Það er nauðsynlegt fyrir hverja fjölskyldu...

... að eiga minnsta kosti eitt par af hækjum ! Þetta sagði afgreiðslumaður við mig fyrir 2 árum síðan þegar ég var að fara í aðgerð á fæti og ætlaði að leigja hjá honum hækjur í nokkrar vikur. Það var  mörgum sinnum ódýrara að kaupa þær en leigja, svo ég sló til. Síðan hef ég gert mikið grín að þessari yfirlýsingu hans, með hækjurnar kyrfilega geymdar upp á háalofti, en ekki lengur...BlushÉg virkilega þurfti á þessum andsk... verkfærum að halda í gær, annars hefði ég einfaldlega fengið rasssæri og það er ekki baun eftirsóknarvertGetLostÉg var fjarskalega þolinmóð með þessar græjur alveg fyrsta hálftímann í gærmorgun, en upp úr því fór nú gamanið að kárna... það var alveg sama hvar ég stoppaði, þetta fjandans drasl datt alltaf á gólfið og fann sér oftast ástæðu til að skoppa nógu langt frá mér svo ég þurfti virkilega að hafa fyrir því að ná þeim aftur...GrinLöngu fyrir hádegi voru hækjurnar orðnar mínir verstu óvinir og ég var næstum því hætt að finna til í fótunum... ég fann miklu meira til í skapinuLoLAllt tók minnst korter, þetta var að verða staðlað, rétt eins og hálftímarnir á slysó...WinkEn upp úr kvöldmat í gærkvöldi settumst við á rökstóla hækjurnar og ég og útkoman varð uppsögn... ég er sem sagt búin að reka þær og ætla að  bjarga mér án þeirra, með hjálp veggja, borða og stóla... eða fá þá bara rasssæri í versta falli... hetjulega mæltToungeHljómar þetta nokkuð eins og ég sé hálfklikkuð ? Jú reyndar, en það er varla nema von, búin að vera heima alveg heilan dagWhistlingAnnars góð og hreint afskaplega þolinmóðHaloDevilEigið góðan dag elskurnar mínar allar og ekki jólast yfir ykkurSmileHeartGrin  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Bestu batakveðjur Jónína mín. 

Ía Jóhannsdóttir, 19.12.2008 kl. 08:26

2 Smámynd: Einar Indriðason

Eða... þú gætir verið með svona band, eins og er í vetlingum hjá krökkum á leikskólum.  Nema þín bönd liggja út í hækjurnar.... Hvernig væri það?

Einar Indriðason, 19.12.2008 kl. 08:32

3 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Óska þér góðs bata, þetta eru greinilega leiðinda hækjur. Kærleikur til þín

Kristín Gunnarsdóttir, 19.12.2008 kl. 09:19

4 Smámynd:

Það liggur bara í eðli hækja að vera óáreiðanlegar og oft til óþurftar  Eigðu góðan dag (miðað við aðstæður a.m.k.)

, 19.12.2008 kl. 09:24

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ragna mín: Set þær í fyrstu línu í erfðaskránni minniTakk heillin mín og sömuleiðis góðan dagÉg ætla sko að passa mig á þessum hrekkjóttu hækjum

Ía mín: Kæra þakkir

Einar minn: Þú toppar þitt eigið hugmyndaflug hvað eftir annaðAssgoti hrædd um að ég gæti kannski bara hengt mig í bandinu....En takk samt fyrir umhyggjuna

Kristín mín: Takk vina mín og sömuleiðisÆi já ég er rosalega heppin að þurfa ekki að vera alltaf með þær

Dagný mín: Kannski í genunum þeirra...Þakka þér fyrir mín kæra, sem betur fer er ekkert að mér sem ekki lagast á nokkrum dögum

Jónína Dúadóttir, 19.12.2008 kl. 09:41

6 Smámynd: Líney

hehe     eitt sett af hækjum er  hér út í skúr síðan  Dísa  mín keypti þær einhverntíma fyrir sig,eitthvað var á það minnst við mig s.l helgi  hvort ætti ekki að sækja  þær út handa mér,ég afþakkaði pent.  sama  vanþakklætið alltaf hjá manni sko,en ég  staulaðist   ágætælega  á hraða snigils  án þeirra    Farðu nú varlega   Ninna  mín,hugsa af tvennu illu sé rasssæri betra en   að brotna  einhverstaðar ef þú skyldir  detta  aftur á þessu brölti þínu...knús og kyss

p.s  ég á snjó liggaliggalái hér moksnjóar

Líney, 19.12.2008 kl. 10:23

7 identicon

Límband! Teipar bara hækjurnar við handleggina, pís off keik og málið dautt sé ekki fram á að kíkja á þig áður en ég renni suður yfir heiðar, en aldrei að vita hvað maður gerir á mánudag...þriðjudag...annars kem ég bara á næsta ári!

Knúz og klemmz og gættu þín nú

Jokka (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 10:38

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Líney mín: Til hamingju með snjóinn'E´r ekkert að brölta neitt... kraup að vísu uppi á eldhúsbekk áðan og hengdi stjörnu í gluggann, það er ekkert að mér í hnjánumFarðu vel með þig mín kæra

Jokka mín: Alltaf gott að eiga góða vini... esskanGóða ferð suður og fariði varlega, svo er líka til eitthvað sem heitir "á milli jóla og nýjárs"þá er heimsóknarfært hjá mér... til klukkan 5 á daginn, þá fer ég að vinnaKnús og klemm á þig líka elskuleg

Jónína Dúadóttir, 19.12.2008 kl. 10:49

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Nú er ég búin að vera á hækjum í fjórar vikur og þetta er sko bara helv... erfitt, skil þig mæta vel.  Gat samt ekki án þeirra verið.  Hér hafa verið til hækjur í yfir 20 ár og oft notaðar því miður.  Vona að þér batni sem fyrst.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.12.2008 kl. 12:45

10 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Ég kann ekki að nota hækjur, reyni að styðja mig við eitthvað annað. En maðurinn minn kann á svoleiðis tæki. Þetta eru eflaust ágætis tæki ef maður hefur þolinmæði til að læra að beita þeim. Góðan bata og það sem firrst það eru nefnilega að koma jól.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 19.12.2008 kl. 13:44

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásdís mín: Fjórar vikur..... og ég er að kvarta eftir einn dag... steinhætt að kvartaVona innilega að þér batni sem fyrst mín kæra

Ólöf mín: Þolinmæði ? Eitthvað sem ég hef ekki skoHef enga þolinmæði með mér, bara öllum öðrumMér batnar, takk fyrir

Jónína Dúadóttir, 19.12.2008 kl. 15:26

12 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Hækjur eru leiðinlegar, hef sem betur fer aldrei þurft á slíku að halda sjálf (sjö, níu, þrettán og banka í við) en þekki þær frá móður minni blessaðri.

Hafðu það gott ljúfan á stólunum og gamla fólkið sat á einhvers konar sílikonpúðum á hjúkrunarheimilinum til að koma í veg fyrir legusár og/eða rasssæri. Hvurnig væri að athuga með eitthvað þannig

Sigríður Jóhannsdóttir, 19.12.2008 kl. 16:33

13 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sigga mín: Þakka þér fyrir ábendinguna með púðana, en ég held það sleppi alvegFallegt af þér samt...Já og allar hækjur eru hundleiðinlegar, enda búin að reka mínarGóða helgi mín kæra

Jónína Dúadóttir, 19.12.2008 kl. 16:52

14 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Varst það þú sem fórst með þessa bæn; Guð, gefðu mér þolinmæði, og það strax!  Kallinn minn er búinn að vera á hækjum í þrjár vikur og maður heyrir alltaf hvar hann er að skrölta, getur ekkert læðst aftan að mér þessa dagana

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 19.12.2008 kl. 18:07

15 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sigrún mín: Jú líklega var það égÉg læðist ekkert heldur sko

Jónína Dúadóttir, 19.12.2008 kl. 18:44

16 Smámynd: Skattborgari

Það er leiðinlegt að þurfa að nota svona hjálpartæki gamla.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 19.12.2008 kl. 20:48

17 Smámynd: Einar Indriðason

Kvarta, kvarta!  Ok.... Franskur rennilás, þá?  Á þig og á hækjurnar?

Það ætti að virka betur en bandið?

Einar Indriðason, 19.12.2008 kl. 21:02

18 identicon

Ninna mín hvernig væri bara að fá sér göngugrind?

Dísa (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 22:16

19 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Skattborgari: Já víst er það, en fer ekki eftir aldri skal ég segja þérÞað eru líka framleiddar hækjur ætlaðar ykkur börnunum

Einar minn: Ég veit.... ekkert nema vanþakklætið...Líst ekki nógu vel á franka rennilásinn heldur...

Dísa mín: Ég ætlaði einmitt að fara að hringja og fá þína lánaða

Jónína Dúadóttir, 20.12.2008 kl. 00:17

20 Smámynd: Skattborgari

Já það er rétt en einn vinur minn vinnur á elliheimili og getur reddað gamalmennableium handa þér því að þér mun ekki veita af þeim bráðum.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 20.12.2008 kl. 01:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband