Vöðvar og limósín...

Það var stórvirk vinnuvél hérna í götunni í gær... þegar ég lít á dagatalið væri eðlilegt að það hefði verið snjómoksturstæki, en það var götusóparinn ! Sjö stiga hiti og rigning í dag, daginn fyrir gamlársdag... bara flottGrin Tölvugúrúinn minn svarar ekki í símann þessa dagana, svo ég tók bara slatta af þolinmæði að láni og læt eins og ég hafi yfir að ráða öllum tímanum í veröldinni, enda í sumarfríi til klukkan 5 á daginn og held áfram að skrölta með þetta tölvugrey, alveg út áriðCool Það þarf nú kannski ekki mikla þolinmæði í það samt... Wink Við kaupum ekki flugelda á þessu heimili, það er svona bland í poka, bæði níska og leti... enda fyrir krakkana gert í gamla daga en núna erum við bara með köttinn og hann hefur nú enn sem komið er, bara alls ekkert farið fram á að fá neina flugeldaTounge Mér finnst allt í lagi að fólk kaupi flugelda og skjóti þeim upp um áramót, en að gera eins og sumir, eyða tugum og hundruðum þúsunda í bara það...Woundering Stundargleði sem skilur ekkert eftir sig annað en tómt veski og fullt af rusli og drasli út um allt... Minnir mig svolítið á þá sem halda að það sé toppurinn á tilverunni að keyra um í limósínu...GetLost Ég er búin að vera með kvefið frá spúsa núna í nokkra daga og hósta svo mikið að ég er með strengi í maganum... sem er gott, af því að það er bara hægt að fá strengi í vöðva og ég veit þá að þeir eru þarnaLoL Núna er allt í einu allt í lagi með alla broskarlana og allt í þessu fína...Shocking Ok þá nota ég slatta af þeim um leið og ég óska ykkur góðs næstsíðasta dags ársins 2008Smile Heart Kissing Wizard  (ok Ninna mín ekki missa sig alveg...Whistling )

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

 Bara að lána þér nokkra broskalla

Birna Dúadóttir, 30.12.2008 kl. 08:51

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

Alveg væri ég til í að sleppa við flugeldakaup en get ekki valdið vonbrigðum hjá dætrum en það er alveg á hreinu að þeim kaupum verður stillt í hóf og fast haldið um veskið

Eigðu góðan dag

Huld S. Ringsted, 30.12.2008 kl. 09:14

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Birna mín: Takk, þú ert best

Huld mín: Mér finnst sjálfsagt að gera þetta fyrir börnin svo lengi sem þau hafa gaman að því

Eigðu líka góðan dag

Jónína Dúadóttir, 30.12.2008 kl. 09:22

4 Smámynd: Birna Dúadóttir

Ég ætla bara að stræka á flugelda-uppgang Fer með skvísuna mína út úr reiknum og við horfum á herlegheitin úr fjarlægð,með kakó og kökur

Birna Dúadóttir, 30.12.2008 kl. 09:30

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Birna mín: Flott hjá ykkurBið að heilsa skvísunni þinni

Jónína Dúadóttir, 30.12.2008 kl. 09:40

6 identicon

Þú veist að spúsi minn er tölvugúru það má alveg tala við hann sko tíhí...eigðu góðan dag heillin mín, ég á kaffileka ef þú ert að rúnta e-hvað á Eyrinni

Jokka (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 10:07

7 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hér er frost, bítingskuldi!  En fallegt vetrarveður með sól og logni.  Hér verður skotið upp bara fyrir smáfólkið. 

Ía Jóhannsdóttir, 30.12.2008 kl. 10:17

8 Smámynd: Helga skjol

Ekki amalegt að hafa götusópara rúntandi um götur bæjarins á þessum árstíma hehe, en hér verður sjálfsagt ekki mikið um flugeldakaup heldur þar sem kútur er ekki sáttur við þá þetta árið.

Knús á þig og þína mín kæra

Helga skjol, 30.12.2008 kl. 10:19

9 Smámynd:

Ætli maður kaupi ekki eins og einn fjölskyldupakka til að styrkja hjálparsveitina og skemmta snúllunum. Fínir hjá þér broskallarnir

, 30.12.2008 kl. 10:34

10 Smámynd: Skattborgari

Ætli ég kaupi ekki flugelda fyrir um 200þúsund fyrst það er kominn kreppa hef keypt fyrir 400þúsund undanfarin ár. Nei ég kaupi ekki neitt eins og í fyrra.

Kveðja Skattborgari hinn forljóti.

Skattborgari, 30.12.2008 kl. 10:58

11 identicon

Jónína það þarf að styrkja hjálparsveitirnar kaupa flugelda og gefa þeim gamla gsm síma

Dísa (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 11:02

12 Smámynd: Birna Dúadóttir

Obbosí tvöhundruðþúsund

Birna Dúadóttir, 30.12.2008 kl. 11:11

13 Smámynd: Erna Evudóttir

Hef ekki verslað flugelda á Íslandi í þónokkuð mörg ár svo ég veit ekki hvað verður úr þessu, fyrstu áramótin á Íslandi hjá tengdadótturinni svo eitthvað verður nú sjálfsagt keypt

Erna Evudóttir, 30.12.2008 kl. 11:25

14 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jokka mín: Er hann ekki að vinna á fullu ?Eigðu góðan dag líka ljósið mitt:-)

Ía mín: Núna er 2 stiga hiti og slydda hér... góða skemmtun mín kæra:-)

Helga mín: Æi leiðinlegt ef þeim stutta líður ekki nógu vel... Knús til baka

Dagný mín: Sjálfsagt fyrir þá sem eru með börn. Já eru þeir ekki vel heppnaðir bara ? :-D

Skattborgari hinnfjallmyndarlegi: Var svooo að vona að þú værir að grínast !

Dísa mín: Ég get ekki styrkt allt sem ég vil styrkja... því miður, en þegar gamli gemsinn minn verður töluvert mikið eldri þá fá þeir hann :-)

Birna mín: Hann var að djóka.... ;-)

Erna mín: Það er bókstaflega skylda þín, sem ábyrgs uppalanda barna og tengdabarna að kaupa flugelda og skjóta þeim upp eins og berserkur á gamlaárskvöld ;-)

Ok gefst upp við fj... broskallana...... :-(

Jónína Dúadóttir, 30.12.2008 kl. 12:09

15 Smámynd: Einar Indriðason

Hmm... hurru... ef þú gefst upp á tölvunni og ákveður að henda henni út um gluggann... þá kannski læturðu mig vita, með smá fyrirvara (dagur eða svo), svo ég geti verið staddur á svæðinu, að sjálfsögðu fyrir hreina og klára slysni, og gripið vélina, þegar hún svífur út um gluggann.  Ég gæti nefnilega boðið henni áhyggjulaust ævikvöld.....

En svona að öðrum hlutum.... ertu búin að vírusskanna vélina, með nýjustu útgáfur af vírusvarnarforritunum?  

Þú getur prófað: http://housecall.trendmicro.com

Og athugað hvort þeir finni eitthvað.

Annars segi ég bara gleðilegt nýtt ár :-)

Einar Indriðason, 30.12.2008 kl. 12:51

16 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Einar minn: Þó ég sé óþolinmóð þá sé ég mig ekki ganga alveg svo langt  Ég er með virka vírusvörn, fer ekki allt í vitleysu ef ég fæ mér aðra með ?

Jónína Dúadóttir, 30.12.2008 kl. 12:59

17 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Já og gleðilegt nýtt ár :-)

Jónína Dúadóttir, 30.12.2008 kl. 13:00

18 Smámynd: Einar Indriðason

Tja... nei.... þú átt að geta keyrt housecall dæmið upp á sama tíma.

Það sem þú mátt hins vegar ekki gera, er að hafa tvær eða fleiri "vakandi varnir" (on access) keyrandi á sama tíma.

(Hvað segirðu ... hvenær á ég að "sækja" vélina?)

  (bara af því að þig vantar broskalla :-)

Einar Indriðason, 30.12.2008 kl. 13:05

19 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Einar minn: Takk, ég ætla að prófa þetta, þú ert öðlingur, en held þú fáir samt ekki tölvuna mína... sorry... en takk fyrir kallinn ;-)

Jónína Dúadóttir, 30.12.2008 kl. 13:08

20 identicon

Elskan mín, hann er alltaf að taka að sér tölvur á kvöldin

Jokka (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 13:23

21 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Ég keypti flugelda þegar strákurinn var á landinu. Sé enga ástæðu til að kaupa þá fyrr en stelpurnar fara að biðja um það. Við plöntum okkur á góðan útsýnisstað og fylgjumst með herlegheitunum alveg frítt  Styrki björgunarsveitirnar á annan hátt.

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 30.12.2008 kl. 13:36

22 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jokka mín: Þá ræðst ég á hann á nýja árinu... ekki illa samt sko ;-)

Sigrún mín: Við horfum bara hérna út um gluggana, erum á góðum stað til þess með glugga í allar áttir :-)

Jónína Dúadóttir, 30.12.2008 kl. 14:35

23 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 30.12.2008 kl. 16:31

24 Smámynd: Einar Indriðason

Ooohhhh... Má mar reyna!

Jokka.... þú hefur ekki hugmynd hvað það er mikið mál að svæfa svona margar tölvur á nóttunni.

Hmm... Að vísu... gæti ég farið skemmri leið, og bara slegið út örygginu.....

En, það er svolítið svona... brútal leið.... :-)

Glárið!  (Stytting á Gleðilegt nýtt ár.)

Einar Indriðason, 30.12.2008 kl. 18:08

25 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásdís mín:

Einar minn: Auðvitað má alltaf prófa einu sinniGlárið

Jónína Dúadóttir, 30.12.2008 kl. 19:31

26 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Sammála flugeldar eru ekki fyrir mig, það er samt æðislegt að horfa yfir Akureyri til dæmis frá Sigluvík á gamlárskvöld, þá er maður passlega langt frá. Gleðilegt ár og takk  fyrir mig.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 31.12.2008 kl. 02:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband