Ætlaði svooo að versla yfir mig í gær frá hádegi til fimm, en þá komu gestir þannig að verslunarferðin styttist verulega í annan endann... en það er allt opið alla daga svo ég hef engar áhyggjur af því
Í dag verður spúsi minn rekinn áfram með harðri hendi só tú spík... við förum (lesist; hann fer) upp á háaloft núna á eftir og réttir mér niður það sem við á að éta, þ.e.a.s. jólaskrautskassana sem eru í miklum meirihluta þar uppi. Jólagardínur þessa húss eru ennþá bara óljós hugmynd... en það lagast á morgun, þá verður ekki alveg eins margt fólk í búðunum og ég hef meira pláss til að rusla öllu til í hillunum, þangað til ég finn það sem ég held ég sé að leita að
Yngri sonur minn hringdi í gær, ekkert svo undarlegt við það, hann gerir þetta stundum
Hann var að segja mér frá smáárekstri sem hann lenti í á gatnamótum hér í bæ. Það var svínað fyrir hann og til þess að keyra nú ekki beint inn í hliðina á þeim bíl, beygði hann frá og rakst við það utan í annan bíl. Löggan kom og samkvæmt reglum er sonur minn í órétti... þó þeir segðu að það væri greinilegt að hann hefði komið í veg fyrir slys, en hversu óréttlátt sem það nú er, þá eru reglurnar svona
Sá sem svínaði kom og sagði að þetta væri sér að kenna og konan á skemmda bílnum varð alveg bit út af því að minn þyrfti að taka á sig sökina, hún sá alveg hvað gerðist. En í stað þess að taka fyrir þann sem olli þessu í upphafi, þá ber sá kostnaðinn sem reyndi að koma í veg fyrir slysið... En brotið framljós er ekkert sagði minn, það slasaðist enginn og það er það sem skiptir máli, hann er svo mikil dúlla þessi strákur
Þegar hann sagði mér þetta, kom auðvitað ljónynjan upp í mér... ég ætlaði sko að fara samstundis og rífast í tryggingarfélaginu hans, en auðvitað geri ég honum það ekki
Hann er fyrir löngu orðinn stór strákur, en hann veit að hann á alltaf bakland hjá mömmu
Eigið sælan sunnudag elskurnar mínar allar









Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hann Ingi Hedán Hedánsson stendur sko fyrir sínu
Gangi þér vel í verslunarleiðangrinum
Birna Dúadóttir, 7.12.2008 kl. 09:54
Birna mín: Ójá það gerir hann
Takk heillin mín

Jónína Dúadóttir, 7.12.2008 kl. 10:02
Æ ég kannast við þessa frumstæðu ljónynju sem kemur upp í manni ef börnin manns eru beitt órétti - jafnvel þótt þau eigi að heita fullorðin
En þau kunna manni nú sjaldnast þakkir fyrir ef maður rýkur upp og ver þau
Eigðu góðan dag í búðunum en passaðu bara að ofgera ekki þér, spúsanum eða buddunni

, 7.12.2008 kl. 10:33
Úff ég er líka svona ljónynja, en er búin að læra að leyfa þeim að leysa sín mál sjálf, ansi lengi vildi ég gera ALLT. Kær kveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 7.12.2008 kl. 12:10
Gott að engin slasaðist. Góðan sunnudag.
Ía Jóhannsdóttir, 7.12.2008 kl. 12:45
Ragna mín: Já þetta er eiginlega svolítið skrítið
Gat farið verr samt
Eigðu sömuleiðis góðan jólastússdag
Dagný mín: Þau vilja auðvitað ekkert að mamma sé að koma og passa þau
Takk mín kæra, ég passa mig eða eins og þar stendur: Skrattinn sér um sína

Ásdís mín: Æi erum við ekki allar svona, erfitt að sleppa
En við lærum smám saman

Ía mín: Já það skiptir öllu
Góðan sunnudag handa þér líka
Jónína Dúadóttir, 7.12.2008 kl. 12:52
Æi hvað ég skil ljónynjuna í þér, maður slæst fyrir börnin sín framm í rauðan dauðan. Eigðu góðan dag Jónina mín
Kristín Gunnarsdóttir, 7.12.2008 kl. 15:07
jæja það var þó lán í óláni að enginn slasaðist
en við verðum svo að láta börnin sjá sjálf um sín mál
en styðja þétt við bakið á þeim
Dísa (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 18:11
Gleðilegan sunnudag og:
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 7.12.2008 kl. 18:56
Mikið skil ég þetta með ljónynjuna í þér, er svona sjálf og þarf heldur betur stundum að taka í hnakkadrambið á sjálfri mér þegar ég vill bjarga öllu fyrir börnin mín, en ætli maður verði ekki að leyfa þessum elskum að takast á við sín mál sjálf því öðruvísi ná þau ekki sjálfstæði.
Knús inní góða helgarrest mín kæra.
Helga skjol, 7.12.2008 kl. 19:05
Góðan sunnudag
Gunnar Helgi Eysteinsson, 7.12.2008 kl. 19:58
Ótrúlegt hvað eðlið er lengi hangandi í okkur konunum
. Vonandi gekk verslunin vel hjá þér og sömuleiðis verkstýringin á spúsa þínum, hafðu það gott mín kæra
Sigríður Jóhannsdóttir, 7.12.2008 kl. 20:07
Vonandi gekk verslunarferðin vel hjá þér. Ekki gaman að lenda í árekstri.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 7.12.2008 kl. 21:37
Kristín mín:

Dísa mín: Mikið rétt
Jóhanna mín: Ekki málið

Helga mín: Nákvæmlega

Gunnar minn: Þakka þér fyrir og vona að þinn hafi verið það líka
Sigga mín: Sammála og takk fyrir mín kæra, verkstýringin gekk að sjálfsögðu að óskum

Skattborgari: Þakka þér fyrir, nei það er aldrei gaman að lenda í árekstri, bara gott að ekki fór illa
Jónína Dúadóttir, 8.12.2008 kl. 08:36
Auðvitað smá súrt að vera í órétti en eins og þú sagðir, þá er gott að engin slys urðu. Gangi þér vel í verslunarleiðangri
Knús héðan úr smá-jólasnjónum

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 8.12.2008 kl. 10:25
Annars er það náttla bara hluti af jólastússinu - að gefa gestum kaffisopa/kakósopa og .. kanelsnúða.
Verð að segja það að í minni geymslu eru jólakassar líka mun fyrirferðameiri en annað dót. Safna reyndar ótrúlega litlu dóti að mér - gef það alltaf til þeirra sem eru að byrja að búa í fjölskyldunni - og þeir eru margir á hverju ári eiginlega. Þannig spara ég mér uppfulla ruslageymslu og ferðir í sorpu með dót - og ég kem meira af jólaskrauti fyrir þar!!!
En satt - ótrúlega ósanngjarnt hjá þessum bjevuðu tryggingafélögum að horfa alltaf í reglur og lög - í bókina - en horfa ekki á aðstæður og meta óhöpp og slys út frá því ... darnitt!
En, er búinn að lauma einum stórum kassa - fullum af knúsum - uppá háaloft hjá þér - vittu til - næst þegar þú ferð uppá háaloft - þá mun kassinn opnast og knúsin munu æða yfir þig alla - samkvæmt minni skipun! Sem sagt - óð knús all over you sweetypie!
Tiger, 8.12.2008 kl. 15:31
Sigrún mín: Knús til baka til þín

Högni minn: Ég er auðvitað búin að klifra upp á háaloft og opna kassann með knúsunum
Hvað gerir maður ekki fyrir (g)óð knús

Jónína Dúadóttir, 8.12.2008 kl. 18:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.