... þá er komið að því... þetta ár líka að verða búið. Ef það væri eins auðvelt að breyta ástandinu í þjófélaginu eins og að breyta ártalinu, þá væri ég ferlega sátt... En nýtt ár byrjar aldrei á núlli, það byrjar nú yfirleitt bara á timburmönnum, allavega hjá mjög mörgum sem ég þekki. Það má líka segja að mest öll íslenska þjóðin sé að upplifa gríðarlega timburmenn, eftir þetta rokna fjármálafyllerí á gamla árinu og þeir timburmenn takmarkast því miður ekkert bara við nýjársmorgun... Þetta ár hefur verið gott fyrir mig, eins og öll mín ár eiginlega... skrattinn sér um sína ! Svooolítið einkennst af mikilli vinnu... ekkert nýtt svo sem, en aðalvinnan lá nú samt í að gera upp nýja/gamla húsið okkar. Við fluttum sem sé til byggða í apríl í yndislegt hús, stórt, hlýtt, bjart og líka svo miðsvæðis. Sundlaugin er til dæmis alveg í göngufæri, voða notalegt... að vísu fer ég aldrei í sund, en það er allt annað mál. Heppnin elti okkur eins og alltaf, við seldum gistiheimilið okkar alveg á réttum tíma og eftirsjáin eftir því er algerlega á núlli... keyptum þetta hús alveg á réttum tíma líka og af því að ég er svo fattlaus og líka fjandanum þrjóskari, þá tókum við ekkert myntkörfulán fyrir því. Ég fer alltaf í einhverskonar "blackout" þegar tölur og þannig er annars vegar og myntkörfulán er eitt af því sem ég fatta ekki alveg hvernig virkar, það vantar fávitaleiðbeiningarnar... Það getur stundum komið sér vel að vera svo fattlaus, að maður fattar ekki hvað maður er vitlaus... Ætla að þrífa aðeins hér í dag, sýnir hvað mér líður vel í þessu húsi, að ég elska að hafa það hreint og snyrtilegt og svo ætla ég líka að klára fyrri ermina á lopapeysunni, sem ég er að prjóna í skiptum fyrir kjöt og svo þarf ég að vinna aðeins í kvöld. Það eru alltaf einhverjir einstæðingar í veröldinni og ég er svo heppin að fá tækifæri til að halda nokkrum þeirra félagsskap í kvöld, ég reyni að finna eitthvað sem þeim þykir varið í, til að færa þeim og svo spjöllum við bara. Nú ætla ég ekki að hafa þetta lengra, annars verðið þið langt fram á næsta ár að lesa, alveg möguleiki að þið viljið koma einhverju fleiru í verk... Takk fyrir mig

Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gleðilegt ár til þín og þinna og megi árið 2009 verða þér sem allra best.
Takk fyrir bloggvináttuna og vonandi sjáumst við eitthvað á næsta ári.
ÁRAMÓTAKNÚS TIL ÞÍN OG ÞINNA

Helga skjol, 31.12.2008 kl. 11:01
Bestu kveðjur í þitt hús með óskum um frábært ár 2009
Ía Jóhannsdóttir, 31.12.2008 kl. 11:49
Helga mín: Gleðilegt nýtt ár með góðri heilsu og hamingju
Ía mín: Takk og sömuleiðis, allar góðar óskir til þín og þinna inn í nýja árið
Jónína Dúadóttir, 31.12.2008 kl. 12:13
Og svo kynntumst við á þessu ári
Gleðilegt ár elskurnar, og takk fyrir samveruna og viðkynninguna...í kvöld verður skotið upp fragettum á heimilinu og síðan sest niður við spilamennsku, þið eruð velkomin í kvöld sem og alltaf
Jokka (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 12:36
Jæja gamla mín
mikið varstu nú heppin að sleppa myntkörfuláni
og tala nú ekki um að losna við gistiheimilið
grísinn með þér
vonandi verður næsta ár eins gjöfult við þig
og þína
gleðilegt ár
og takk fyrir það sem er alveg að ljúka


Dísa (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 13:15
Gott og gleðilegt ár, mín kæra bloggvinkona
Heiður Helgadóttir, 31.12.2008 kl. 13:40
'Arið,hamingja heilsa gleði og alls hins besta óska ég þér og þínum
Birna Dúadóttir, 31.12.2008 kl. 13:49
Gleðilegt ár til þín og þinna
takk fyrir góða blogg vináttu og hafðu það gott um áramótin

Líney, 31.12.2008 kl. 14:00
Jokka mín: Heppnin er öll mín megin að hafa fengið að kynnast þér og svo yndislegu fjölskyldunni þinni í kjölfarið
Gleðilegt ár og hjartans þakkir fyrir allt gaman og gott á gamla árinu
Dísa mín: Já litla stelpa
ég var heppin með svo ótalmargt á árinu, til dæmis að þið Tommi komuð í heimsókn
Gleðilegt ár elsku vinkona, til þín og allra þinna og takk fyrir allt gamalt og gott
Heidi mín: Sömuleiðis mín kæra, allar mínar bestu óskir til baka til þín
Birna mín: Árið skvísa
Áramótaknús á þig og alla þína með óskum um allt það besta sem hægt er að öðlast á nýju ári, frá mér
Líney mín: Sömuleiðis elsku tengdamóðursysturdóttir mín, óska þér og öllum þínum alls hins besta á nýju ári
Jónína Dúadóttir, 31.12.2008 kl. 15:41
Gleðilegt ár krúsin mín og vonandi heldur gæfan áfram að heiðra þig með nærveru sinni
. Takk fyrir allt
Sigríður Jóhannsdóttir, 31.12.2008 kl. 15:51
Gleðilegt nýtt ár elsku Ninna og takk fyrir góðan vinskap og elskulegheit í alla staði

Bestu kveðjur til spúsa þíns og ég hlakka til að hitta ykkur á nýju ári
Hóffa (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 16:10
Já, gleðilegt nýtt ár! :-)
Einar Indriðason, 31.12.2008 kl. 16:22
Sigga mín: Gleðilegt ár handa þér og strákunum þínum líka, mín kæra vinkona
Ég vona að nýja árið færi ykkur allt það besta sem hægt er að biðja um og ég hlakka til að hitta þig á nýja árinu
Hóffa mín: Þakka þér fyrir elskulega vinkona og megi nýja árið verða það besta fyrir þig hingað til
Hlakka líka til að hitta þig á nýja árinu
Einar minn: Gleðilegt nýtt ár til þín og fjölskyldu þinnar

Jónína Dúadóttir, 31.12.2008 kl. 16:42
Kveðja í Heiðardalinn
Þorsteinn Gunnarsson, 31.12.2008 kl. 16:46
Steini minn: Þakka þér sömuleiðis, fyrir "samverustundirnar" og skemmtileg "kynni"
Haltu áfram að vera eins og þú ert, þannig ertu langlangbestur
Gleðilegt nýtt ár

Jónína Dúadóttir, 31.12.2008 kl. 16:55
Kæri bloggvinur, ég óska þér gleðilegs nýs árs og þakka fyrir skemmtileg kynni á árinu megi nýja árið færa þér hamingju og gleði. Kær kveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 31.12.2008 kl. 17:03
Ég þakka frábær bloggkynni á árinu og óska þér yndislegs árs 2009
, 31.12.2008 kl. 17:15
Ásdís mín: Kæra þakkir og gleðilegt nýtt ár, megi nýja árið færa þér allt það besta sem hægt er óska sér

Dagný mín: Takk fyrir mig líka og megið þið mæðgur eiga yndislegt ár 2009 með gleði, hamingju og vellíðan

Jónína Dúadóttir, 31.12.2008 kl. 17:25
Gleðilegt ár Jónína mín. Megi gæfan fylgja þér og þínum á nýju ári. Kærar þakkir fyrir vináttuna og skemmtilegheitin á liðnu ári

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 1.1.2009 kl. 02:50
Ragna mín: Gleðilegt nýtt ár mín kæra
Jónína Dúadóttir, 1.1.2009 kl. 12:29
Sigrún mín: Þakka þér fyrir og sömuleiðis elskuleg !
Jónína Dúadóttir, 1.1.2009 kl. 12:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.