Mér finnst...

... furðulegt þegar fólk er að kvarta yfir því að jólahald sé svo dýrt... þetta setji fólk á hausinn og svo framvegisW00t Sko... fyrir það fyrsta þá þarf enginn að halda jól, algerlega frjálst val og það er svo líka algerlega frjálst val hversu mikið það er þá látið kostaShocking Ég ætla alls ekki að fara að  kenna fólki hvernig á að spara eða eitthvað í þá áttina, væri nær að stunda það sjálf aðeins beturHalo En ég held því fram fullum fetum, að þetta er eitthvað sem við stjórnum sjálf og eigum alveg að geta ráðið við að halda jól án þess að fara á hausinn og/eða berjast í bökkum langt fram á næsta ár. Og svo er líka leiðinda plagsiður að kvarta hástöfum yfir því sem fólk kemur sér sjálft í, viljandi, ár eftir árGetLost   Jólin eru alltaf á sama tíma á hverju ári, það er nú ekki eins og þau séu bara sett á með dags fyrirvaraTounge Við höfum nefnilega alltaf allavega 11 mánuði, til að undirbúa okkur undir þau næstuJoyful   Ég er komin á það stig fyrir löngu síðan að það er ekkert sem ég þarf eða verð að gera fyrir hver jól, nema að gefa börnum mínum og barnabörnum jólagjafir og þær er ég búin að vera að kaupa smám saman síðan í ágúst, senda jólakort og skreyta. Ég þarf ekki að fá mér ný húsgögn, ég þarf ekki að mála, skipta um gólfefni, gardínur, heimilistæki og versla ný föt á alla línuna og ég veit ekki hvað og hvað... Woundering Og ég gef ekki jólagjafir út fyrir mína allra nánustu fjölskyldu, löngu hætt að gefa öllum systkynabörnunum jólagjafir, þeim fjölgaði svo ört að ég réð ekki við það, en það er ekki þar með sagt að mér þyki ekki vænt um þau...InLove Það eru bara takmörk og þau verðum við að ákveða sjálf og standa svo með okkar eigin ákvörðunum, hvað svo sem einhverjum öðrum gæti fundist um þærCool   Eigið svo dásamlegan dag og ennþá dásamlegri helgi elskurnar mínar allarGrin Heart Smile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Nákvæmlega rétt.  Jólin þurfa ekki að kosta meir en maður er borgunarmaður fyrir. 

Ía Jóhannsdóttir, 5.12.2008 kl. 08:17

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ragna mín: Nákvæmlega, njóta gleðinnar, hafðu það gott mín kæra

Jónína Dúadóttir, 5.12.2008 kl. 08:18

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ía mín: Og ættu ekki að gera það heldur, þá er gleðin og vellíðanin farin og ekkert eftir nema skuldir og þreyta

Jónína Dúadóttir, 5.12.2008 kl. 08:19

4 identicon

Góður punktur Ninna mín

Jokka (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 08:32

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jokka mín: Þakka þér fyrir ljúfan mín

Jónína Dúadóttir, 5.12.2008 kl. 08:44

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Mikið er ég sammála þér Jónína, jólahald hjá sumum er löngu komin út fyrir öll mörk heilbrigðrar skynsemi ég lærði það fyrir 11 árum síðan þegar ég missti allt mitt í bruna viku fyrir jól að jólin koma þrátt fyrir allt og síðan er undirbúningur jólanna í miklum rólegheitum hjá mér og peningaeyðslan eftir því. 

Eigðu góðan dag Jónína mín

Huld S. Ringsted, 5.12.2008 kl. 09:04

7 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Ég er svo sammála þér. Jólin þurfa ekki að kosta neitt meira en við viljum eða höfum efni á. Mér finnst gaman að kaupa jólagjafir, en verð samt að vera komin í jólaskapið til að kaupa þær svo mér hefur ekki enn tekist að byrja í ágúst. En ég er alltaf búin að safna mér í jólagjafasjóð, er einmitt búin að fatta að jólin skella ekki á með dags fyrirvara  Og svo er ekki eins og Innlit útlit muni mæta klukkan sex á aðfangadag til að taka út heimilið... Hafðu góða helgina mín kæra

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 5.12.2008 kl. 10:12

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er sammála og ekki sammála.  Fólk með ung börn vill uppfylla væntingar barnanna sinna og sést því oft ekki fyrir í eyðslunni.

Svo á að endurtaka leikinn að ári, ekki hafa minna umleikis en árið áður og þess vegna veldur þetta spennu og vanlíðan.

En að öðru leyti þá máttu eiga það að þetta er nokkuð satt hjá þér.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.12.2008 kl. 11:11

9 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Þetta er svo rett, það erum við sem ákveðum hvernig við ætlum að eiða jólunum og hvað miklu við viljum eiða, þetta er bara komið útí öfgar hjá sumu fólki. Kærleikur til þín

Kristín Gunnarsdóttir, 5.12.2008 kl. 11:36

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég gæti sko ekki verið meira sammála, maður stjórnar þessu algerlega sjálfur, jólin eru ekki svo dýr, ég geri eins og þú og kaup yfir allt árið svo ég finn lítið fyrir jólunum, eina sem ég eyði mikið í eru jólakort, þ.e.a.s. burðargjaldið er orðið svo hátt, en ég geri sum kortin sjálf.  Mér finnst ómissandi að senda jólakveðjur til vina um víða veröld. Mér finnst að fólk geri sér hlutina of erfiða, lítið barn biður ekki um dýra gjöf, það er undir manni sjálfum komið hvernig þetta er gert.  Okkar börn eru vön svona "kreppujólum" eins og fólk talar um núna, fyrir okkur er þetta normið.

Ásdís Sigurðardóttir, 5.12.2008 kl. 12:32

11 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Sammála þér Jónína mín. Frímerki á jólakort eru ansi dýr, en Bónus bíður þér 70 kr. frímerki á 63 kr. 10% afslætti.  Og svo er þægilegt að geta notað ferðina sem farin er í Bónus eftir vörum að geta keypt frímerki á sama stað.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 5.12.2008 kl. 16:49

12 Smámynd:

Ég safna smá inn á sérstakan reikning sem ég nota í jól og annan munað  Hendi inn 2 - 5þúsundkalli í hverjum mánuði og á þá svona nokkuð skammlaust fyrir smá skrauti, jólagjöfum og jólamatnum, sem er í raun stærsti pósturinn hjá mér um jólin. Asnalegt að þurfa að taka frá peninga fyrir mat í landi allsnægtanna . En svona er Ísland og ég kýs að búa hérna  Gaf börnunum stórar jólagjafir þegar þau voru minni (og færri  ) en núna fá þau bara nauðsynjar

, 5.12.2008 kl. 19:32

13 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Jólin eru alltaf rándýr hjá mér, ekki af því þau þurfi að vera það heldur af því ég er svo mikil eyðslukló. Samt er ég ekkert að setja mig á hausinn sko, en þetta er samt óþarfa eyðsla, er svolítill útrásarvíkingur í mér þegar kemur að þessari hátíð. Munurinn er þó sá á mér og þeim að ég er ekki að spenna annarra manna peningum og stofna ekki hlutafélag utanum jólagjafakaupin mín, ætti kannske að gera það. En Ninna mín, ég er alveg sammála þér, jólin breytast bara í leiðindahátíð ef við, þessir venjulegu Jónar, högum okkur þannig að mánaðarlegur vísareikningur fram eftir ári er að stórum hluta vegna þeirra.

 Hafðu það gott um helgina mín kæra

Sigríður Jóhannsdóttir, 5.12.2008 kl. 21:01

14 Smámynd: Skattborgari

Þetta er rétt hjá þér fólk ræður hvað það eyðir miklu þegar jólin koma. Það er hægt að kaupa ódýrari jólagjafir eða sleppa þeim svo er líka hægt að kaupa ódýrari mat og sleppa þessum fína dýra mat sem flestir kaupa og þá þurfa þau ekki að vera svo dýr.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 5.12.2008 kl. 23:33

15 identicon

lauk rétt hjá þér Jónínaeins og talað´frá mínu brjósti og það sem meira er að jólin koma alltaf alveg sama hvernig er eða hvað við gerum

Dísa (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 01:21

16 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Þannig að maður fær þá ekki pakka frá þér þessi jólin

Kveðja í Heiðardalinn

Þorsteinn Gunnarsson, 6.12.2008 kl. 02:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband