Snjór og ég höfum ekkert alltaf átt neinu sérstaklega kærleiksríku sambandi...
Ég er ekki mikil... nei rétt skal vera rétt... ég er alls engin áhugamanneskja um skíðaíþróttir eða annað vetrarsport og snjór hefur frekar verið fyrir mér farartálmi og eiginlega óþarfur
Samt finnst mér þetta vera að breytast, kannski með aldrinum eða bara eftir að við fluttum hingað niður til mannabyggða
Mér er bara næstum því sama um snjóinn núorðið, enda enginn farartálmi lengur, það er alltaf verið að moka allar götur hérna, allan sólarhringinn held ég
En mér var ekki sama um fimbulkuldann sem mætti mér í gærmorgun þegar ég kom út og jókst frekar en hitt þegar leið á daginn...
Jeppinn minn er stór og lengi að hitna og þar af leiðandi ók ég um í stórri frystikistu allan gærdaginn
Ég keyri ekki nema nokkrar mínútur í einu, en er inni í húsunum frá korteri upp í 2 og hálfan tíma svo það kemur af sjálfu sér að blessuð frystikistan afþýðir sig ekkert allan daginn... Ég var meira að segja farin að hafa hanska í vösunum... og jafnvel stundum á höndunum
Svo kemst ég ekkert upp með það að fara út á klossunum... verð að vera í kuldastígvélum og þau eru með rennilás... og mín þjóðþekkta þolinmæði er nú ekkert alltaf með þegar ég þarf að fara úr þeim og í svona 20 - 30 sinnum á dag
Annars ferlega góð inn í daginn og stjarnan sem spúsi smíðaði fyrir nokkrum árum er komin út á húsvegginn og aðeins meira svoleiðis á leiðinni út í dag
Hafið það gott í dag elskurnar mínar allar og hafiði nú vettlinga... á höndunum











Flokkur: Bloggar | 3.12.2008 | 06:26 (breytt kl. 06:27) | Facebook
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.9.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 173250
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sá einmitt stjörnuna þína í gær þegar ég átti leið framhjá húsinu þínu, reyndar keyri ég þarna oft á dag, þar sem ég bý nánast í næsta nágrenni við þig, :) hlakka til að sjá meira af ljósum í dag.
Knús inní daginn mín kæra
Helga skjol, 3.12.2008 kl. 06:38
Helga mín: Gaman að því, ég er líka í alfaraleið hérna
Já ég hlakka líka til að fá meira upp og sendi þér svo hlýtt knús inn í daginn
Jónína Dúadóttir, 3.12.2008 kl. 07:38
Hér er allt í einu farið að snjóa, er að taka mig til fyrir vinnuferð. Eigðu góðan dag
Heiður Helgadóttir, 3.12.2008 kl. 08:30
já elskan það er eins og með aðra suma ;=)) snjórinn á ekki við mig heldur, og ég var að hugsa um að fórna leðurhönskum (bóndans) í hlíf á nefið í kuldanum í gær, ástar kveðja héðan,,
Jóhanna S Garðars (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 08:31
Uss það er bara skítarok í Kef,væri alveg til í að skipta yfir í snjó
Birna Dúadóttir, 3.12.2008 kl. 08:37
Heidi mín: Gangi þér vel og góða skemmtun

Jóhanna mín: Minnir það mín kæra
Mér líst vel á nefhlífina, kannski Diddi yrði nú samt ekki eins hrifinn af hönskunum sínum á eftir
Ástarkveðjur héðan líka
Birna mín: Þú ert alltaf og ævinlega velkomin hingað... snjór eða ekki
Jónína Dúadóttir, 3.12.2008 kl. 08:42
Brrrrr.. nú varð mér bara hálf kalt við lesturinn. Hér er næstum vorblíða, sól og níu stiga hiti. Væri alveg til í smá snjó og vonandi kemur hann fyrir jól.
Farðu varlega í umferðinni.
Ía Jóhannsdóttir, 3.12.2008 kl. 08:54
Ía mín: Æts... ég ætlaði ekki að frysta þig heillin
Eigðu góðan dag í vorblíðunni... á meðan hún endist

Jónína Dúadóttir, 3.12.2008 kl. 09:20
Það er einn stór kostur við snjóinn - það birtir yfir öllu þegar er snjór
Og svo er hann náttúrulega líka svo jólalegur
Eigið góðan dag.
, 3.12.2008 kl. 10:27
Eg mundi sennilega ekki vera hrifin af snjónum ef að ég byggi á Íslandi en þar sem ég bý í danaveldi og MJÖÖÖGGG sjaldan snjór.Reindu að halda á þér hita ljufan
Kristín Gunnarsdóttir, 3.12.2008 kl. 10:29
Akkuru er ekki búið að hanna upphitaðar nef/andlitshlífar? Í þessum fimbulkulda þar sem manni er skítkalt á nösunum og frostið BÍTUR í kinnarnar á manni???
Eigðu góða daga heillin mín, ég kíki eftir jólaljósunum þínum í dag þegar ég erindast þarna upp á brekkuna
Jokka (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 12:06
Akkúrat núna er engin snjór í smálöndum Svíþjóðar
Gunnar Helgi Eysteinsson, 3.12.2008 kl. 16:18
Gunnar minn,það lagast

Birna Dúadóttir, 3.12.2008 kl. 20:13
Stjarnan er flott, sá hana þegar ég var á leiðinni heim í dag

Huld S. Ringsted, 3.12.2008 kl. 22:34
Það er gaman að keyra í snjó sérstaklega þegar margir eru fastir en ég er alveg sammála með kuldann. Bílinn minn er sem betur fer fljótur að hitna og vinnubíllinn sömuleiðis.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 3.12.2008 kl. 22:39
Æ love snjó
Líney, 3.12.2008 kl. 23:20
Stundum þegar maður er kominn í vinnuna - þá þarf maður að þreyfa á andlitinu á sér til að athuga hvort nefið hafi nokkuð frosið af á leiðinni - og svo þarf maður að sitja á ofninum á meðan maður fær sér tuttugu og tíu kaffi/kakóbolla - svona til að þýða restina af kroppnum.
Annars er ég í góðri vinnu - í hitanum og matarilminum í eldhúsinu svona oftast nær. Fátt eins gott eins og góður matur á hlóðum þegar úti gnauðar vetur konungur.
Annars er það fúlt að hér fyrir sunnan snjóar bara aldrei fjandakornið ..
I´m moving to your snowy street soon sugarcube!
Annars er ég líka bara þolanlega góður - allavega allt í lagi svo sem segir 8 ára frændi minn ... svona bærilegur! Við leysum öll heimsins vandamál án þess að hækka róminn ... hann segir að það sé minn eini kostur!
Annars er ég líka öðrum kostum búinn! T.d. er ég uppfullur af knúsum og keleríum (ekki kaloríum) - og núna ætla ég að senda þér helling af þessum kostum mínum sko ... *skutla knúsum og keleríum (ekki kaloríum) all over you*!
Tiger, 4.12.2008 kl. 02:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.