Fyrsti mánudagur í Aðventu ;-)

Það er brjálað að gera hérna fyrir utan núna í morgunsárið... litla stúlkan sem ber út Fréttablaðið er á hlaupum á milli húsanna, það er verið að moka götuna, ruslakarlarnir að sinna sínu starfi, fullt af fólki að keyra í vinnuna og ég sit inni í hlýjunni og slugsa í tölvuWink Ég er forréttindapakk og ég veit þaðGrin Byrja aldrei að vinna fyrr en klukkan 10 en vinn þó til 9 á kvöldin aðra hvora viku og núna er einmitt önnur hvor vika... eða sko, ég er að vinna á kvöldin þessa vikuTounge Dagvinnan mín er líka alltaf að verða auðveldari, það er að segja líkamlega... ég er mikið farin að sinna annarskonar verkefnum en bara að þrífa... sit yfir hjá alvarlega veiku fólki... það getur verið assgoti erfitt, en í leiðinni lærdómsríktWoundering Það er búið að taka mig yfir 10 ár að burðast við að læra að taka vinnuna sem minnst með mér heim, en það er aldrei hægt að kúpla sig alveg út þegar maður vinnur með fólk... Spúsi minn fær nú stundum að sitja undir ýmsu þegar ég kem heim... hann segir ekki orð en hann hlustar og það nægir mérJoyful Fyrsti sunnudagur í Aðventu var ekki alveg eins annasamur og ég ætlaði honum að vera... fór kannski of geyst af stað, það er nú eiginlega mitt vörumerki... endaði uppi í rúmi seinni partinn með mígreni... hefði verið miklu skemmtilegra að dunda sér við jólagreniLoL En allavega, ferlega góð í dag og vona að þið séuð það líka. Eigið góðan dag elskurnar mínar allar og klæðið ykkur vel, það er veturSmile Heart    

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Brrrrrrrrrrrrrrrr það er ógeðslega kallt úti en mér er hlýtt á sálinni.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.12.2008 kl. 07:11

2 Smámynd: Birna Dúadóttir

Sama hér

Birna Dúadóttir, 1.12.2008 kl. 07:13

3 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Hér er bara grátt, engann snjó þarf að moka. Eigðu góðan dag

Heiður Helgadóttir, 1.12.2008 kl. 07:19

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jenný mín: Það er gott að vita

Birna mín: Flott, hvernig gengur með baðið ?

Jónína Dúadóttir, 1.12.2008 kl. 07:20

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Heidi mín: Það er nú jólalegt hérna og álit mitt á snjó hefur mikið breyst síðan við fluttum úr fjallinu, hingað niður í mannabyggðirEigðu líka góðan dag

Jónína Dúadóttir, 1.12.2008 kl. 07:24

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Það er nú orðið afskaplega jólalegt hérna hjá okkur á Ak.

Huld S. Ringsted, 1.12.2008 kl. 07:51

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Huld mín: Æi já, það er yndislegt

Jónína Dúadóttir, 1.12.2008 kl. 07:52

8 Smámynd:

Hér á Selfossi snjóaði í nótt. Ferlega kalt en orðið yndislega jóló út um allt   

, 1.12.2008 kl. 08:47

9 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hér er kalt líka fann það í morgun.  Rakinn hér er svo mikill á veturna þannig að mér er kalt í beinunum allan daginn.  Segi nú oft við sjálfa mig bara hreyfa sig kona, hreyfa sig hehehe..   og það ætla ég að gera í dag. 

Ía Jóhannsdóttir, 1.12.2008 kl. 08:54

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Dagný mín: Já það er frábært hvað það er orðið jólalegt

Ía mín: Klæða sig vel og hreyfa sig kona

Jónína Dúadóttir, 1.12.2008 kl. 09:28

11 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Ég er að bíða eftir að það komi smá jólasnjór hérna. Það er svo tómlegt jólaskrautið þegar enginn snjór er. Liggur samt engin ósköp á en væri flott að fá eitthvað fyrir jólin. Reyndu að halda þig bara við jólagrenið!!

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 1.12.2008 kl. 10:39

12 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Her er rosalega kalt, það er rakinn. Eigðu góðan dag Jónína mín

Kristín Gunnarsdóttir, 1.12.2008 kl. 11:25

13 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Það er rigning hér í Svíaríki og ég er að vinna næturvakt... Ég bíð spenntur eftir jólasnjónum, að vera komin í frí og drekka jólaöl. 

Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.12.2008 kl. 12:56

14 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Mér finnst reyndar komið alveg nóg af snjó núna. Þetta sem komið er má vera mín vegna en skil ekki að þurfi að bætast alltaf við hann. Ég óskaði þess stundum þegar ég var lítil að ég væri guð, held ég yrði góður guð sko, allt svona pínu minna og jafnara af öllu hvar í heiminum sem við búum, draumaveröld skal ég segja þér Ninna mín, ef ég væri guð. En ég er ekki guð svo það heldur bara áfram að snjóa á Akureyringa meðan aðrir fá engan. 

 Mikið held ég að skjólstæðingar þínir séu nú heppnir að þú fáir að vera meira með þeim í stað þess að vera alltaf að fjarlægja skít sem finnur alltaf einhverja leið til að lenda aftur á sama stað. Þeir sem ekki kúpla alveg út eftir vinnu eru líka færari um að gefa af sér og þannig fólk að að vinna með sjúkum

Hafðu það gott í snjómuggunni ljúfan mín

Sigríður Jóhannsdóttir, 1.12.2008 kl. 16:29

15 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sigrún mín: Á ég að senda þér svo sem eins og nokkur hlöss ? Við eigum nóg af snjó handa öllumAlveg ákveðin að halda mig við jólagrenið

Kristín mín: Klæddu þig nú vel og eigðu gott kvöld

Gunnar minn: Það verður gaman fyrir þig

Sigga mín: Þú yrðir góður guð

Jónína Dúadóttir, 1.12.2008 kl. 19:13

16 Smámynd: Tiger

 Mér fannst bara ótrúlega notalegt að lesa upphafið hjá þér - sko - einhvern veginn svo lifandi og eins og beint út úr ævintýri bara. Sitja inni í hlýjunni meðan ösin og kösin er á þeytingi úti í kuldanum .. letidýrið sko!

Ég gerði lítið í gær, sunnudaginn - en ég gerði mest allt í dag - eða eiginlega í gær - því það er að renna upp nýr dagur sko. Eða .. jamm allavega. Núna eru komnar upp jólagardínur, uppá borð er kominn jóladúkur og grenilengja utanum útidyrnar ásamt jólaljósum hingað og þangað... úff það er svo jólalegt núna ..  elskidda bara!

Á morgun - eða eiginlega í dag - afþví klukkan er orðin svo margt - þá ætla ég að gera aðventukransinn, slugsaði með hann vegna vinnu um helgina - en þetta kemur allt saman.

Kötturinn er snúinn aftur heim - en án alls jólaskrauts, veit ekki hvernig hann losnaði við það því ég var búinn að hefta það allt á hann... hux!

Núna er ég farinn að hafa jólalög í spilaranum öllum stundum - og nýt í botn sko. En ég spila helling af Panpipe jólalögum og dýrka þau alveg hreint.

En, hér set ég punkt ... næstum því ... sendi þér fulltaf knúsum og kreistum í gegnum Panpipe jólalag sem ég er að hlusta á núna. Hver veit nema ég sendi þér bara Panpipe í næstu knúspakkningu ... *kreist*.

Tiger, 2.12.2008 kl. 02:32

17 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Högni minn: Ég elskidda líka allt þetta jólastandÉg er ekki enn komin með jólagardínur af því að ég gleymdi að mæla eldhúsgluggana þegar ég fór síðast í verslunarleiðangur, en það var allt í lagi ... ég fann hvort sem er ekkert sem mig langaði íTakk fyrir knúsin, ég sendi þér nokkur hlý og góð til baka og Panpipe er sko alltaf vel þegið

Jónína Dúadóttir, 2.12.2008 kl. 06:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband