Það er líklega bara rökrétt að reikna með því að fyrst ég vinn nú við að heimsækja fólk í stórum stíl, að ég geti þá alveg átt það á hættu að smitast af svo sem eins og einni og einni pest sem einhver er með...
Svo aldrei að segja aldrei af því að aldrei getur aldrei orðið aldrei Ninna mín...
Takk fyrir öll kommentin við síðustu færsluna mína, þið eruð öll yndisleg og ég er viss um að það er bara vegna góðra hugsana frá ykkur, að mér er farið að líða miklu betur
Pestarumræðu lokið og að allt öðru...
Ég skráði mig inn á Facebook fyrir margtlöngu, en er alls ekki virk í fyrirbærinu... bæði vegna þess að ég gef mér ekki tíma til að vera þar inni og eins það, að þetta er einum of flókið fyrir minn litla heila, ég er hvorki tæknitröll né tölvu(h)undur og hreinlega nenni ekki að vera að brasa í einhverju sem ég skil ekki, ef ég þarf þess ekki nauðsynlega
Ég fæ alltaf póst þegar einhver sendir eða skrifar eitthvað hjá mér þar og mér þykir vænt um það og svara alltaf núorðið, en ég fer aldrei þar inn af sjálfsdáðum. Fór þar inn áðan til að svara nokkrum erindum frá vinum og sá þá að ég á 515 svona "request´s" sem ég hef aldrei sinnt... ég bara hef ekki haft undan
Annars góð og búin að setja aðventuljósin í samband og sendi svo spúsa upp á háaloft að sækja meira jólaskraut svona þegar dagurinn er almennilega byrjaður að flestra mati
Ætla að njóta sunnudagsins í jólaskrauti og ört vaxandi vellíðan og skrifa líka vinnuskýrslur í tryllingi
Það eina sem ég sé jákvætt við vinnuskýrslugerð í þetta skiptið er, að ég er að loka nóvember og þá er sko að koma desember, svona fyrir þá sem ekki hafa verið að fylgjast með
Hafið það ofsalega gott elskurnar mínar allar og passið ykkur á pestunum... nei ekki prestunum... pestunum












Flokkur: Bloggar | 30.11.2008 | 06:50 (breytt kl. 06:52) | Facebook
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.9.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 173250
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Velkom bekk! Passa mig bæði á prestum og pestum
...
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 30.11.2008 kl. 08:00
Jóhann mín: Þeinkjú
Jónína Dúadóttir, 30.11.2008 kl. 08:07
Ætla að gera það sama og þú dúlla mér í jólaskrauti í dag og ef tími vinnst til þá skelli ég mér e.t.v. í bæinn með mínum elskulega og kíki á jólamarkaðinn niðrí Prag. Njóttu fyrsta í aðventu
Ía Jóhannsdóttir, 30.11.2008 kl. 08:09
Ía mín: Greinilega góður dagur framundan hjá þér

Jónína Dúadóttir, 30.11.2008 kl. 08:11
Hehe þú ert snilld kona, gott að þér sé farið að líða betur.
Knús á þig
Helga skjol, 30.11.2008 kl. 08:13
Helga mín: Þakka þér og sömuleiðis

Jónína Dúadóttir, 30.11.2008 kl. 08:15
Gott að þú hefur það betra Jónína mín, eigðu góðan dag
Kristín Gunnarsdóttir, 30.11.2008 kl. 10:28
Gott að þú ert orðin hressari
Ég er álíka fötluð á minni fésbók. Fer bara inn til að svara... Ohh það er svo gaman að setja upp jólaskrautið, hafðu það kósí í dag

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 30.11.2008 kl. 10:53
Gott að þú ert orðin hressari elskuleg
, ég heyrði á þér í gær að þér leið sko bölvanlega
. Ég er líka komin með aðventuljósið í glugga, en við það situr. Var ætlunin að setja ljós úti en maðurinn er veikur og ég er ekkert án hans eins og gefur að skilja
Sigríður Jóhannsdóttir, 30.11.2008 kl. 11:18
'Eg skreyti örugglega í Janúar,með þessu áframhaldi
Birna Dúadóttir, 30.11.2008 kl. 11:20
Hef sloppið við pestar ennþá...7...9...13 og "bankaítré"
hef ekki séð þig á Fjésbókinni en mun leita þig uppi von bráðar 
Eigðu góðan dag heillin mín
Jokka (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 12:11
Já einmitt það,facebook,fór einmitt þar inn í gær og grynnkaði á beiðnunum , er ekki að nenna því að vera mikið þar,,,,finnst bloggið skemmtilegra..

Líney, 30.11.2008 kl. 12:11
Kristín mín: Takk fyrir það og hafðu það sem best

Sigrún mín: Já það er gaman
Hafðu það líka gott í dag
Sigga mín: Já í gær var ég ónýt
Já elskan, auðvitað ertu ekkert án mannsins þíns....
Dreptu mig ekki úr hlátri
Birna mín: Þá er nú eiginlega vaninn að taka jólaskrautið niður... en hvað með það... það má alveg breyta til
Jokka mín: Æ úpps... var það að banka í tré, ekki berja einhvern ?
Hafðu það gott elskið mitt
Líney mín: Já einmitt eins og ég geri annað slagið sko

Jónína Dúadóttir, 30.11.2008 kl. 13:12
Það er mun meiri ástæða til að passa sig á prestum og þessu trúarliði öllu eins og Vottum Jehóva en nokkurn tímann pestum. Prestar=pestar nöfnin eru lík og það er ekki tilviljun.
Gott að þú ert búinn að jafna þig.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 30.11.2008 kl. 14:23
Það mundi kannske hressa ofurlítið upp á janúar ef einhverjir gerðu bara eins og stefnir í hjá Birnu
, það er að segja að hennar sögn, held hún sé að bulla
Sigríður Jóhannsdóttir, 30.11.2008 kl. 15:02
Skattborgari: Þú fórst sem sagt ekki til messu í morgun
Þakka þér fyrir kæri
Sigga mín: Auðvitað er hún að bulla pínu, það er í genunum skal ég segja þér
Jónína Dúadóttir, 30.11.2008 kl. 16:13
Æ það er gott að fá þig aftur. Var einmitt að gera því skóna að pestin sem var í uppsiglingu hefði náð þér fyrir alvöru. Eigðu góða dagrest og kvöld
, 30.11.2008 kl. 16:46
Ég skil ekkert í þessu "Facebook"...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 30.11.2008 kl. 17:48
Skv. nýjum upplýsingum sem ég hef undir höndum þá er jafn áríðandi að passa sig á prestum sem pestum.
Jenný Anna Baldursdóttir, 30.11.2008 kl. 18:03
Dagný mín: Þakka þér fyrir, mér finnst gott að vera komin aftur
Hún náði mér virkilega í alvöru sko...
Sömuleiðis, eigðu gott kvöld
Gunnar minn: Þú ert sko ekki einn um það...
Jenný mín: Ég held ég bara trúi þér
Jónína Dúadóttir, 30.11.2008 kl. 20:11
Nei ég fer bara í kirkju þegar að það eru jarðarfarir eða eitthvað svipað.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 30.11.2008 kl. 20:19
Gott að heyra að þú sért búin að losa þig við pestina
Huld S. Ringsted, 30.11.2008 kl. 20:22
Skattborgari: Datt það reyndar í hug
Huld mín: Þakka þér fyrir, mér finnst það gott líka

Jónína Dúadóttir, 30.11.2008 kl. 20:33
Ég stór passa mig á bæði prestum og pestum. Kær kveðja
Heiður Helgadóttir, 30.11.2008 kl. 22:09
Heidi mín: Góð

Jónína Dúadóttir, 30.11.2008 kl. 22:16
Kvitt og kveðja, ég er líka með facebook en nenni ekki að gera neitt af viti þar.
Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 30.11.2008 kl. 22:37
Ninna það er ekkert að kunna til að vera á fésbókinni ég get það þá getur þú það og það er ógeðslega gaman að vera þar
Dísa (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 23:09
Dúna mín: Skil þig
Dísa mín: Já ég veit það mín kæra, mér finnst ég bara ekki hafa tíma til að kynna mér þetta
Jónína Dúadóttir, 1.12.2008 kl. 06:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.