Lítil jólasaga :-)

Það var desember og dóttir mín þá 5 ára, hafði hænt að sér kind í fjárhúsunum hjá afa Góa, með því að gefa henni grasköggla. Hún kallaði kindina Graskögglu og var svolítið að suða í afa sínum um að mega eiga hana alveg sjálf, en afi fór bara undan í flæmingi og gaf ekkert út á þaðWounderingSvo rann upp aðfangadagskvöld og mín stelpa tók fyrst utan af jólapakkanum frá afa Góa... Það var lítill baukur með Mackintosh og kort og af því að hún var farin að lesa töluvert sjálf, stautaði hún sig fram úr því sem afi hafði skrifað... og fór svo að grátaW00tÞegar við spurðum af hverju í ósköpunum hún væri að gráta yfir jólagjöfinni frá afa sínum sagði hún, ferlega sorgmædd: "Afi minn... snökt... hann gaf mér bauk með graskögglum í"CryingÉg tók kortið og fór að lesa... fyrir utan jólaóskir stóð orðrétt: Jólagjöfin til þín frá afa Góa, er ærin Grasköggla !WinkÞetta var skrifað með skrifstöfum sem mín var nú ekki alveg útlærð í, nema nafnið á kindinni, það var skrifað með prentstöfum og hún náði því...LoLHún tók gleði sína fljótt aftur þegar við útskýrðum málið og fórum að lýsa því fyrir henni hvað afi hefði átt í miklum erfiðleikum með að pakka kindinni inn í jólapappír... svo hann gafst bara upp og sendi henni nammi og kort í staðinn og ærin Grasköggla væri núna hennar eigin kind, staðsett úti í fjárhúsum... og yrði þarGrin

Hér er yndisleg ró yfir öllu... jóladagurinn er eiginlega svona dagurinn minn, allur æsingur búinn og allir saddir og sáttirInLove Við fengum eins og venjulega, heljarinnar hrúgu af yndislegum jólagjöfum frá dásamlegu fólki og jólakveðjur héðan og þaðanKissingÍ kvöld koma svo synir mínir, tengdadóttir og barnabarn í mat til okkar og dagurinn minn fer í að taka til mat í rólegheitum, skipta út gömlum kertum fyrir ný og hlakka til að sjá þau öllJoyfulÉg vona að ykkur öllum líði eins vel og mér og óska ykkur alls góðs inn í jóladaginnSmileHeartJoyful 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ía Jóhannsdóttir, 25.12.2008 kl. 08:44

2 identicon

Falleg saga  takk fyrir komuna í gær og takk fyrir gjöfina ljúfan mín dagurinn í dag er svona náttfata/náttsloppadagur...yndislegt alveg

Jokka (IP-tala skráð) 25.12.2008 kl. 10:38

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jokka mín: Takk ég brosi alltaf þegar mér dettur þetta í hugÞetta var ekki gjöf, mín elskuleg, þetta var jólakort og verði þér það að góðu og líði ykkur vel á náttfötunum

Jónína Dúadóttir, 25.12.2008 kl. 10:48

4 Smámynd:

Sæt saga  Eigðu ljúfan dag með fólkinu þínu

, 25.12.2008 kl. 10:54

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Dagný mín: Þakka þér fyrir og eigðu líka ljúfan dag mín kæra

Jónína Dúadóttir, 25.12.2008 kl. 11:35

6 identicon

gleðileg jól .Falleg saga af Kötu og afa.Þetta eru rólegustu jól sögunar hjá mér ég hef aldrei verið svona afslöppuð um jól áður svo ég muni

Dísa (IP-tala skráð) 25.12.2008 kl. 12:45

7 Smámynd: Ólafur Th Skúlason

falleg saga

Ólafur Th Skúlason, 25.12.2008 kl. 16:32

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Falleg saga

Ásdís Sigurðardóttir, 25.12.2008 kl. 21:07

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Dísa mín: Svoleiðis á þetta að vera

Ólafur minn: Þakka þér fyrir

Ragna mín: Takk fyrir það mín kæra

Ásdís mín: Takk fyrir það

Jónína Dúadóttir, 25.12.2008 kl. 22:54

10 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Hún Kata þín (okkar) hefur alltaf verið æði. Yndislegur jóladagur eiginlega fyrir löngu að kveldi kominn, hafður það gott á morgun, veit það er ekki svo langt í að þú farir á fætur, en þá sef ég svefni hinna réttlátu mín kæra

Sigríður Jóhannsdóttir, 26.12.2008 kl. 01:41

11 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Yndisleg saga, ég grét af hlátri. Sá afann fyrir mér að reyna að pakka kindinni í jólapappír  Vona að þú hafir átt gott kvöldið með börnunum þínum.

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 26.12.2008 kl. 01:48

12 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sigga mín: Það er óhætt að segja þaðHafðu það gott í dag og vona þú sofir vel

Sigrún mín: Já hugsaðu þér baraVið áttum yndislegt kvöld og ég vona að þú hafir átt það lika

Jónína Dúadóttir, 26.12.2008 kl. 07:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband