Af næstum því hremmingum... ;-)

Fyrsta dagvinnan á nýja árinu í gær og svo er ég komin í helgarfrí, svona á þetta sko að veraWink   Nýjársdagur fór í að skrifa vinnuskýrslur og vinna pínulítið um kvöldið og í gærmorgun fór ég með skýrslurnar til verkstjórans míns. Hún var að raða okkur niður upp á nýtt, við erum komnar með nýtt hverfi á daginn og þarna var ég næstum því lent í fyrstu hremmingum ársins... en það slapp fyrir horn...Grin Í þessu nýja hverfi býr meðal annars eini sanni allsekkiuppáhaldsskjólstæðingurinn minn úr kvöldvinnunni, sá sem rak mig fyrir rest af því að ég neitaði að koma til hans á morgnana og í hádeginu... aldrei verið rekin áður, en alveg hreint svakalega ánægð með þaðTounge Þessi skelfilega hremmingarógn stóð yfir í um það bil mínútu... rétt á meðan verkstjórinn minn var að hugsa upphátt um það, hvort hún ætti kannski bara að senda mig til þessarar mannfígúru... en þegar hún leit upp og sá framan í mig, skipti hún allsnarlega um skoðunWhistling Þetta er skynsöm kona, sem skilur fyrr en skellur í tönnum, þarna í mínu tilfelli vígtönnum... og líklega með almannahagsmuni og eitthvað svoleiðis í huga, steinhætti hún við og spurði hvort ég héldi ekki að væri í lagi að senda hana X til hansHalo Mér finnst gaman að finna góðar, jákvæðar og helst líka broslegar hliðar á sem flestu, það er miklu auðveldara og skemmtilegra að lifa svoleiðis, en sama hvað ég reyni þá tekst mér bara ekki að finna neina góða né jákvæða hlið á þessum manngarmiBlush Af öllu fólki sem ég hef kynnst um ævina, þá er hann sá eini sem ég get sagt um að sé ekki góð manneskja og þá er ég alveg yfirgengilega kurteis...Shocking Og ég fer ekki fet til hans, það er ekki óhætt... Cool Jæja elskurnar mínar allar, eigið góðan og gleðilegan þriðja dag ársins og munið brosinSmile Heart  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Gott að þú varst ekki látin fara til hans kallgarmsins. Þú ert frábær Jónína mínKærleikskveðja

Kristín Gunnarsdóttir, 3.1.2009 kl. 08:35

2 Smámynd: Ólafur Th Skúlason

góðan daginn hafðu gott helgar frí

Ólafur Th Skúlason, 3.1.2009 kl. 08:46

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Kristín mín: Já það hefði ekki gengið nógu velFrábær ? Það er nú aðeins orðum aukið... en þakka þér samt fyrir, fallegt af þér að segja það

Jónína Dúadóttir, 3.1.2009 kl. 08:47

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ólafur minn: Þakka þér og... vonandi... sömuleiðis

Jónína Dúadóttir, 3.1.2009 kl. 08:48

5 identicon

Blessuð gleðilegt ár hvað gerirðu manna mun

Dísa (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 09:21

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Dísa mín: Sæl mín kæra og gleðilegt árHeyrðu jahá, það geri ég svo sannarlega þegar þessi kall á í hlut

Jónína Dúadóttir, 3.1.2009 kl. 09:32

7 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Æ sumt gamalt fólk getur verið ansi öfugsnúið og þreytandi.  Skil þig vel.

Ía Jóhannsdóttir, 3.1.2009 kl. 09:43

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ía mín: Verst að þessi hefur víst alltaf verið svona... og versnaði, að því að mér er sagt barasta ekkert við að eldast

Jónína Dúadóttir, 3.1.2009 kl. 10:19

9 identicon

Amm þessi er ótrúlegur, ljótt að segja það; en oft er það þannig að sá lifir lengst er lýðnum er leiðast...já ég veit ljótt að segja svona en...ég veit hver þetta er

Knúz frá mér til þín

Jokka (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 12:38

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jokka mín: Það er ekkert ljótt að segja það, ljótara ef þú gerðir eitthvað til að laga það...Knús til baka elskið mitt

Jónína Dúadóttir, 3.1.2009 kl. 12:40

11 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Heppin, hafðu það gott í helgarfríinu ljúfan mín

Sigríður Jóhannsdóttir, 3.1.2009 kl. 12:46

12 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sigga mín: Ég er alltaf svo heppinHafðu það gott líka mín kæra

Jónína Dúadóttir, 3.1.2009 kl. 13:20

13 Smámynd:

Æ ég kannast við svona fólk - en er blessunarlega laus við að þurfa mikið að hafa saman við það að sælda. Eigðu gott helgarfrí

, 3.1.2009 kl. 17:13

14 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Gott ad tinn yfir madur er med skinsemina í lagi:)

Velkomin í hóp minn bloggvina,hlakka til ad fylgjast med tér og tínum í framtídinni.

Kvedja frá Jyderup

Gudrún Hauksdótttir, 4.1.2009 kl. 07:39

15 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þakka þér og sömuleiðis

Jónína Dúadóttir, 4.1.2009 kl. 08:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband