaði honum fyrir og eins og alltaf varð hann alveg forviða, að ég skyldi vera eyða símtali í eitthvað svona sem honum finnst svo miklu meira en sjálfsagður hlutur...
Mér finnst svona umhyggjusemi aldrei sjálfsögð eða sjálfþökkuð og hringi víst
Eigið góðan dag elskurnar mínar allar og passið ykkur á vonda, vonda veðrinu









Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Rosalega ert þú tæknileg, ég kann bara að láta þetta tæki vekja mig á morgnana
nota bara gömlu aðferðina á allt hitt sem ég þarf að muna
Erna Evudóttir, 27.11.2008 kl. 08:21
Duglegur kallinn þinn og sætur í sér. Mikið er ég sammála þér um þetta með síman, það er bara verst að ég stóla orðið alltof mikið uppá hann og verst er þegar ég gleymi svo að setja eitthv inní hann og tel mér samt trú um að ég hafi gert það og man svo ekki neitt.
Knús inní hríðarbyl hér á ak
Helga skjol, 27.11.2008 kl. 08:35
Erna mín: Tæknileg... jamm... ég held það sé nú óhætt að láta það liggja á milli hluta
En ef ég get með einhverjum ráðum, látið einhvern annan/eitthvað annað gera hlutina fyrir mig þá svíkst ég sko ekki um það
Helga mín: Já, hann er sko bæði duglegur og sætur í sér
Knús í bylinn

Jónína Dúadóttir, 27.11.2008 kl. 08:44
Það er náttúrulega bara snilld að nota dagbókina í gemsanum ef að maður man eftir að setja inn í hana
ég er ennþá á því stigi að halda að ég muni alla hluti og þurfi ekkert að setja áminningu í símann......................það segir sig sjálft hvernig það endar alltaf
húsbandið vill meina að ég sé með gullfiskaminni??
Eigðu góðan dag í hríðarbylnum
ég vel hins vegar veðrið til að fara aftur í vinnu eftir pest 
Huld S. Ringsted, 27.11.2008 kl. 09:04
það getur verið gott að kunna að nota það sem síminn býður uppá sérstaklega þegar maður er orðin svona gleymin
svo er mjög yndislegt að eiga góða að sem sópa af bílnum fyrir mann á köldum morgnum
Dísa (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 09:23
Farsímar eru nauðsýnlegir í nútímaþjóðfélagi og erfitt að komast af án þeirra nú til dags.
Hvað meinarðu með vont veður það er 15stiga hiti og sól í Reykjavík eða þannig.
Kveðja Skattborgari,
Skattborgari, 27.11.2008 kl. 09:27
Já er brjálað veður þarna? Úps sonur minn og tengdadóttir eru með Elmu Lind litlu út á Grenivík núna. Skruppu heim til að bjóða fólkinu gleðilegra jóla. Verð alltaf hálfgerð hænumamma þegar ég veit af þeim þarna í vondu veðri. Góðan daginn annars.
Ía Jóhannsdóttir, 27.11.2008 kl. 09:40
Mikið átt þú góðan mann
Ég var á tímabili að komast í svona samband við gemsann minn en þar sem ég er með ákaflega "ljósan" heila
þá gleymdi ég oft að setja inn á símann það sem ég þurfti. Ætlaði að muna að setja það inn þegar ég myndi
Þegar ég hafði í tvígang gleymt fundi og læknisferð ákvað ég að taka aftur fram gömlu dagbókina. Núna man ég næstum alltaf eftir að skrifa í hana en stundum set ég það líka í gemsann - bara svona til áréttingar
Eigðu góðan dag í kafaldinu 
, 27.11.2008 kl. 09:41
Huld mín: Ég er með alsjáfvirkt kerfi sem minnir mig á að setja inn í dagbókina, það heitir: "Égþoliekkiþegaréggleymiviðvörunarkerfið"
Gullfiskaminni... hvað er nú það ?
Ertu ekki örugglega að fara degi of snemma í vinnu, átti ekki að vera betra veður á morgun ?
Knús í bylinn
Dísa mín: Gleyminn ? Hver ?
Ertu eitthvað betri mín kæra ?
Skattborgari: Kveðjur í 15 stiga hita og sól
Jónína Dúadóttir, 27.11.2008 kl. 09:42
Já Ninna mín ég er orðin vinnufær klára pensilínið í dag er heima það er ekki skóli fyrir veður og vil ekki hafa ungan einan heima í allan dag
Dísa (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 09:50
Dísa mín: Það er gott þér er batnað ungamamma
Hafðu það gott í vonda veðrinu, ég er að fara út að vinna
Jónína Dúadóttir, 27.11.2008 kl. 10:01
Ég myndi sennilega ekki fara í fötin mín ef ég hefði ekki "reminder" á símanum mínum
ok jú kannski en varla meira en það
Vont veður líka á eyrinni, fór þó í sund í morgun, tel það vera afrek dagsins!
Eigðu góðan dag heillin mín
Jokka (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 10:17
Jokka mín: Vá þú ert afrekskona þykir mér

Jónína Dúadóttir, 27.11.2008 kl. 12:01
Hef ekki ennþá lært á þessa hlið símans míns,læt mér ótal dagbækur ,dagatöl og vekjaraklukku nægja í staðin,knúsiknús norður í snjóinn
mátta alveg deila smá með mér
Líney, 27.11.2008 kl. 12:36
Líney mín: Langar þig í snjó dúlla mín ? Þú mátt eiga´nn allan, við eigum nóg samt
Knús í daginn þinn
Jónína Dúadóttir, 27.11.2008 kl. 13:00
Hann er nú enginn aukvisi hann Jói
Alger dúlla,hmm kannski vilja karlmenn ekki láta segja um sig að þeir séu dúllur
Birna Dúadóttir, 27.11.2008 kl. 13:09
Þú ert aldeilis tæknivædd. Það er ekkert sjálfsagt að það sé sópað af bílnum fyrir mann, það er rett Jónina mín. Kærleikskveðjur
Kristín Gunnarsdóttir, 27.11.2008 kl. 13:11
Birna mín: Hann verður bara að þola það að vera kallaður dúlla af því að hann er það svo oft
Ég var að segja frá þessu með hann í vinnuhúsi í morgun og húsbóndinn, eldri maður var búinn að sópa af bílnum mínum þegar ég kom út frá þeim

Kristín mín: Æi já tæknitröllið ég
Farðu vel og varlega með þig mín kæra
Jónína Dúadóttir, 27.11.2008 kl. 13:19
Veistu, ég þyrfti að setja inn í reminder, „mundu eftir að taka mig með þér“! Get ekki vanið mig almennilega á þetta tæki, á samt eitt og nota svona stundum, það er að segja ef ég man eftir að hafa það með mér
Sigríður Jóhannsdóttir, 27.11.2008 kl. 15:24
Sigga mín: Þú ert góð
Jónína Dúadóttir, 27.11.2008 kl. 17:14
Mikið ertu skipulögð. Ég nota nú vasadagbókina mína til að minna mig á og skrifa í ýmsa punta. Ég á það nú til að gleyma gemsanum einhverstaðar sem ég heyri ekki í honum. Lét mig nú hafa það að skreppa aðeins út í dag , svona veður hressir mann bara.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 27.11.2008 kl. 17:58
Ólöf mín: Skipulag er gott, en það er með það eins og annað, betra ef það gengur ekki of langt
Það er svo hressandi að fara út í svona veður, vel klæddur

Jónína Dúadóttir, 27.11.2008 kl. 19:34
Ég er með sjálfvirkar vekjaraklukkur á heimilinu. Gerði einu sinni heiðarlega tilraun til að nota dagbókina í símanum. Svo var ég farin að fresta því að setja inní símann þegar ég var með börn á sitthvorum handleggnum og gat ekki pikkað á símann í leiðinni. Nú nota ég bara stórt dagatal og þar er allt sem ég þarf að muna. Ég náði að stilla það inn hjá mér að líta á það sjálfvirkt á hverjum degi
Umhyggjusemi er ekkert sjálfsagður hlutur og ekki heldur sjálfþakkaður. Auðvitað á maður að þakka fyrir sig
Mikið er hann sætur í sér, dúllinn þinn. 
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 28.11.2008 kl. 00:44
Sigrún mín: Mínar sjálfvirku vekjaraklukkur eru löngu fluttar að heiman
Ég hef sko alveg nógan tíma til að gera nokkurnveginn hvað sem mér dettur í hug... eins og að setja inn í dagbókina í símanum
Eigðu góðan dag
Jónína Dúadóttir, 28.11.2008 kl. 07:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.