Og aulaverðlaun ársins fær:

Engin önnur en... ég...Blush Ég sit hérna við tölvuna í frekar óþægilegri stellingu með bundið um vinstri ökklann og finn til... bæði í ökklanum, stóru tánni á hinum fætinum og svo smá á sálinni líka...Halo   Verðlaunaaulinn er hölt á báðumShocking Um 7 leitið í gærkvöldi var ég að koma út úr vinnuhúsi, bara í rólegheitunum, en gleymdi einni tröppu og tókst með alveg einstakri snilld að böggla undir mér báða fætur... GetLost Ég lá emjandi smá stund fyrir utan húsið, örugglega bæði virðulegt og smart, ákvað svo að þetta mundi lagast af sjálfu sér og hökti af stað út í bíl. Það bjargaði miklu að ég er svo sérvitur að ég vil bara sjálfskipta bíla, þannig að það var ekkert mál að komast á milli húsannaTounge Fór á tvo staði og hef aldrei verið svona lengi úr bíl og inn í hús, ég fann svo til, en þegar ég var komin á enn einn staðinn, þar sem ég hefði þurft að klöngrast upp á aðra hæð í raðhúsi, gafst ég upp fyrirfram, fór að skæla, hringdi á afleysingu, sótti spúsa og við fórum á slysóSideways Skringilegur staður slysavarðstofa... þar tekur allt hálftíma... bíða hálftíma frammi, annan hálftíma inni eftir lækni, enn einn hálftíma til að komast inn á röntgen og getiði bara... hálftíma bið inni á röntgen, myndatakan tók hálftíma, sami fjöldi af mínútum fór í að skoða myndirnar...Wink En bara korter samt að fá að vita að allt er óbrotið, slæm tognun, heima í viku góða, utan um fótinn, fram í hjólastól, borga og út í bíl. Læknaneminn sem skoðaði mig fyrst, spurði hvort ég hefði líka rekið höfuðið í ? "Ha, neinei, ég er bara svona skrítin" sagði ég auðvitaðTounge Hann var ósköp indæll en fannst ég ekkert fyndinLoL Annars sýndist mér þessi sem stóð þarna úti í horni á skoðunarstofunni hafa þurft að bíða þó nokkuð mikið lengur en bara hálftíma, hann var ekkert nema beinin og ekki nokkur leið að halda uppi samræðum við hann, sama hvað ég reyndiGrin Ég vil svo þakka öllum sem stóðu að björgun minni... nei nei ég ætla að hætta þessu bulli og hökta af stað fram á klósett og vona að ég nái þangaðWhistling Eigið góðan dag elskurnar mínar allarSmile Heart

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga skjol

Knús á þig mín kæra pg láttu þér batna

Helga skjol, 18.12.2008 kl. 08:23

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ragna mín: Æi já ég bogna kannski stundum... en brotna ekki svo auðveldlegaÞakka þér fyrir mín kæra og sömuleiðis

Helga mín: Þakka þér fyrir heillin góð og knús til baka

Jónína Dúadóttir, 18.12.2008 kl. 08:35

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ía Jóhannsdóttir, 18.12.2008 kl. 08:48

4 identicon

Elsku barn!

Jokka (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 08:49

5 Smámynd: Birna Dúadóttir

O Jónína Þ,þú ert æðiÞér tókst þetta aldeilis frábærlega

Birna Dúadóttir, 18.12.2008 kl. 08:59

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Æ leiðinlegt að heyra Jónína mín, vonandi lagast fóturinn fljótlega en njóttu þess á meðan að slaka á

Huld S. Ringsted, 18.12.2008 kl. 09:13

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ía mín:

Jokka mín:

Birna mín: Já var þetta ekki bara glæsilegt

Huld mín: Þakka þér fyrir, neyðist til að slappa af en það er nú ekki það versta sem getur hent fólk

Jónína Dúadóttir, 18.12.2008 kl. 09:49

8 Smámynd:

Úff. Gott að þú varst búin að öllu fyrir jólin   Æ - elskan - gerðu eins og læknirinn segir og láttu þér batna  

, 18.12.2008 kl. 09:53

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég slasaðist á fæti fyrir nákvæmlega ári síðan.  Fékk Heimskringlu í höfuðið þegar ég var að taka til í bókaskápunum.

Hm.... það var ekki ljúft.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.12.2008 kl. 10:37

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Dagný mín: Já segðu, heldurð´að sé nú munurTakk elskan, geri það

Jenný mín: Ég slapp þá betur en þú skinnið mitt, fékk ekkert í höfuðiðNei þetta er ekkert ljúft, en ekkert sem ekki lagast með þolinmæðinni

Jónína Dúadóttir, 18.12.2008 kl. 10:52

11 Smámynd: Einar Indriðason

Það er semsagt ekki nóg með að kötturinn þurfi veltigrind... Þú þarft veltigrind líka!

Einar Indriðason, 18.12.2008 kl. 11:58

12 Smámynd: Líney

Ái Á 

risaknús  til þíngóða við þetta að þú færð  smá hvíld og ró,verður maður ekki alltaf að  reyna að sjá jákvæðu   hliðarnar  ég reyni það alla vega  með mig,kærkomið og góð afsökun að  liggja uppí rúmi núna Láttu þér batna

kv Pollýannan í Sandgerði

Líney, 18.12.2008 kl. 12:19

13 Smámynd: Erna Evudóttir

Þú gerir nú bara allt til að sleppa við að fara í vinnuna Leggstu bara í leti, þú hefur gott af því

Erna Evudóttir, 18.12.2008 kl. 12:36

14 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Einar minn: Já ég þarf sko líka veltigrind

Líney mín: Hafðu það best Pollýanna mín

Erna mín: Æts... þú fattaðir það bara strax.....Ég leggst ekki alveg í leti sko, en mér finnst allt sem ég reyni að gera taki minnst korter

Jónína Dúadóttir, 18.12.2008 kl. 13:11

15 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Ææ en leiðinlegt. Þú verður bara að vera stillt næstu daga og láta þér batna. Kannski að þið deilið saman aulaverðlaununum þetta árið, þú og húsbandið mitt fótbrotna  Hafðu það gott og láttu stjana við þig

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 18.12.2008 kl. 15:08

16 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sigrún mín: Æi já frekar fúlt reyndarTakk vina mín, ég hef það eins gott og hægt er, eigðu gott kvöld

Jónína Dúadóttir, 18.12.2008 kl. 18:42

17 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Láttu þér nú batna mín kæra

Sigríður Jóhannsdóttir, 18.12.2008 kl. 19:03

18 Smámynd: Heiður Helgadóttir

En hvað þú ert óheppin mín kæra

Heiður Helgadóttir, 18.12.2008 kl. 19:35

19 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sigga mín: Takk væna mín, það er á planinu sko

Heidi mín: Æi já....

Jónína Dúadóttir, 18.12.2008 kl. 19:38

20 Smámynd: Skattborgari

En leiðinlegt að heyra þetta og gott að þú ert óbrotin gamla. Láttu þér nú batna.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 18.12.2008 kl. 19:50

21 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Skattborgari: Þakka þér fyrir barnið mitt

Jónína Dúadóttir, 18.12.2008 kl. 20:07

22 Smámynd: Skattborgari

Heyrðu þú kallar mig barn þó ég sé á 30aldri gamla.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 18.12.2008 kl. 20:14

23 identicon

Jónína slysarokkur þú velur þér tímann í þetta vonandi lagast þetta fljótt og vel knús knús

Dísa (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 20:25

24 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

ÆÆ, eina bótin að þú ert þá komin í jólafrí( ekki samt gaman að geta sig ekki hreyft.  

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 18.12.2008 kl. 22:02

25 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Skattborgari: Þú kallar mig gamla þó ég sé fimmtug

Dísa mín: Já ég veit það....Þetta lagat, ég fer í vinnuna á mánudaginn... vonandi

Dúna mín: Ekki alveg, við vinnum alltaf fram að hádegi á aðfangadag, svo ég get kannski náð 2 dögum í vinnu

Jónína Dúadóttir, 18.12.2008 kl. 23:29

26 Smámynd: Skattborgari

Jónína enda er farið að styttast í elliheimilið hjá þér en samt ekki alveg strax. Fáðu þér nú 1700 páfagauka fer svo lítið fyrir þeim greyjunum.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 19.12.2008 kl. 00:03

27 identicon

já er mín nokkuð bjartsýn?það er nú betra að lofa þessu að lagast alveg áður en þú ferð að vinna aftur punktur og p-basta

Dísa (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 01:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband