... eða öllu heldur það sem hann er látinn standa fyrir til dæmis í bandarískum bíómyndum, hann er góður og gjafmildur, friðelskandi og fallegur og getur galdrað allt á besta veg, svoleiðis er minn jólasveinn
Mér er nokkuð sama hvaðan hugmyndin kemur og mér er líka alveg sama þó þetta sé ekki séríslensk og þjóðleg jólasveinatrú, breytir mig engu vegna þess að eiginleikarnir sem hann er látinn standa fyrir, eru alþjóðlegir
Ég var aldrei hrifin af gömlu alíslensku jólasveinunum, ljótir, hrekkjóttir þjófar í subbulegum druslum og líka alveg viss um að þeir lyktuðu illa
Ég hef aldrei þolað hrekki og þjófar eiga ekki heldur upp á pallborðið hjá mér og sjálfsagt líka pjöttuð eða kannski á ég að segja núna, af því að ég er Vog, kann ekki að skilgreina það, en maður er ekkert svona klæddur á jólunum
Það var ekki fyrr en þeir fóru að klæða sig í falleg föt og verða góðir og líka auðvitað gjafmildir að ég fór að líta þá öðrum augum. Þeir voru nú líka þrettán en ekki níu sko og ég man að af einhverjum ástæðum hélt ég alltaf, að það hlyti að vera að "einhverjir sunnlendingar" hefðu búið til vísuna Jólasveinar einn og átta... þeir bara vissu ekki betur
Ég lagaði vísuna fyrir þessa mjög svo fáfróðu "sunnlendinga" og söng Jólasveinar fimm og átta
Börnin mín pældu mikið í mismun á klæðaburði jólasveina þarna í den, en ég útskýrði bara fyrir þeim að rauðu búningarnir væru auðvitað sparifötin þeirra og að sjálfsögðu væru allir í sparifötum á jólunum og blessuð börnin mín keyptu það fullu verði
Eigið dásamlegan dag jólasveinarnir mínir, það ætla ég að gera líka









Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.9.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 173250
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ragna mín: Alltaf gaman þegar einhver er sammála mér

Jónína Dúadóttir, 2.12.2008 kl. 07:37
Jólakötturinn mun taka þig á eftir hahahah.
Ég trúi ekki á jólasveina.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 2.12.2008 kl. 08:34
Skattborgari: Af hverju trúir þú þá á jólaköttinn ?

Jónína Dúadóttir, 2.12.2008 kl. 08:47
Ég trúi ekki á hann en sagði að hann væri að koma að ná í þig því að hann fylgir yfirleitt jólasveinunum.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 2.12.2008 kl. 08:50
Skattborgari: Það væri gaman
Jónína Dúadóttir, 2.12.2008 kl. 08:52
Já og svo ferðu í potinn hennar Grýlu gömlu.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 2.12.2008 kl. 08:55
Skattborgari: Gleymdi alveg að skrifa um það að Grýla, Leppalúði og fj... Jólakötturinn fengu sko ekkert að vera með í mínum jólasveinaímyndunum
Jónína Dúadóttir, 2.12.2008 kl. 09:03
Helga skjol, 2.12.2008 kl. 09:15
Trúirðu semsagt bara á það sem hentar þér? Þú veist að það er ljótt að gera það allt eða ekkert þegar kemur að því að trúa á Jólasveininn.
Ég held að sért svo gömul að þú sért of seig fyrir hana Grýlu gömlu.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 2.12.2008 kl. 09:16
Já ætli við fyrir sunnan höfum bara ekki fundið upp þetta með einn & átta. Hehehe... annars voru þeir nú alltaf þrettán hjá mér enda hélt ég alltaf með norðanmönnum.
Ía Jóhannsdóttir, 2.12.2008 kl. 10:08
Jólasveinninn er falleg hugmynd og vekur upp væntumþykju og ljúfar minningar
Hins vegar finnst mér íslensku jólasveinarnir hundleiðinlegir og mætti alveg sleppa því að koma með þá á jólaböllin hjá blessuðum börnunum
Þeir hræða bara litlar saklausar sálir með bölvuðum látum og hafa fyrir þeim ósiðið
Má ég þá heldur biðja um feita ameríska gaurinn 
, 2.12.2008 kl. 10:37
Krökkunum mínum fannst alveg æði að hafa 13 jólasveina, Svíarnir eiga sko bara einn og bara íslensk börn fengu í skóinn, það var líka flott
Erna Evudóttir, 2.12.2008 kl. 11:13
Sá stóri rauðklæddi,yndislegur bara
Birna Dúadóttir, 2.12.2008 kl. 11:27
Ég er meira hrifin af íslensku jólasveinunum og ástæðan fyrir því er þessi:
Íslenski jólasveininn er jafn dónalegur á móti öllum...
Rauði jólasveinninn eyðir tíma í að gera gjafir fyrir okkur ríka fólkið í staðinn fyrir að stofna góðgerðarfélag og hjálpa öllum börnum sem eiga minna.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 2.12.2008 kl. 14:55
Jesús hvað þú er snobbuð Jónína mín
ertu ekki sannur íslendíngur
hver hefur sagt að jólasveinar eigi að vera hreinir og fínir, og með fína búðarlykt
nei þakka veit ég gömlu Grílu með alla sína litlu leppalúða
þessir amerísku hreinu með búðarlyktina eru alltof feitir eftir alla hamborgara og pitsur sem að þeir éta alla daga
eigðu góðan dag mín kæra
Heiður Helgadóttir, 2.12.2008 kl. 16:06
Trúum við ekki öll á jólasveininn?bara mis mikið þeir eru náttlega flottari rauðir
Dísa (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 18:14
Ég er nú ekki sammála því að þessir níu séu sunnlenskir. Pabbi gamli kenndi mér nebblega að norðlensku jólasveinarnir væru sko níu en það væru bara þessir Sunnlendingar sem héldu því fram að þeir væru þrettán
. En sitt sýnist hverjum í þessum efnum. Mér hef mjög gaman af íslensku, hrekkjóttu, vondu og þjófóttu jólasveinunum sem öll börn áttu að forðast og alls ekki að líkja á neinn hátt eftir. Mér finnst þeir bara skemmtilegri og hafa meiri „karakter“ en sá rauði útlendi.
Ætli ég sé ekki bara jólasveinarasisti?
Þú mátt samt alveg hafa dálæti á þessum útlenda og ég skal ekki reyna að koma honum úr landi
Hafðu það svo sem best í kvöld dúllan mín
Sigríður Jóhannsdóttir, 2.12.2008 kl. 18:54
Þeir sem ekki trúa á jólasveinin á mínu heimili fá ekki gjöf í skóinn
Líney, 2.12.2008 kl. 20:19
Auðvitað trúa allir á jólasveininn, ég er að fara að hitta þessa sem eru í Dimmuborgum á morgun, þeir eru gamaldags en hreinir sögðu mér að Hrýla væri svo dugleg að þvo. Allir jólar flottir. Kvitt og kossar
Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 2.12.2008 kl. 20:58
Átti að vera Grýla ekki Hrýla
(ég er svo fljótfær)
Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 2.12.2008 kl. 20:59
Hrýla er ógeðslega flott orð Dúna mín
Sigríður Jóhannsdóttir, 2.12.2008 kl. 21:33
Helga mín:
Skattborgari:Jú ég nefnilega geri það sem mér sýnist
Grýla hefur sko ekkert í mig að gera
Ía mín: Góð
Erna mín: Börnin þín hafa viðskiptavit
Birna mín: Já finnst þér ekki

Gunnar minn: Jú þú hefur nú eitthvað til þíns máls
Heidi mín: Það er eðlilegt að ég sé snobbuð, mér skilst að ég sé komin af einhverjum flottum dönskum... eða var það norskum... ættum
Það eru alveg prestar og sauðaþjófar og morðingjar og allt
Dísa mín: Jú ég held nú að flestir geri það á einhvern hátt

Sigga mín: Ekki endilega honum sjálfum, meira því sem hann stendur fyrir
Takk fyrir að leyfa honum að vera, þú þarna jólasveinarasistinn þinn
Líney mín: Börn trúa auðvitað á jólasveininn... lesist: Þau hafa að sjálfsögðu fínasta viðskiptavit
Dúna mín: Mér finnst Hrýla frábært nafn
Þú ert fín eins og þú ert
Jónína Dúadóttir, 2.12.2008 kl. 21:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.