Var að lesa frétt...

... um að drottningin í Bretlandi vill að konungsfjölskyldan spari pínu...Cool Hún er í fréttinni talin frekar sparsöm sko, passar að það sé aldrei ljós í tómum herbergjum í höllunum og svoleiðis og það má ekki henda afgöngum frá máltíðum... munar ábyggilega miklu fyrir breskan almenningWhistling Gott mál auðvitað, en það sem mér fannst furðulegast í þessari frétt var, að það fylgjast einhverjir snillingar svo hroðalega nákvæmlega með klæðaburði þeirra hjóna, að það var sérstaklega fært í letur að maðurinn hennar bruðlar ekki mikið í fatnaði og gengur stundum í buxum sem voru keyptar fyrir 30 árum... Woundering Hvernig er hægt að muna eftir einhverjum einum sérstökum buxum ?W00t Ég þyrfti að fá þessa snillinga til að skrá það sem ég keypti mér bara í fyrra... þá hefði ég til dæmis ekkert þurft að vera að rangla um í búðum til að leita að jólagardínum sem ég hélt ég ætti ekki...Blush Annars góð baraGrin Hér er til fullt af laufabrauði og ekkert því til fyrirstöðu að halda jól, fyrir utan þá staðreynd kannski að það er ennþá bara 15. desemberJoyful Enda liggur mér ekkert á, það er svo gaman að hlakka til og pakkinn til sænsku stelpnanna minna, dóttur minnar og tengdadóttur, fer ekki af stað fyrr en í dag að gömlum séríslenskum jólasið mömmu/tengdamömmuTounge Nú ætla ég að fá mér nokkur köff í viðbót og græja mig svo inn í daginn, sem ég vona innilega að verði ánægjulegur fyrir ykkur öllSmile Heart  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Ég verð aldrei almennileg drottning,passa aldrei nógu vel upp á "rafið"Og á enga 30 ára gamla "hálermaboli" Annars er ég góð

Birna Dúadóttir, 15.12.2008 kl. 07:11

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Birna mín: Skandall...

Jónína Dúadóttir, 15.12.2008 kl. 07:16

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ragna mín: Nei, bara besta mál sko

Jónína Dúadóttir, 15.12.2008 kl. 07:28

4 Smámynd: Skattborgari

Að þurfa að taka Það fram að hann gangi í 30ára gömlum buxum er rugl. Gott að láta ekki ljós loga allstaðar því að það er dýrt þegar maður er með nokkur hundruð herbergi.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 15.12.2008 kl. 08:57

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Skattborgari: Já mér finnst það líka ruglRökrétt þetta með rafmagnið þó

Jónína Dúadóttir, 15.12.2008 kl. 09:17

6 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hress að vanda Jónína min.  Njóttu dagsins.

Ía Jóhannsdóttir, 15.12.2008 kl. 10:41

7 identicon

Blessuð gamla mín hress og kát eins og vanalega

Dísa (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 11:40

8 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Er ekki drottníngin rikasta kona heims, það hef ég heirt, henni veitir ekki af að spara. Kærleikskveðjur til þín, ætið hressa kona

Kristín Gunnarsdóttir, 15.12.2008 kl. 14:30

9 Smámynd:

Einhver sagði mér einhverju sinni að þeir ríku væru duglegri að passa upp á smápeningana en þeir ekki eins ríku - kannski væri það þess vegna sem þeir væru ríkir  Og annar hefur sagt mér að þann sem aldrei munar um neitt geti ekki vænst þess að eignast neitt. OjOjOj - leiðinlegt svona fólk  Um að gera að njóta þess litla sem til er meðan það er til  

, 15.12.2008 kl. 20:32

10 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Ekki öfundsvert kóngafólki hvar sem það er í veröldinni. Ef það gengur í gömlu eða svo mikið sem lætur sjá sig tvisvar í sömu flíkinni verður fólk hneykslað, ef það bruðlar er það líka skammað fyrir það. Gott hjá karli að ganga í 30 ára buxum, eins og við vitum fer tískan í hringi og kannske þær séu bara aftur komnar í tísku. Hins vegar er það sældarlíf að þurfa ekki að hafa áhyggjur af öðru en því sem öðrum finnst svo?????

Hafðu það gott ljúfan og skilaðu kveðju til dótturinnar ef þú heyrir í henni

Sigríður Jóhannsdóttir, 15.12.2008 kl. 21:14

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ía mín: Engin ástæða til annars, sömuleiðis mín kæra

Dísa mín: Kann ekki að vera öðruvísi

Kristín mín: Kærleikskveðjur til þín líka

Dagný mín: Segi það með þér

Sigga mín: Buxurnar sem ég er í núna líta alveg út fyrir að vera minnsta kosti 30 ára og mér er svo sama hvað einhverjum öðrum finnst um þær  Takk og sömuleiðis og ég skila því vina mín

Jónína Dúadóttir, 15.12.2008 kl. 21:52

12 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Mér gæti ekki verið meira sama hvað buxurnar hans eru gamlar. Bara gott mál ef fólk er nýtið. En annars ótrúlegt hvað hægt er að velta sér upp úr öllu

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 16.12.2008 kl. 10:07

13 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sigrún mín: Svoooooo sammála

Jónína Dúadóttir, 16.12.2008 kl. 16:02

14 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 16.12.2008 kl. 18:05

15 identicon

Auðvitað er maður með á hreinu í hverju breska kóngafólkið hefur verið í gegnum tíðina! Öss marr...

Jokka (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 19:51

16 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásdís mín: Jamm...

Jokka mín: Já erhaggi bara

Jónína Dúadóttir, 16.12.2008 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband