... þegar jólin fara að nálgast...
Verð alltaf í nokkra daga, agalega löt, andlaus, hyskin, aðgerðarlaus og fleira má nú sjálfsagt telja til sögunnar, en mér líður svakalega vel og hlakka mikið til jólanna eins og alltaf
Kannski er þetta ekki letikast, kannski er þetta bara það, að ég er að njóta... og læt það duga, sem sagt skynsemiskast... vonum seinna...
Finn samt að þetta ástand er að fjara út, hvað svo sem það svo kallast og núna ætla ég að fara að hengja upp myndirnar, sem ég tók upp úr síðustu kössunum okkar um daginn og klára að setja upp jólaljósin. Ljósin slöknuðu á fallega jólahúsinu mínu, logar ekkert nema á litlum ljósastaur, en þegar ég fór að fikta í því fann ég út að það er líka spiladós í því ! Gaman
Það var svo yndislegur útgerðarmaður austan af landi sem sagði mér að peran væri bara farin... mér var nefnilega ekki búið að detta það í hug, hélt það væri ónýtt
Ég hafði bara aldrei hugsað út í innvolsið í þessu, naut þess bara að hafa kveikt á því, en það er nú ferlega einfalt að þar sem er ljós er trúlega pera...
Hvítu jólin sem Siggi Stormur er búinn að spá hér á norðurhjaranum, eru ekkert mjög sannfærandi akkúrat núna... það er hláka. En jólin eru nú ekki alveg komin svo það gæti átt eftir að lagast ef ég þekki íslenska veðráttu eitthvað. Spúsi minn klárar restina af flísalögninni í eldhúsinu í dag, það er svo æðislegt að hafa svona marga iðnaðarmenn í einum manni
Og þá á eftir að "fúgga" eða hvernig svo sem það er skrifað og henda upp jólagardínunum sem ég er búin að hanna... þau voru til í poka uppi á háalofti hef greinilega einhvertímann í Fjallinu, keypt efni "til vara"... alltaf í forvörnunum
Eigið nú dásamlegan dag elskurnar mínar allar, það ætla ég líka að gera










Flokkur: Bloggar | 10.12.2008 | 07:33 (breytt kl. 07:36) | Facebook
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gunnar Helgi Eysteinsson, 10.12.2008 kl. 07:40
Mikið vildi ég að ég gæti verið svona löt, langar stundum mikið til að bara gera ekki neitt. En það er víst ekki í boði, mér er nær að asnast til að opna verslun
Gangi þér vel að hanna jólagardínurnar og eigðu góðan dag 
Huld S. Ringsted, 10.12.2008 kl. 07:41
Gunnar minn: Takk fyrir komuna
Huld mín: Ég hef aldrei verið fegnari en eftir að ég hætti sem atvinnurekandi og gerðist eingöngu launþegi
Eigðu góðan dag mín kæra og gangi þér vel í jólaversluninni
Jónína Dúadóttir, 10.12.2008 kl. 08:02
Ég má ekki vera að því að vera löt fyrr en eftir helgi en þá ætla ég að taka smá letikast í nokkra daga, það er nefnilega alveg nauðynlegt fyrir sálartetrið Jónína mín.
Ía Jóhannsdóttir, 10.12.2008 kl. 08:58
Ía mín: Jú algerlega bráðnauðsynlegt, gangi þér vel þangað til þú finnur þér tíma til að vera löt

Jónína Dúadóttir, 10.12.2008 kl. 09:02
Það er alltaf gott að liggja í leti öðru hvoru.
Vonandi verða rauð jól í Reykjavík leiðist snjórinn.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 10.12.2008 kl. 09:27
Hva? Þarf að skipta um perur í svona...hahahahahaha
þú ert snillingur ljúfan, eigið góðan dag
Jokka (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 09:37
Letiköst hafa þann tilgang að hvíla mann fyrir dugnaðarköstin
, 10.12.2008 kl. 09:42
Hér er þetta ekki spurning og leti eða dugnaðarköst, ég geri bara ekkert og reyni að njóta aðstæðna. Kærleikskveðja til ykkar.
Ásdís Sigurðardóttir, 10.12.2008 kl. 09:59
Skattborgari: Ég er löngu búin að komast að því að leti er holl
Það er spáð rauðum jólum fyrir sunnan, hvítum hér
Ragna mín: Já við hressumst
Knús inn í þinn dag líka
Jokka mín: Er eitthvað verið að gera grín að snilligáfu minni ?
Eigðu líka góðan dag elskið mitt
Dagný mín: Þú ert náttulega snillingur, auðvitað hefur allt tilgang... letin líka
Jónína Dúadóttir, 10.12.2008 kl. 10:01
Ásdís mín: Og láttu þér líða vel með því, þú ert örugglega búin að vinna fyrir því
Kærleikskveðja til þín líka
Jónína Dúadóttir, 10.12.2008 kl. 17:53
Ekkert letital Ninna mín, ég veit þú ert ekki löt
, bara þarft stundum að hvíla þig eins og við hin
. Hafðu það gott í hvíldarkastinu
Sigríður Jóhannsdóttir, 10.12.2008 kl. 19:57
Sigga mín: Hvíldarkast... ég er í hvíldarkasti, snilldarorð
Þakka þér fyrir mín kæra
Jónína Dúadóttir, 10.12.2008 kl. 20:03
Allur er varinn góður. Flott að finna "nýtt" efni í geymslunni svona í kreppunni
Gangi þér vel að hanna gardínurnar. Getur eflaust hugsað um þær meðan þú ert í hvíldarkastinu 
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 10.12.2008 kl. 22:16
Það er náttúrulega málið - eins og þú segir - að þú ert bara að stinga niður fæti og njóta - maður má ekki vera bara stanslaust duglegur og gleyma að njóta alls þess sem dugnaðurinn hefur komið í verk .. ekki satt?
Jú, þú ert heppin skessan þín ... með heilan iðnaðarmannahóp í einum leppalúða - og gamlar tuskur uppi á háalofti sem þú getur töfrað fram sem jólagardínur! Líklega er "Göldrótt" réttnefni en ekki heppni .. en nýtin og fyrirsjáanleg ertu eins og alltaf! ... *glott*!
Hendi hér með í þig nokkrum nýbökuðum kanelsnúðum - með knúsum í en engum kanel (ný uppskrift sko, leyniuppskrift) ... sem sagt nokkur kanellaus snúðaknús! *splatch*....
Tiger, 11.12.2008 kl. 01:38
Sigrún mín: Jú takk fyrir mín kæra, nú á bara eftir að framkvæma hönnunarvinnuna

Högni minn: Heppilega göldrótt skessa
Takk fyrir kanellausu snúðaknúsin, þau ylja
Jónína Dúadóttir, 11.12.2008 kl. 06:08
Ohhhh hvað ég vildi geta verið löt, frekar en þreytt, nú keyri ég um á allri þeirri varaorku sem ég á bara spurning um hvænar hún klárast.
Knús á þig mín kæra
Helga skjol, 11.12.2008 kl. 06:33
Helga mín: Þú átt til miklu meiri orku en þú veist um, þú kemst að því þegar þetta er allt saman yfirstaðið
Jónína Dúadóttir, 11.12.2008 kl. 06:54
Er búin að vera í allt of löngu letikasti! .. þarf að fá dugnaðarkast.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 11.12.2008 kl. 12:02
Er ekki lika gott að vera í letikasti annað slagið Jónína mín. Kærleikur til þín
Kristín Gunnarsdóttir, 11.12.2008 kl. 12:32
Jóhanna mín: Þú varst í hvíldarkasti, það er það sem þetta heitir

Kristín mín: Jú það er alveg nauðsynlegt fyrir geðheilsuna mína

Jónína Dúadóttir, 11.12.2008 kl. 20:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.