Þolinmæði... strax !

Það gerist allt svo hægt í tölvunni minni þessa dagana að ég á erfitt með að halda þolinmæðinni, ég er hrædd um að tölvugúrúinn minn fái símtal á eftir...*urr* Og af því að ég er ein af þeim sem hef  bara alls enga samúð með tækjum sem virka ekki eins og þau eiga að gera, þá slekk ég bara á henni á eftir og les Fréttablaðið á pappír, sem ég geri annars aldrei*blikk*. Ég kem svo ekkert hérna inn aftur fyrr en ég er búin að láta laga þetta leiðindadót eða fá mér nýtt. Ef ég ætla að setja broskarl þá tekur það upp undir 3 mínútur og þó ég sé í sumarfríi í dag, hálfan morgundaginn og fyrir hádegi á gamlársdag, þá finnst mér samt ég ekki hafa tíma til að bíða eftir þeim... ég þarf stundum að nota fleiri en einn *glott*. Annars ferlega góð og læt þetta ekki eyðileggja neitt fyrir mér, það er ekki þess virði ! Ég er nokkuð með það á hreinu að það er mánudagur, ég er komin með kvöldvinnudótið í hendurnar, símann og lyklana og dunda mér við það næstu 7 kvöld að heimsækja fólk, á kaupi... Þetta er ekki svo mikið svona yfir hátíðina, margir í mat hjá ættingjum eða með fólkið sitt hjá sér og þá er ekki þörf fyrir þessa þjónustu á meðan. En svo eru líka til algjörir einstæðingar og við höfum þá bara meiri tíma til að sinna þeim. Gangið glöð inn í góðan dag elskurnar og ég vona að ég "skjái" ykkur áður en gamla árið er alveg liðið undir lok *bros* og  *hjarta* eins og alltaf !   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ía Jóhannsdóttir, 29.12.2008 kl. 08:17

2 Smámynd: Birna Dúadóttir

Skil þig.'Eg er að vinna í einni svona núna,sem lætur mig bíða og bíða,arg ekki gaman

Birna Dúadóttir, 29.12.2008 kl. 08:27

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 29.12.2008 kl. 08:35

4 Smámynd: Aprílrós

Þekki svona tæki , . Eigðu ljúfan dag. ;)

Aprílrós, 29.12.2008 kl. 08:40

5 Smámynd:

Asnalegt að tæki geti líka orðið lasin- en svona er þetta víst  Eigðu góðan dag mín kæra

, 29.12.2008 kl. 09:52

6 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Hundleiðinlegt þegar að talfan v ill ekki eins og við viljum AARRRGGG, getur þú notast við þessa Kærleikur til þín

Kristín Gunnarsdóttir, 29.12.2008 kl. 10:06

7 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Óþolandi og alls ekki hægt að sýna tækjum þolinmæði. Knús til þín ljúfan mín

Sigríður Jóhannsdóttir, 29.12.2008 kl. 11:15

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Er á smá jóla/áramóta yfirreið að lesa hjá ykkur öllum, hafðu það ávallt sem best kæri bloggvinur  er ekki bara ágætt að vinna hægar? átt það örugglega inni, annars skil ég óþolinmæði þína, er svona líka

Ásdís Sigurðardóttir, 29.12.2008 kl. 13:14

9 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Ætli ekki að þessi seinagangur í tölvunni sé ekki einhverslags kreppa. Svona gengur þetta hjá mér og frænka mín í U.S.A. hringdi í gærkveldi var orðin svo pirruð á sinni tölvu gat ekki komist inn á bloggið hjá mér. Hálftíma spjall í síma kostaði það hana.Gott að þú hefur meiri tíma handa þeim sem einstæðingar eru.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 29.12.2008 kl. 16:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband