Yngsta barnabarnið okkar er hún Linda Björg, þriggja ára síðan í september. Tengdadóttir mín og þá mamma Lindu eins og gefur að skilja, er frá Sviss og þar á hún alla sína fjölskyldu. Hún og sonur minn hafa verið dugleg að fara með þá stuttu út til oma og opa alveg frá því hún fæddist. Núna þriðju jólin í röð fengum við meðal annars frá þeim dagatal, með myndum af þessari litlu stúlku. Það eru myndir af henni að veiða á stöng úti í á með pabba sínum, hún er á ítalskri baðströnd og fleira mætti telja, en uppáhaldsmyndin mín af henni er þar sem hún er tveggja og hálfs árs, ferlega kúl á skíðum í Svissnesku Ölpunum, með snuð
Ég er nú að vísu bara 48 árum eldri en hún, en hún hefur samt farið, ég veit ekki hvað oftar til útlanda en ég og líka til fleiri landa... spurning um að herða sig
Þessi yndislega prinsessa eignast svo lítið systkini með vorinu og þegar hún fékk að sjá fyrstu sónarmyndina, skoðaði hún hana vel og vandlega, sneri henni á alla kanta, brosti svo og sagði: "Já kisi, gaman"
Ég er ekki að vinna á kvöldin þessa viku, svo ég ætla að fara og kíkja á þessar yndislegu mæðgur eftir vinnu í dag og fæ þá eflaust efni í fleiri sögur
Eigið góðan dag og ennþá betri vinnuviku elskurnar mínar allar






Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
, 5.1.2009 kl. 09:00
Greinilega veraldarvön lítil dama
Eigðu góðan dag Jónína 
Huld S. Ringsted, 5.1.2009 kl. 09:02
Dagný mín:

Huld mín: Já hún er það sko
Eigðu líka góðan dag mín kæra
Jónína Dúadóttir, 5.1.2009 kl. 09:28
Snúllan .Hlakkar til ad fá KISA.Hahahahaha.Margt skemmtilegt sem kemur frá tessum krílum.
Knús til tín.
Gudrún Hauksdótttir, 5.1.2009 kl. 09:52
NJóttu hverrar stundar með dúllunni þinni.
Ía Jóhannsdóttir, 5.1.2009 kl. 10:04
Hún er alger dúlla þessi litla skvísa
Birna Dúadóttir, 5.1.2009 kl. 10:07
Hahaha, hún verður hissa þegar hún sér KISA
Get vel ímyndað mér hvað hún er flott á skíðunum með snuð 
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 5.1.2009 kl. 11:37
Hun er ábyggilega yndisleg, dúllan þín. Kærleikskveðjur
Kristín Gunnarsdóttir, 5.1.2009 kl. 14:17
Guðrún mín: Já þetta eru ómetanlegir fjársjóðir
Knús til þín líka
Ía mín: Já ég geri það af því að ég er svo heppin að hafa hana í nágrenninu
Birna mín: Já það er hún, mér finnst hún líkjast Kötu svolítið... fyrir utan þetta með kjólana
Sigrún mín: Það verður gaman að fylgjast með því
Ekkert smáflott sko, ætla að reyna að skanna myndina og setja hana hér inn
Kristín mín: Já það er hún, eins og þau eru öll
Kærleikskveðja til þín líka
Jónína Dúadóttir, 5.1.2009 kl. 18:34
Dúllan. Á skíðum með snuð, maður getur dáið.
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.1.2009 kl. 23:10
Jónína Dúadóttir, 5.1.2009 kl. 23:24
Erna Evudóttir, 5.1.2009 kl. 23:46
Hjartanlega til hamingju með væntanlegt barnabarn elsku Ninna. Ohh ég var svo glöð þegar ég las þessa færslu, fékk bara gæsahúð og alles:) Þau eru svo dásamleg þessi börn, og ég get svarið það að ég er farin að hlakka til að eignast barnabörn:) Vona þó að ég þurfi að bíða allnokkuð lengi eftir þeim;) Viltu skila góðri kveðju frá mér til Stjána, Andreu, Lindu Bjargar, Kisa, Kötu og hennar konu, og Inga Stefáns. ( Er hann kannski kominn með frú;)
Mér þykir svooo undur vænt um ykkur öll og sé ykkur alltof alltof sjaldan!
Regína (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 17:11
Regína mín: Þakka þér fyrir elsku rófan mín, okkur þykir svo undurvænt um þig líka
Ég skal skila þessu til þeirra allra og nei, Ingi er ekki kominn með frú
Það er meiriháttar yndislegt að eignast börn eins og þú veist líka og annað eins að eignast barnabörn, þér er sko alveg óhætt að hlakka til.... eftir svona 20 ár eða svo
Æi, vonandi sjáumst við sem fyrst....
Jónína Dúadóttir, 7.1.2009 kl. 19:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.