Eftir nýrri erlendri rannsókn að dæma getur beinlínis verið hættulegt að horfa of mikið á rómantískar gamanmyndir... áhyggjuefnin eru víðaEkki það að ég sé í neitt mjög ofarlega á skalanum í þeim áhættuhópi, takandi mið af því að ég nenni yfirleitt ekki að horfa mikið á sjónvarpið og svo á ég líka sambýlismann sem er álíka rómantískur og gaddavírsgirðing með stífkrampa... og sjónvarpsgláp fjölskyldumeðlima þessa húss tekur svolítið mið af því
Veriði róleg, ég segi aldrei neitt um hann sem ég segi ekki við hann og hann hlær að þessu... að sjálfsögðu, enda er það líka tilgangurinn með svona bulli
Eldhúsið okkar er núna alveg tilbúið ! Komnir gólflistar og ýmis smáatriði sem við áttum eftir frá í sumar, þegar mesti eldmóðurinn rann loksins af okkur í húsuppbyggingunni
Það er líka orðið yndislega jólalegt, nema það eru engin jólaljós í gluggunum, en þau komast upp núna á eftir þegar ég er búin að finna límbandsrúlluna...
Ég er löngu hætt að nenna að nota sogskálar við að setja seríurnar í gluggana, þær duttu alltaf niður og mér líkar það ekki
Öll ljósin mín eru núna föst á sínum stöðum og það er svona ykkur að segja, fljótlegra að líma þau upp en að taka þau niður aftur, en það er seinni tíma vandamál... enda ekki að fara að taka þau niður fyrr en á næsta ári
Ég er alltaf að fá uppáhaldsjólaspurninguna mína þessa dagana: "Ertu búin að öllu fyrir jólin ?" Og alltaf svara ég með uppáhaldsjólaspurningarsvarinu mínu:"Jahérnajájájá" og uppsker allskonar skemmtileg svipbrigði, sérstaklega frá eldri konum
Ég ætla nú ekkert að halda því fram að það sé í öllum tilvikum einlægur aðdáunarsvipur sem kemur á þær... ég gruna þær sumar um að halda að ég sé bara eitthvað skrítin
Að öllu þessu bulli loknu, ætla ég að óska ykkur alls góðs inn í daginn og fara að leita að límbandsrúllu...
Flokkur: Bloggar | 17.12.2008 | 07:19 (breytt kl. 07:55) | Facebook
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ragna mín: Þeir eru flottir, góð lýsing á þínum
Eigðu góðan dag í hvítri fegurð
Jónína Dúadóttir, 17.12.2008 kl. 07:54
Sogskálarnar virka ef ú setur smá vatn á þær áður en þú skellir þeim á rúðuna. Svo getur verið að rúðurnar þínar séu bara of hreinar dúllan mín hehehe...annars notaði maður jú límbandið í denn .
Eigðu góðan jólaundirbúningsdag!
Ía Jóhannsdóttir, 17.12.2008 kl. 08:54
Ía mín: Kannski hef ég bara ekki næga þolinmæði með sogskálunum... það er nóg að bara ein detti sko...
Eig þú líka góðan jólaundirbúningsdag

Jónína Dúadóttir, 17.12.2008 kl. 09:20
Gangi þér vel að lima upp seríurnar Jónína mín. Kærleikur til þín
Kristín Gunnarsdóttir, 17.12.2008 kl. 09:59
..ég nenni yfirleitt ekki að horfa mikið á sjónvarpið og svo á ég líka sambýlismann sem er álíka rómantískur og gaddavírsgirðing með stífkrampa...
Ég frussaði teinu mínu næstum yfir lyklaborðið kona yfir þessari setningu hahahahaha
þú ert snilldarpenni ezzkan, bið að heilsa gaddavírsgirðingunni þinni
verð að fara að kíkja á þig kona!
Eigðu góðan dag og farðu varlega í jólaseríuupphenginunni tíhí..
Jokka (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 10:14
Kallinn er búinn að græja allar seríur hér, setur bara litla króka í hornin, sem eru svo bara kjurrir milli ára. Snjóboltakveðja norður
Ásdís Sigurðardóttir, 17.12.2008 kl. 14:24
Ég þarf eiginlega ekkert að setja upp jólaseríur, allir nágrannar mínir eru með svooooo mikið af allskonar jólaskrauti að það lýsir upp bæinn, mitt hús líka
Erna Evudóttir, 17.12.2008 kl. 15:37
Kristín mín: Þakka þér fyrir og sömuleiðis
Jokka mín: Subba
Farð´að drífa þig í heimsókn elskið mitt
Jónína Dúadóttir, 17.12.2008 kl. 17:06
Ó ég er svoddan sökker fyrir rómantískum myndum - sennilega þess vegna sem mér helst ekkert á eiginmönnum
Og jólaseríur fara ekki í mína glugga - hef enga þolinmæði í svoleiðis - bara aðventuljós sem er sett út í glugga og stungið í samband
Góðan jólaundirbúning 

, 17.12.2008 kl. 17:07
Ásdís mín: Við höfum aldrei haldið jól í þessu húsi áður, fluttum hingað í apríl þess vegna er ekkert varanlegt komið upp
Bestu kveðjur til þín líka
Erna mín: Þú kannt að spara í kreppunni
Jónína Dúadóttir, 17.12.2008 kl. 17:08
Dagný mín: Þú passar þá inn í rannsóknina
Nei nei bara grín
Gangi þér vel með aðventuljósið

Jónína Dúadóttir, 17.12.2008 kl. 17:10
Límbandið komið hér, gafst líka upp á sogskálum, reyndi líka vatn en það dugði ekki, kannske mínar rúður hafi verið of óhreinar
. Kötturinn er í óðaönn að taka seríurnar niður fyrir mig, mér til lítillar ánægju
. Eru allir íslenskir karlar gaddavírsgirðingar með stífkrampa? Minn er þannig sko.
Hafðu það svo gott áfram ljúfan mín
Sigríður Jóhannsdóttir, 17.12.2008 kl. 17:26
Ég þori veðja að ég sé enn verri en gaddavír þegar kemur að rómantískum stundum.
Gáfulegt að nota límbandsrúllur. Mæli með 50mm pakkningarlímbandi sem er virkilega gott og slitsterkt.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 17.12.2008 kl. 20:26
Ég festi sjálf upp mínar seríur í gluggana þetta árið. Í fyrsta skipti reyndar.
Ég nenni ekki lengur að vera undir það seld að bíða eftir að kallinn sé tilbúinn.
Og núna ætla ég að brjótast inn í geymsluna og gera það sjálf. Týndi nebblega lyklunum.
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.12.2008 kl. 21:03
Jæja Ninna mín! Ég er óskaplega svag fyrir rómantískum gamanmyndum og í þessum fræga lista eru nokkrar sem eru í miklu uppáhaldi hjá mér. En það verður seint sagt að ég sé einn af þessum allra rómantískustu... Helga kveikir á kertum og slekkur ljós... og ég kveiki ljós... bölvandi yfir þessari torfkofamenningu að ráfa um með hvíta stafinn sjáandi ekki sína nánustu og það árið 2008 - Þú skilur hvað ég á við
- Þannig að samkvæmt þessari kenningu hef ég örugglegq ekki svo mikið sem kasta kveðju á frúna árum saman en af því að batnandi mönum er best að lifa... þá bið ég bara að heilsa henni ef þú rekst á hana.
Kveðja í hasarmynda-heiðardalinn
Þorsteinn Gunnarsson, 17.12.2008 kl. 22:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.