Hurðir...

Þegar ég hef ekki einu sinni tíma til að kíkja á bloggið mitt, þá er nú fokið í flestan skít... orðið hart um skjól... og svo vildi ég gjarnan geta sagt eitthvað fleira svona gáfulegt í svipuðum dúr, en ég bara man ekkert fleira...Tounge Þær stuttu stundir sem ég var heima á milli vinna í gær voru notaðar til að spjalla við gesti og það var auðvitað gaman, sumir komnir langt að. Er loksins búin að klára að pakka upp úr síðustu kössunum, enda náttulega ekki nema sjö mánuðir síðan við fluttumWhistling Það er svona að vera með stórt hús, nóg pláss til að fela fullt af kössum fyrir sjálfri mér, hafa þá bara inni í gestaherberginu og loka hurðinni... hurðir eru dásamleg uppfinningJoyful En svo eins og venjulega fyrir jólin koma gestir utan af landi og þá er gaman að geta boðið þeim að gista í fallegu herbergi en ekki kassageymslu, svo ég komst ekkert upp með að slugsa svona lengurGetLost Kláraði að sortera þetta í gærmorgun, áður en ég fór í vinnuna og útkoman varð þrír kassar sem fara upp á háaloft og sex kassar með dóti sem ég henti... Málið dautt !Cool Svo var það tölvuverið, sem sumir mundu nú kannski kalla bara tölvuherbergi eða skrifstofu... það fékk líka andlitslyftingu í gærmorgun, þar voru kassar sem ég hef leyft sjálfri mér að komast upp með að þykjast ekki sjá lengi... Whistling  Í stuttu máli, nú er ekkert á gólfinu sem ekki á að vera þar og allar hillur hreinar og bækur, möppur og ýmislegt í snyrtilegum röðum... uppi í hillunum. Ég er svo dugleg að mér óar við því... W00t En það verður ekkert framhald á þessum gífurlega dugnaði fyrr en um helgina... næturgestirnir okkar eiga ekki að þurfa að vakna eldsnemma við hamaganginn í mér, svo ég er svöl núna og hangi bara ofurhljóðlega fyrir framan tölvuna í snyrtilegu og hreinu tölvuverinuHalo Það snjóar sem aldrei fyrr í logninu og það er dásamlega jólalegtInLove Gangi ykkur allt í haginn inn í daginn elskurnar mínar allar og farið nú varlega í umferðinniSmile Heart

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ragna mín: Sömuleiðis mín kæra

Jónína Dúadóttir, 4.12.2008 kl. 08:05

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Mikið skil ég þig.   Tilvistin breytist mikið við tiltekt.  En sjö mánuðir eru nú ekki langur tími hér tók það sex ár að klára Saununa og ég notaði hana fyrir geimslu í öll þessi ár án þess að blikna.

Mig langar í snjó.

Ía Jóhannsdóttir, 4.12.2008 kl. 08:12

3 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Hafðu góðan dag Jónina mín

Kristín Gunnarsdóttir, 4.12.2008 kl. 08:16

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ía mín: Ég var líka að flissa að sjálfri mér fyrir að vera með nokkra kassa sem ég pakkaði ofaní fyrir sjö árum, þegar við fluttum í fjalliðEf ég gæti þá mundi ég senda þér jólasnjó mín kæra

Jónína Dúadóttir, 4.12.2008 kl. 08:19

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Kristín mín: Sömuleiðis mín kæra

Jónína Dúadóttir, 4.12.2008 kl. 08:20

6 Smámynd: Helga skjol

Þegar ég kom krökkonum mínum í skólana sína í morgun fannst mér yndislegt að koma út, snjókornin svo stór og falleg og algert logn og frostið bara 1 gr, þat ekki verið betra.

Knús

Helga skjol, 4.12.2008 kl. 08:43

7 Smámynd: Huld S. Ringsted

Eigðu góðan dag Jónína mín

Huld S. Ringsted, 4.12.2008 kl. 08:59

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Helga mín: Sammála getur ekki verið betra

Huld mín: Takk fyrir og sömuleiðis

Jónína Dúadóttir, 4.12.2008 kl. 09:24

9 Smámynd: Skattborgari

7mániðir er nú ekki langur tími í dag. Hurðir eru best notaðar til að fela drasl nú til dags.

Hvað er þetta með allan þennan snjó hjá þér það er 12stiga hita í Reykjavík?

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 4.12.2008 kl. 09:35

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Skattborgari: Jólabærinn Akureyri... við klikkum ekkert á því sko

Jónína Dúadóttir, 4.12.2008 kl. 09:37

11 Smámynd:

Ég er nú svo heppin að vera með bílskúr  En ég gat nú ekki annað en hlegið að sjálfri mér þegar ég flutti í haust og fann kassa sem ég hafði flutt fjörum sinnum án þess að opna hann  Það eru 3 mánuðir síðan ég flutti og ætli ég eigi ekki helminginn af kössunum eftir. Loka bara bílskúrnum og þá eru þeir horfnir   Á Selfossi er heiðskýrt og 2 stiga hiti. Yndislegt veður  Góð kveðja í norðrið.

, 4.12.2008 kl. 11:02

12 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Dagný mín: Við erum sem betur fer ekki búin að byggja bílskúrinn, það væri sjálfsagt enginn bíll inni í honumÞakka góðar kveðjur og sendi líka til baka til þín

Jónína Dúadóttir, 4.12.2008 kl. 12:12

13 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Ég þekki fjölskyldu sem flutti sömu kassana með sér í 22 ár án þess að opna þá. Þá eru nú 7 mánuðir ekki neitt  En alltaf gaman að koma svona kassadóti frá sér. Knús í jólasnjóinn

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 4.12.2008 kl. 15:18

14 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sigrún mín: Vá...... 22 ár Satt segirðu 7 mánuðir er ekkertKnús til baka í snjóleysið

Jónína Dúadóttir, 4.12.2008 kl. 15:54

15 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Æ, ég sakna þess að sjá þig ekki daglega  knús

Ásdís Sigurðardóttir, 4.12.2008 kl. 16:20

16 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Sjö mánuðir, það er sko ekki neitt. Ég var með öll skot full af kössum í sjö ár og leit aldrei ofan í þá hvað þá að ég saknaði nokkurs úr þeim. Ég henti þeim flestum í sumar en þó ekki án þess að líta ofan í þá. Sumt fór nebblega í nytjagáminnen annað beint á hauga. Svona snjókoma eins og í morgun er æði, ekki of kalt. Nú má þetta bara vera svona, ég þoli nefnilega illa umhleypingar

Hafðu það gott mín kæra vinkona.

Sigríður Jóhannsdóttir, 4.12.2008 kl. 19:57

17 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásdís mín:

Sigga mín: Ég fer að hálfminnkast mín fyrir mína stuttu stund þarna...  Hafðu það líka gott mín kæra

Jónína Dúadóttir, 4.12.2008 kl. 21:43

18 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Haa kassar? ekki henda? ójá það virðist vera svona á flestum stöðum gott að ég er ekki ein um það.. Kvitt og kveðja

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 5.12.2008 kl. 00:40

19 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Dúna mín:

Jónína Dúadóttir, 5.12.2008 kl. 06:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband