Þetta var gaman !

Mér finnst alltaf Gamlárskvöld skemmtilega afslappað... fyrir mig allavegaKissing Ég var að vinna í gærkvöldi og fór ekkert í nein fín föt... bara í gallabuxur og peysu...Wink Kíkti á nokkra skjólstæðinga sem hafa engan annan en vitleysinginn mig til að stóla á á svona kvöldum, gerðum bara gaman úr þvíTounge Ekkert matarboð hér eða fínheit neitt, bara góður matur sem spúsi eldaði handa okkur, örlítið af nettu sjónvarpsglápi og leti, það var máliðSmile Það var frábær upplifun að vera hérna í miðjum bænum... við vorum í stúku ! Flugeldarnir þutu upp allt um kring og ljósadýrðin hreint æðisleg og hávaðinn þvílíkur að við þurftum að arga til að tala saman, hættum nú samt alveg að arga eftir að við komum inn og lokuðum á eftir okkur útihurðinni skoGrin Kisi greyið var skíthræddur, enda alinn upp fjarri öllum látum lengst uppi í fjalli og hefur aldrei áður orðið fyrir svona árásum, sem að sjálfsögðu var beint prívat að hans virðulegu persónuW00t Hann fékk að vera á langeftirsóknarverðasta staðnum í húsinu að hans mati, á meðan á þessum árásum stóð, bak við svefnsófann í gestaherberginuTounge Hann hætti sér svo alveg út í morgun, svo ég geri ekki ráð fyrir því að hann hafi skaddast neitt alvarlega af þessuLoL Eigið góðan og gleðilegan fyrsta dag ársins 2009Smile Heart

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Árið Ninna mín!... - Já við vorum í svipuðum fíling í gærkveldi. Að vísu með öll börnin og eins og tvo maka í mat + tvö barnabörn og aukahund en allt voða heimilislegt. Það tók krakkana sko einar 70 mínútur að fíra í öllu dótinu og var eiginlega skemmmtilegra að horfa á þau en sjálfar sprengingarnar. En ég er allavega löngu hættur að hafa gaman að því að fíra í þessu. 

Svo var maður bara, eins og hvert annað gamalmenni, farinn að dotta í sófanum og kominn í bælið klukkan 3. Það hefði einhverntímann þótt saga til næsta bæjar... jafnvel lands 

Kveðja í hljóðlátan Heiðardalinn

Þorsteinn Gunnarsson, 1.1.2009 kl. 13:25

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Steini minn: ÁriðÆæ, ertu orðinn gamall skinnið mitt, ég var farin að sofa fyrir klukkan 2... líklega þá miklu eldri en þú...

Hafið það gott

Jónína Dúadóttir, 1.1.2009 kl. 13:31

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

GLEÐILEGT NÝTT ÁR  Jónína mín.

Ía Jóhannsdóttir, 1.1.2009 kl. 13:38

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ía mín: Sömuleiðis takk

Jónína Dúadóttir, 1.1.2009 kl. 13:46

5 Smámynd: Tiger

 Eins gott að þú fórst þó í buxur og peysu - hugsaðu þér ef þú hefðir mætt bara .. á laufblaðinu!!! Jú, reyndar hefðir þú þá séð til þess að árið færi af stað með hvelli hjá skjólstæðingunum þínum - sérstaklega ef einhverjir þeirra eru karlkyns! Muhahaha ... omææææ!

Alveg væri ég til í að eiga eins og einn svona "vitleysing" eins og þig að til að stóla á ... mín skoðun er sú að hver sem í kringum þig er og þarf að stóla á þig - er ríkari fyrir bragðið - Ohmæ - Súkkulaði- og Jónínubragð! Yndislegt bara ... *slurp*!

Mín háæruverða persóna fór víst ekkert heldur í gær - sko ekkert matarboð eða kaffihlaðborð - varð að elda sjálfur sko - ristað brauð með osti og marmelaði - og nokkra kanelsnúða til að slútta árinu ...

Nei, auðvitað var eldaður góður matur líka og vel borðað - minna mátti það nú varla verða held ég. En flugeldum er ég hættur að skjóta - nýt þess bara að horfa á hina brenna fé og spara mér stórar fúlgur - því ég er alveg óður þegar ég byrja - svo ég byrjaði bara ekkert.

Dýrið mitt - neinei ekki dýrið í mér heldur kisan mín - var í felum til klukkan sirka eitt, en þá heimtaði hún að fá að fara út til að leita af brunarústum í formi raketta - löngu búin að gleyma sprengingum og látum og farin að rannsaka glæpavettvanginn með tilþrifum..

Annars ég er bara góður í upphafi nýs árs - hlakka til að takast á við það sem árið býður uppá og er handviss um að ég á eftir að bögga  þig mjög oft hérna inni á nýja árinu! Þú losnar ekkert svo auðveldlega við mig skottið mitt! Sækjast sér um líkir ... u and me babe! Muhahaha ...

Áramótaknús í þús-unda tali fara hér með af stað - með stórum flugeldi - skotmarkið ert jamm .. þú! Handviss um að ég muni sannarlega hitta skotmarkið - enda ekki þekktur fyrir að skjóta framhjá - nema einusinni eða svo ... en það er Önnur Elínborg! ...

Tiger, 1.1.2009 kl. 14:02

6 Smámynd:

Gleðilegt ár  Hjá okkur vöktu stjörnuljósin mesta hrifningu. Hef aldrei verið mikið fyrir sprengingarnar þótt mér finnist gaman að sjá flugeldana úr fjarlægð.

, 1.1.2009 kl. 14:02

7 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Og hér í Torrevieja var bara ósköp rólegt og gott, alltof mikið borðað af góðum mat, þarf heldur betur að taka mig í kragann þegar að ég kem heim.

Gott að Lúsífer fékk ekk fyrir hjartað í gær í látunum. Besta kveðja

Heiður Helgadóttir, 1.1.2009 kl. 15:23

8 Smámynd: Huld S. Ringsted

Gleðilegt ár Jónína mín

Huld S. Ringsted, 1.1.2009 kl. 15:35

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Högni minn: Það var allt of kalt til að vera bara á laufblaðinu... ábyggilega þess vegna sem ég var svona kappklæddFann bara tvo af kvenkyns skjólstæðingunum mínum þremur... Ein var svo heppin að vera boðið í mat hjá vinum, en gleymdi bara að segja mér frá þvíÞað reddaðist nú samt án þess að ég þyrfti að kalla á björgunarsveitirnar, vona bara að ég þurfi ekki líka að leita að henni í kvöldTek bögginu á blogginu með ánægju og flugeldurinn hitti beint í mark

Dagný mín: Gleðilegt árEf ég hefði nennt þá hefði ég fengið mér stjörnuljós, mér finnst þau yndisleg

Heidi mín: Verð að segja að ég öfunda þig nú svoooolítið af sólinni skoEn ég er líka ánægð að þér líður vel og leyfðu mér nú að fylgjast með þegar þú tekur þig í kragann

Jónína Dúadóttir, 1.1.2009 kl. 15:54

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Huld mín: Gleðilegt ár

Jónína Dúadóttir, 1.1.2009 kl. 15:55

11 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Gleðilegt ár Jónína mín og vonandi hefur þú það sem allra best á nýju ári

Kristín Gunnarsdóttir, 1.1.2009 kl. 18:39

12 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Kristín mín: Gleðilegt ár og ég vona það sama fyrir þig

Jónína Dúadóttir, 1.1.2009 kl. 18:44

13 Smámynd: Skattborgari

Það var lítið sprengt miðað við árið í fyrra. 2 í rúmið er ekki í lagi með þig??? ég fór klukkan 6. Gleðilegt nýtt ár.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 1.1.2009 kl. 21:25

14 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Kisinn minn svaf undir jólatrénu þegar við fórum í mat til mömmu og pabba. Hann var enn á sínum stað þegar við komum heim kl.2. Hann hefur aldrei kippt sér neitt upp við þetta flugeldavesen. En ég var aftur á móti rukkuð alveg óvænt um flugelda í gærkvöldi...og var svo heppin að sá gamli hafði keypt eitthvað smávegis, svo stelpurnar gátu sprengt með afa sínum. Það var fjör, svo ég slepp ekki næst  

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 1.1.2009 kl. 22:18

15 identicon

Gleðilegt ár elsku Ninna mín og auðvitað til spússans líka Held áfram á nýju ári að lesa hugleiðingar þínar þegar ég má vera að Hér var bara róglegheitarstund í gærkveldi. Brennan auðvitað skoðuð og svo heim í hlýjuna, engu skotið upp á þessum bæ frekar en vanalega...ferlega léleg í þessu..en tvö stjörnublys voru tendruð. Sofnaði svo vært um hálf eitt svona þegar mesta bombuvertíðin var í rénun því ég þurfti jú að vinna í morgun..því auðvitað þurfa skjólstæðingarnir að eta. Nú er maður líka orðin frekar sibbinn...Góða nótt

Áslaug (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 23:01

16 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 2.1.2009 kl. 18:12

17 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.1.2009 kl. 01:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband