... og ég held það sé föstudagur...Hér höfum við það eins gott og hægt er og aðeins betra held ég bara... ef það er hægt
Spúsi er eitthvað skárri af flensunni og kötturinn alsæll með að geta loksins fengið að sofa aftur á uppáhaldsstaðnum sínum... undir jólatrénu...
Þeir voru báðir á uppáhaldsstöðunum sínum þegar ég fór að sofa í gærkvöldi, annar í sófanum og hinn undir trénu, en þegar ég kom fram í morgun sá ég annar þeirra er alls ekkert í húsinu... þá er ég auðvitað að tala um köttinn kjánarnir ykkar
Hann er svo dannaður, ja eða eitthvað... að hann gerir ekkert stykkin sín á okkar lóð... hann fer yfir á næstu lóð og grefur þar penar holur í kringum trén... nema þegar það er snjór úti, þá hef ég hann sterklega grunaðan um að fara ekki mikið lengra en að ruslatunnunni okkar...
Datt í hug í morgun að bílarnir okkar hafa ekkert verið hreyfðir öll jólin, en sá svo að það er nú ekki nema einn og hálfur dagur, tímaskynið mitt eitthvað brenglað í allri vellíðaninni
Við fengum góða gesti í gær, fyrir utan afkomendur mína... átta manna fjölskylda yngstu systur minnar datt inn úr dyrunum. Þau búa á Fáskrúðsfirði, fluttu þangað frá Svíþjóð í sumar, en eru hér um jólin til að vera með mömmu
Núna ætla ég að fara að prjóna aftur, datt úr þeim gír um miðjan desember, ekki það að ég væri á fullu kani að undirbúa jólin... það var nú eiginlega bara af því bara
Hafið það ofsalega gott í dag
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góðan daginn Jónína mín. Alltaf getur maður treyst því að vakna með þér á morgnanna hehehe.... hér sit ég ein í eldhúsinu allir sofandi enn á þessu heimili og sötra kaffið mitt.
Í dag verður hér svona náttfatadagur þangað til annað verður ákveðið.
Ía Jóhannsdóttir, 26.12.2008 kl. 08:23
Ía mín: Góðan og blessaðan daginn, alltaf ljúft að heyra frá þér
Hafðu það gott á náttfötunum

Jónína Dúadóttir, 26.12.2008 kl. 08:41
Notalegur dagur í dag líkt og í gær, lufsast um á náttfötum og safna orku fyrir kvöldið, en ég er víst að fara að spila í Hrísey í kvellen
Eigðu góðan dag heillin mín og þið öll
Jokka (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 10:57
Góðan daginn - allan daginn. Þetta var nú fyrsti jóladagurinn sem ég gat sofið aðeins lengur - þ.e. á 4 ára mælikvarða. Annars verið að vinna. Bara gaman
, 26.12.2008 kl. 11:30
hjúkk að það var KÖTTURINN
Dísa (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 11:56
Gott að það vara bara kötturinn sem fór út til að gera stykkin sín
. Það er nú yndislegt að hafa bæði kött og spúsa á uppáhaldsstöðum og geta nánast gengið að þeim vísum þar
, þannig er það líka á mínu heimili þessa dagana
. Hafðu það sem best í dag mín kæra
Sigríður Jóhannsdóttir, 26.12.2008 kl. 12:19
Jokka mín: Góða skemmtun og gangi ykkur vel í Hrísey

Ragna mín: Knús í þitt jólahús líka
Dagný mín: Vona að gamanið haldist
Dísa mín: Já segðu, hitt hefði verið skandall
Sigga mín: Ég verð að segja að ég er virkilega fegin sko
Svona á þetta að vera um jólin, hafðu það sem best líka mín kæra
Jónína Dúadóttir, 26.12.2008 kl. 13:02
Ég á líka svona jólakött. Hann bíður eftir að pakkafjörið sé búið, þá kemst hann á uppáhalds staðinn sinn. Haltu áfram að hafa það gott um hátíðirnar

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 26.12.2008 kl. 16:26
Sigrún mín: Það er gaman að þeim
Halt þú líka áfram að hafa það gott
Jónína Dúadóttir, 26.12.2008 kl. 16:27
Það er alltaf gaman að fá gesti í heimsókn. Vona að jólin hafi verið góð hjá þér.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 26.12.2008 kl. 17:49
Skattborgari: Vona að jólin þín séu líka góð og þér líði vel

Jónína Dúadóttir, 26.12.2008 kl. 18:45
Bið að heilsa Ernu...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 26.12.2008 kl. 19:41
Gunnar minn: Ég skal skila því næst þegar ég heyri í henni, þau fóru í dag og eru örugglega komin heim núna
Jónína Dúadóttir, 26.12.2008 kl. 20:46
Bara smákveðja til þín
Heiður Helgadóttir, 26.12.2008 kl. 21:11
Góð - ég er alveg rugluð í dögunum, en er að vísu búin að fatta þá núna!
Gleðilega jólarest!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.12.2008 kl. 09:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.