Ég er búin að fá jólagjöf frá spúsa mínum, hann gaf mér hlýjan mokkajakka í gær, yndislega flík sem ég valdi sjálf, en það er bæði tíma og vesensparnaður fyrir hann og gaman að fara með honum í fataverslunÉg fer í vinnuna í dag, þó ég þyrfti að skríða, sem ég þarf ekki... það er samt ekkert til að hælast yfir... fólkið mitt sem ég fer til, á við stærri og erfiðari vandamál að glíma en einn snúinn fótræfil svo ekki er mér vorkunn
Ung ólétt vinkona mín hringdi í mig í gær, röddin í henni var svo skrítin að ég fékk í magann... alvarleg og róleg og ég þorði ekki að spyrja... hún hló að mér skömmin og var bara að hringja til að segja mér að hún var búin að eignast litla stúlku
Tveim vikum fyrir tímann að vísu en allt í lagi samt, fyrir rest
Hún trúði mér fyrir litlu leyndarmáli, ég fékk að vita hvað sú stutta heitir... það er yndislega fallegt nafn og vel geymt hjá mér þangað til þau ákveða sjálf að gera það opinbert
Held þetta sé í fyrsta og eina skiptið sem ég ramba á að segja rétt til um stelpu eða strák... ég sagði að þetta yrði stelpa, en það var nú bara vegna þess að hún á tvo stráka fyrir, svo það er ekki nokkurt mark takandi á mér í þeim málum
Ég er búin að gera allt fyrir jólin... í þessu allt er einungis það sem ég ætlaði mér að gera, ekki það sem einhverjar gamlar venjur segja að ég eigi að gera... húsið er hreint og þrifalegt og svolítið jólalegt líka og jólagjafirnar handa fólkinu mínu komnar úr óljósum hugmyndum, í áþreifanlegan veruleika
Eigið góðan Þorláksmessudag að vetri, elskurnar mínar allar og hafið það gott í jólahlákunni
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hafðu það gott sömuleiðis og stígðu varlega til jarðar - með þennan fatlaða fót þinn
Ég er á næturvakt og ætla að eyða hálfri Þorláksmessu í að sofa
Svo skal skreytt og bakað 
, 23.12.2008 kl. 07:22
Dagný mín: Takk fyrir það
Sofðu vel mín kæra og góða skemmtun í kvöld

Jónína Dúadóttir, 23.12.2008 kl. 07:28
Til hamingju með nýja mokkajakkann þinn Jónína mín.
Eigðu góðan dag
Huld S. Ringsted, 23.12.2008 kl. 07:38
Huld mín: Þakka þér fyrir, hann er æðislegur
Eigðu sömuleiðis góðan dag
Jónína Dúadóttir, 23.12.2008 kl. 07:40
Ekki amalegt að fá mokkajakka í jólagjöf, til hamingju með það. Farðu mjög varlega í þessari asahláku sem nú er.
Jóla knús á þig og þína.
Helga skjol, 23.12.2008 kl. 07:43
Helga mín: Nei það er sko ekki amalegt
Spúsa aðferð til að ná mér úr gamla jakkanum mínum, sem hann segir að sé búinn að eiga allt of mörg stórafmæli
Jólaknús til þín og þinna líka
Jónína Dúadóttir, 23.12.2008 kl. 08:04
Farðu nú varlega Jónina mín,til hamíngju með mokkajakkan, örugglega algjört æði. Jólakveðja til ykkar
Kristín Gunnarsdóttir, 23.12.2008 kl. 08:08
Kristín mín: Þakk þér fyrir mín kæra, hann er flottur og yndislega hlýr líka
Farðu vel með þig og jólakveðjur til þín og þinna
Jónína Dúadóttir, 23.12.2008 kl. 08:19
´Njóttu Þorláksmessu í botn, það ætla ég að gera.
Ía Jóhannsdóttir, 23.12.2008 kl. 08:32
Ía mín: Engin hætta á öðru
Jónína Dúadóttir, 23.12.2008 kl. 08:35
Þú ert örugglega flottust í fínu jólagjöfinni
'I Kef gerði rok og allur snjórinn fór,rauð jól þetta árið
Birna Dúadóttir, 23.12.2008 kl. 08:56
Birna mín: Þakka þér fyrir gæskan
Er ekki alltaf rok í Kef ?
Jónína Dúadóttir, 23.12.2008 kl. 09:23
Það er stundum logn,aðallega þegar ég er fyrir norðan
Birna Dúadóttir, 23.12.2008 kl. 10:18
jæja á bara að hökta á annari annað hvort tognaðri stórutá eða snúnum ökkla?Mokkajakki það er ekki amaleg til hamingju
Dísa (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 11:10
Flottur spúsinn þinn, fann þarna gott ráð til að koma gamla dótinu á elliheimili
. Hafðu það gott mín kæra og farðu varlega í hálkunni á öðrum fætinum, getur ábyggilega verið varasamt að ferðast þannig í þessari færð
Sigríður Jóhannsdóttir, 23.12.2008 kl. 11:57
Hafðu það sem best elskuleg og farðu varlega með þig í hlákunni. Gleðileg jól til þín og þinna og eigðu góð jól.
Ásdís Sigurðardóttir, 23.12.2008 kl. 12:38
Flott hjá spúsa þínum
vona þú slasir þig ekki meir á þessu ári heillin
sendi heilsu þarna upp á brekkuna
Jokka (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 15:20
Líney, 23.12.2008 kl. 18:54
Gleðileg Jól Jónína og hafðu það gott um Jólin.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 23.12.2008 kl. 18:54
Birna mín: Nú jæja, þó það
Dísa mín: Höktið gekk fínt í dag, bara svolítið lúin og snúin og líka eiginlega búin
Takk dúllan mín
Sigga mín: Haf þú það gott líka mín kæra
Ásdís mín: Sömuleiðis kæra vina og Gleðileg jól
Jokka mín: Finn þig í fjöru ( eða eyri
) í fyrramálið, það er að segja ef þú verður heima

Líney mín:


Skattborgari: Sömuleiðis minn kæri og Gleðileg jól
Jónína Dúadóttir, 23.12.2008 kl. 22:08
Jói góður, heyrðu við brunum til Slow Town í fyrramálið og verðum hjá mömmu annaðkvöld, sjáumst vonandi áður en við brunum tilbaka hingað í fámennið, sem verður sennilega á annan í jólum
Erna Evudóttir, 23.12.2008 kl. 22:22
Erna mín: Æðislegt, ég hef ekki séð hana svona fulla... af tilhlökkun, í mörg ár skal ég segja þér
Sjáumst vonandi
Jónína Dúadóttir, 23.12.2008 kl. 22:27
Þetta er rétti jóla-andinn; gera bara það sem manni hentar að gera, ekki eftir einhverjum gömlum uppskriftabókum
Til lukku með fína jakkann þinn og til hamingju með nýfædda barnið. Óska þér og þínum gleðilegra jóla 

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 24.12.2008 kl. 01:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.