Yndislegt tilgangsleysi....

Það snjóaði í logni... hreinn og fallegur snjór yfir öllu... ég ætla að fara út á eftir, þegar það er farið að skyggja og taka myndirInLove Jólalögin hljóma í útvarpinu og spilaranum... það er einhver ró yfir, þó að það keyri alltaf bílar framhjá enda mikil umferðargata... kannski fólk að fara í búð og kaupa jólagjöf handa börnunum... eða elskunni sinni... eða bara rúnta eitthvað í tilgangsleysi...Smile Ég sit hér við tölvuna í tilgangsleysi og líður fjarskalega vel með því, milli þess sem ég þríf aðeins og set jóladúka og glingur á viðeigandi staðiJoyful Skutlaði hækjunum upp á háaloft í morgun, svo ég hnyti nú ekki um þær og slasaði mig og vona að ég þurfi aldrei að sjá þær afturTounge Ég var að urlast í gær og ákvað að til að halda geðheilsunni, gæti ég ekki með nokkru móti verið lokuð inni þriðja daginn í röð, svo ég tók bílinn minn af spúsa og fór niður í göngugötu í þeim tilgangi að fara nú loksins og kaupa mér föt. Ég var svo heppin að fá stæði beint fyrir framan búðina, en sá þá mér til skelfingar að ég hafði að sjálfsögðu skilið veskið eftir heima í forstofu...Pinch Þegar ég kom svo aftur hafði auðvitað einhver dóni tekið stæðið mitt, en ég fann annað og tókst alveg að eyða slatta í föt í þessari fínu verslunGrin Og það besta er að ég fæ þau endurgreidd, fatapeningarWink Alveg ákveðin í að teikna kort með nákvæmum leiðbeiningum handa spúsa mínum svo hann rati í þessari sömu verslun, beint á jakkann sem hann ætlar að gefa mér í jólagjöf... hann veit ekki ennþá hvað hann ætlar að gefa mér í jólagjöf, en hann á eftir að komast að þvíWhistling Hlakka til rólegheitanna yfir jóladagana, við verðum bara þrjú, að kettinum meðtöldum og ég er svo heppin að þurfa ekki að vinna fyrr en yfir áramótinJoyful Ég ætla svoooo að njóta þess að slappa af og gleðjast yfir því að þurfa ekkert að fara út ef ég nenni því ekkiLoL Eigið góðan dag elskurnarSmile Heart Kissing Dísa og Tommi: takk fyrir komunaHeart

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Þá man ég það á alveg eftir að kaupa mér eitthvað nýtt svo ég fari nú ekki í  jólaköttinn

Ía Jóhannsdóttir, 21.12.2008 kl. 16:08

2 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Gleðileg jól kæra jónina og meigi nýja árið verða þér gott, . Þú ert frábær. Jólakveðja

Kristín Gunnarsdóttir, 21.12.2008 kl. 16:17

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ía mín: Drífa sig

Kristín mín: Sömuleiðis mín kæra

Jónína Dúadóttir, 21.12.2008 kl. 16:31

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég er svo forvitin! Hvaða búð var þetta??

Huld S. Ringsted, 21.12.2008 kl. 16:37

5 Smámynd:

Ég ætla að fara í jólaköttinn þetta árið. Lofa hins vegar afkomendunum að sleppa við hann  Gott fyrir spúsann að fá svona "hint"

, 21.12.2008 kl. 16:48

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Huld mín: Ég er ekki viss um það þú hafir heyrt um hana sko... hún heitir Zik Zak Tískuhús og er í gamla pósthúsinu í göngugötunniþú ættir að kíkja þangað einhvertímann, svakalega flott föt sem þær eru með...

Dagný mín: Bið að heilsa kisaJá ég er svo hjálpsöm og góð við spúsa minn

Jónína Dúadóttir, 21.12.2008 kl. 17:03

7 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Njóttu kvöldsins mín kæra

Sigríður Jóhannsdóttir, 21.12.2008 kl. 17:14

8 Smámynd: Huld S. Ringsted

verst að hafa ekki verið í þeirri eðalbúð á sama tíma og þú

Huld S. Ringsted, 21.12.2008 kl. 17:27

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sigga mín: Takk og sömuleiðis mín kæra

Huld mín: Vonaði að hitta á þig, en það gengur bara betur næstÞetta er sko ekkert síðasta ferðin mín í þessa búð

Jónína Dúadóttir, 21.12.2008 kl. 17:47

10 Smámynd: Birna Dúadóttir

´Zik Zak er töff búð

Birna Dúadóttir, 21.12.2008 kl. 19:48

11 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Spúsi þinn heppinn að fá svona leiðarvísir  Ég fer bara í jólaköttinn þetta árið. Hef ekki komist nóg upp úr flensunni til að kaupa mér föt. Var búin að versla á börnin og þá er ég ánægð  

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 21.12.2008 kl. 21:30

12 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Alltaf fjör hjá þér! ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 21.12.2008 kl. 22:38

13 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 21.12.2008 kl. 23:02

14 identicon

já það var nú tími til kominn að kíkja á þig og fína húsið þitt og svo auðvitað spússa þinn

Dísa (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband