Mér var rænt í gær...

... af lyftu, en skilað mjög fljótlega aftur samt...Wink Lyftur eru vissulega þarfaþing, bæði fyrir þá sem eiga erfitt með að labba stiga og eins fyrir letingja eins og mig, sem eiga erfitt með að hugsa sér að labba stigaWhistling Mér er samt frekar illa við lyftur og sérstaklega þær sem framleiða skringilegan hávaða, hristast og hoppa og virðast auk þess hafa sjálfstæðan vilja... Í einni blokk sem ég þarf oft að fara í er þannig lyfta... í gær fór ég inn í skriflið og ýtti á 4 og hún skrölti af stað með hávaða og látum... svo stoppaði hún og ég flýtti mér út, en kannaðist þá ekkert við mig...Undecided Og á meðan ég var að átta mig á því hvar ég var, lokaðist lyftuhurðin og ég sá að ég var niðri í kjallara...Shocking Okídókí, ekki beinlínis óskastaðan skal ég segja ykkur, ein í ókunnugum, dimmum kjallara að kvöldi til og lyftan á leiðinni upp á fjórðu hæð...Crying Og ég hafði ekki grænan grun um, bak við hverja af þeim ótal hurðum sem ég sá glitta í í myrkrinu gæti leynst stigi, sem ég gæti þá notað í neyð minni... Ég fann ljósarofann en peran var ónýt... allt í stílPinch Ég fór þá mjög rólega og yfirvegað að fá fyrst gæsahúð á bakið, síðan handleggina og svo breiddist hún út um allt...Frown Réðist mjög pent og dömulega á lyftutakkaskrattann og hamaðist á honum, þangað til lyftan ákvað að koma loksins niður til mín... en fyrst fór hún upp á fjórðu, svo niður á aðra, aftur upp á fjórðu og svo eftir dúk og disk niður í kjallara og ég losnaði úr kjallaramyrkursprísundinniLoL Þá var farinn að vaxa gæsadúnn á bakinu á mér... ég get næstum því svarið þaðTounge Annars ferlega góð inn í daginn og er að fara í þessa sömu lyftu núna á eftir og hlakka ekkert rosalega mikið til sko... en auðvitað alltaf gaman að upplifa eitthvað nýtt...Grin Gangið glöð inn í góðan dag elskurnar mínar og munið brosinHeart Smile    

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Þetta var farið að hljóma eins og besta spennu(morð)saga

Eigðu góðan dag Jónína mín

Huld S. Ringsted, 9.12.2008 kl. 07:33

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Huld mín: Ahhh... já eiginlega svolítið spennandi... sko eftir áEigðu líka góðan dag mín kæra

Jónína Dúadóttir, 9.12.2008 kl. 07:37

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég ætlaði að skrifa sama og Huld... Jónína: þú ert góður penni.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 9.12.2008 kl. 07:48

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Gunnar minn: Þakka þér fyrir minn kæri

Jónína Dúadóttir, 9.12.2008 kl. 07:59

5 identicon

Úff þarf nú minna en þetta til að mér vaxi fjaðrir...en gott þetta endaði vel hehe...eigðu góðan dag heillin mín

Jokka (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 08:32

6 Smámynd: Einar Indriðason

Vertu fegin að hafa ekki fundið langan gang, lýstan upp af hálfbiluðum flúrperum... því, ef þú hefðir gengið þann gang... þá hefðu flúrperurnar farið að slökkva á sér... í takt við þig!  MÚHAHAHAHA!!!

(eða eitthvað....) 

Einar Indriðason, 9.12.2008 kl. 08:34

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jokka mín: Gott að það eru til fleyri svona "hetjur" eins og égLjúfan dag elskið mitt

Einar minn: Ég get ekki líst því hvað ég er fegin....

Jónína Dúadóttir, 9.12.2008 kl. 08:47

8 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ía Jóhannsdóttir, 9.12.2008 kl. 08:55

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ragna mín: Knús inn í þinn dag líka

Ía mín:

Jónína Dúadóttir, 9.12.2008 kl. 09:48

10 Smámynd:

Upprennandi Agata Christie hér á ferð  Lyftur eru viðsjálverð kvikindi og betra stundum (og hollara  ) að príla stigann  Gott að lyftan skilaði þér heilli. Eigðu góðan dag

, 9.12.2008 kl. 09:48

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Dagný mín: Vá... ekki leiðum að líkjastÉg veit það er hollara að príla stigana, en prófaðu að segja letinni í mér það... hún er alvarlega heyrnarskertGóðan dag handa þér líka

Jónína Dúadóttir, 9.12.2008 kl. 09:51

12 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Lyftur geta verið scary, hér er ein sem er þó oftast í lagi, bilar helst ef ég á erfitt með að labba upp og niður svo ég held mig bara uppi á biluðum dögum.  Krúttkveðja til þín og mundu að kíkja út næst áður en þú labbar út úr lyftunni 

Ásdís Sigurðardóttir, 9.12.2008 kl. 13:33

13 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásdís mín: Ég er vön að kíkja fyrst...Hafðu það gott mín kæra

Jónína Dúadóttir, 9.12.2008 kl. 13:40

14 Smámynd: Skattborgari

Þetta hefur verið virkilega skemmtileg lyfta. Verst að það var ekki líkkista í kjallaranum þá fyrst hefðir þú orðið hrædd.

Taka stigann framvegis Gamla.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 9.12.2008 kl. 21:26

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Skelfileg tilhugsun að lokast inni í lyftu amk. í Empire State og álíka skýjakjúfum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.12.2008 kl. 21:40

16 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Skattborgari: Æðisleg lyfta skal ég segja þér, en mér er alveg sama um líkkistur, þær eru í flestum tilfellum fallegir kassarreyni að muna að fara stigann næst litli kútur

Jenný mín: Vissulega...Ég þakka fyrir að það eru mest 7 hæðir hérna

Jónína Dúadóttir, 9.12.2008 kl. 22:29

17 Smámynd: Birna Dúadóttir

Birna Dúadóttir, 9.12.2008 kl. 23:03

18 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Iss, ertu þá farin að reyta af þér fjaðrirnar líka. Skeggið farið, fjaðrirnar núna, hvað verður það næst...? Eins gott að lyftuskömmin kom aftur að sækja þig. Knús í nóttina þína

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 9.12.2008 kl. 23:06

19 identicon

verður ekki framhald af þessari spennu sögu næst þegar þú þarft að fara í þetta hús?

Dísa (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 23:06

20 Smámynd: Skattborgari

Jónína þú gæti endað í einni ef þú færð hjartaáfall þegar lyftan stoppar næst eða settur þig út á vitlausum stað.

Kveðja Útfararstjórinn.

Skattborgari, 9.12.2008 kl. 23:08

21 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Birna mín:

Sigrún mín: Sko ég veit ekki hvað meira ég get gert á þeim vettvangi... reyti ekki hárið, af því að ég er svo hársár og naga ekki neglur, af því að mér finnst það svo subbulegtKnús í daginn

Dísa mín: Það sjálfsagt endar með því að lyftan og ég verðum bara vinir....

Skattborgari: Þá er gott að þekkja góðan útfarastjóra

Jónína Dúadóttir, 10.12.2008 kl. 06:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband