Laufabrauðsdagur í dagEldhúsið mitt er orðið hreint og fínt og aftur orðið óhætt að koma þar inn með matvörur. Jólagardínurnar eru þær sömu og ég hafði fyrir einum litlum glugga í eldhúsinu okkar í Fjallinu... það er eins og ég hafi verið svolítið ýkt í efniskaupum, fyrst ég get látið þær ná vel fyrir tvo stóra glugga núna
Ég var búin að gleyma að ég hafði verið með þær á síðustu jólum, sá það dauðóvart á myndum og ég tók líka myndir núna og setti inn í albúmið hérna á síðunni, þá get ég séð fyrir næstu jól hvaða gardínur ég var með og þarf þá ekki að rangla um í búðum, leitandi að því sem mig vantar svo bara alls ekki
Það fór lítið fyrir verslunarleiðangrinum mínum í gær, bara eitt orð yfir ástæðuna fyrir því: gestir. Það lagast, ég hef tveggja tíma hádegishlé minnsta kosti þrjá daga í næstu viku og þá á ég að geta komið einhverju í verk...
Ég er svolítið í vandræðum með að eyða þessum hálfa mánuði sem ég á ennþá eftir af sumarfríinu mínu...
En ef afleysingin mín skyldi nú samþykkja það, þá ætla ég að taka mér sumarfrí í kvöldvinnunni, vikuna yfir nýjárið, þá á ég að vinna og svo þennan tvo og hálfan dag í dagvinnunni líka... vonandi
Með því móti gæti ég verið að horfa fram á lengsta jólafrí sögu minnar í þessari vinnu, ég vinn nefnilega alltaf fram að hádegi á aðfangadag og gamlársdag, svo jólafríin hafa nú ekkert verið að þreyta mig hingað til
Eigið góðan dag í dag og látið ykkur líða eins vel og hægt er
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hrikalega er eldhúsið þitt flott.
Knús inn góðan Sunnudag mín kæra.
Helga skjol, 14.12.2008 kl. 09:48
Flott hjá ykkur
Erna Evudóttir, 14.12.2008 kl. 09:54
Flott eldhús ma'r
Og gardínurnar koma vel út. Eigðu góðan dag mín kæra 
, 14.12.2008 kl. 10:19
Oh dásamlega flottar gardínur og eldhús
verð að reyna að kíkja í tebolla í vikunni!
Eigðu góðan dag heillin mín
Jokka (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 10:38
Helga mín: Þakka þér fyrir, ég er svakalega ánægð með það
knús til baka
Erna mín: Takk litla systir, þú færð að sjá það sjálf tuttugasta og eitthvað...
Dagný mín: Takk fyrir það mín kæra
Eigðu líka góðan dag
Jokka mín: Takk elskið mitt, þú ert velkomin nær sem er

Jónína Dúadóttir, 14.12.2008 kl. 10:46
Ragna mín: Þakka þér fyrir mín kæra

Jónína Dúadóttir, 14.12.2008 kl. 11:24
Förum í laufabrauðið í næstu viku en það kom ljúgandi yfir hafið frá Grenivík. Jammí....sérstaklega þetta sem er með kúmeni.
Njóttu flotta eldhússins í botn!
Ía Jóhannsdóttir, 14.12.2008 kl. 12:08
Ía mín: Alltaf gaman í laufabrauði, það var nú einmitt á Grenivík sem ég kynntist því fyrst
Eigðu góðan dag
Jónína Dúadóttir, 14.12.2008 kl. 13:11
Það er rosalega jólalegt og fallegt hjá ykkur. Til lukku með þetta flotta eldhús. Krúttkveðja norður
Ásdís Sigurðardóttir, 14.12.2008 kl. 13:16
Ninna var ekki gert laufabrauð á æskuheimili þínu? En eldhúsið þitt er æðislegt! Hafðu það gott ljúfan mín
Sigríður Jóhannsdóttir, 14.12.2008 kl. 14:24
Af einum glugga og yfir í tvo??? Halló, var hann stór?
Ferlega jóló hjá þér.
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.12.2008 kl. 15:31
Ásdí mín: Þakka þér fyrir og sendi krúttkveðju um hæl til þín
Sigga mín: Vissi varla að það væri til fyrr en ég kom úteftir
Takk mín kæra og sömuleiðis
Jenný mín: Neibb, hann var meira að segja minni en minni glugginn sem ég er með núna...
Já er´etta ekki bara jóló
Jónína Dúadóttir, 14.12.2008 kl. 16:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.