... að öl sé innri maður, eins og svo margir vilja halda fram ? Hef oft pælt í því hvort þessi gamla fullyrðing sé ekki svolítið vanhugsuð...
Ég trúði þessu sem barn og unglingur og var beinlínis hrædd við fólk sem var með vesen þegar það var drukkið, þó það væri vænsta fólk edrú
Ef þetta er tekið alveg bókstaflega, þannig að innri maður fólks kemur fyrst í ljós þegar það hefur drukkið áfengi, þá líklega í óhófi, þá þýðir það að í raun eru stórir hópar fólks ofbeldisfólk, óheiðarlegt, þrasgjarnt, sóðalegt, hávaðasamt og svo náttulega síðast en ekki síst hundleiðinlegt. Og allt þetta er svo í felum þangað til það kemst í snertingu við áfengi... getur það staðist ?
Þarf svo sem ekkert að spyrja í rauninni, geri mér alveg grein fyrir því að áfengi ruglar besta fólk í ríminu... enda eitur og ekki eðlilegt fyrir systemið
Bara svona pæling í staðinn fyrir messu...
Annars ferlega góð inn í daginn. Lífið leikur við mig á nýja árinu, ok bara fjórði dagurinn en samt...
Svona fyrir utan frekar sjaldgæft kvef, ekki eins og í sjaldgæf tegund af kvefi, heldur sjaldgæft að ég fái kvef, auman ökkla og svarta stórutá. Kvöldvinnuvikan, sem byrjaði á síðasta ári, er búin í kvöld við töluverðan fögnuð viðstaddra í eintölu
Veðrið gæti ekki verið betra miðað við árstíma og ég er alveg að verða tilbúin að taka niður jólaskrautið, nema eitt hvítt ljósatré sem ég ætla alltaf að hafa kveikt á
Svo er ég komin í næstsíðasta kaflann á kjötlopapeysunni sem fékk langt frí um jólin, er að klára seinni ermina og fer vonandi langt með restina í dag, eiginlega kominn tími á að fara að senda bóndanum þetta í staðinn fyrir kjötið, sem hann sendi okkur, í fyrrahaust...
Eigið yndislegan sunnudag elskurnar mínar allar og munið að hól virkar best ef það er sagt upphátt, ekki nóg að hugsa það bara með sjálfum sér











Flokkur: Bloggar | 4.1.2009 | 10:05 (breytt kl. 13:12) | Facebook
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eigðu góðan dag
Huld S. Ringsted, 4.1.2009 kl. 10:08
Segi sama hér hlakka til að taka niður jólaskrautið eins og það er gaman að setja það upp. Eigðu góðan dag.
Ía Jóhannsdóttir, 4.1.2009 kl. 10:14
Ég segi nú bara: öl er böl
. Gangi þér vel með lopapeysuna og í baráttunni við kvefið og eigðu góðan dag.
, 4.1.2009 kl. 10:15
Góðan dag til þín sömuleiðis mín kæra og já talandi um gott veður, hér var grillað í gærkv hehe um að gera að taka sumarið snemma og það alveg í Janúar
Helga skjol, 4.1.2009 kl. 11:12
Tók sko niður skrautið í gær, bara svo feigin. Kærleikskveðjur Jónina min
Kristín Gunnarsdóttir, 4.1.2009 kl. 11:53
Hmm þá hefur minn innri maður/kona verið í löngum feluleik
Ætla að taka niður jólaskrautið í vinnunni á morgun, bara gott mál
Erna Evudóttir, 4.1.2009 kl. 12:40
Huld mín: Sömuleiðis takk
Ía mín: Já það er bara kominn tími á það
Eigðu líka góðan dag
Dagný mín: Alveg rétt
Takk fyrir baráttukveðjurnar og eigðu góðan dag
Helga mín: Gleðilegt sumar

Kristín mín: Já jólin eru næstum búin og nú fer sólin að hækka á lofti

Erna mín: Það var þetta með þinn innri mann... eigum við nokkuð að ræða hann
Gangi þér vel
Jónína Dúadóttir, 4.1.2009 kl. 13:18
In vino veritas, in aqua sanitas. Góð pæling hjá þér. Hafðu það gott.
Ásdís Sigurðardóttir, 4.1.2009 kl. 15:50
Ásdís mín: Þakka þér fyrir og hafðu það sem best

Jónína Dúadóttir, 4.1.2009 kl. 16:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.