Það er mikið ritað og rætt um Bjarna Ármannsson síðan hann kom fram í Kastljósinu. Hann skilaði einhverjum parti af öllum stjarnfræðilegu fúlgunum sem hann fékk borgaðar fyrir sína stuttu viðveru hjá Glitni. Ég dáist ekkert að þessu hjá honum en kannski er þetta góð byrjun, það er að segja ef þetta er þá byrjun á einhverju, en ekki bara eitt einangrað útspil og svo bara búið... ef það er bara það, þá skiptir þetta engu máli og hann hefði bara eins getað haldið sig heima hjá sér. Það er alltaf hættulegt að vera ekki veruleikatengdur og þessir pótintátar sem eru búnir að vera að leika sér með allar stjarnfræðilegu upphæðirnar, sem við svona venjulega fólkið skiljum ekki, eru svo sannarlega löngu orðnir veruleikafirrtir. Mér finnst allt í lagi að fólk hafi góð laun bara gott mál, en það verður þá að vinna fyrir þeim, en það gera þessir kónar ekki. Hver haldið þið að sé svo mikill snillingur og geri svo gífurlegt gagn í einhverju fyrirtæki, banka eða öðru að hann sé yfir 60 milljón króna virði á mánuði ? Ok ef hann stendur og fellur með fyrirtækinu og ber virkilega ábyrgð á því, þá má hann græða þegar fyrirtækið græðir, en ætti þá líka að tapa þegar fyrirtækið tapar... En þar liggur nefnilega snilldin... það er líklega til eitthvað annað orð yfir það... þegar fyrirtækið er komið í hættu þá er bara að raka til sín sem mestu af peningum hvort sem maður á þá eða ekki og stinga svo af úr landi! Ég á greinilega ekki heima í þessum flotta fjármálaheimi þeirra þarna, ég seldi fyrirtækið mitt í vor, borgaði skuldirnar sem voru að vísu ekki svo miklar og svo fékk ég bara afganginn... ég er asni... það er klárt ! Eigið góðan dag elskurnar


Flokkur: Bloggar | 6.1.2009 | 07:27 (breytt 7.1.2009 kl. 06:39) | Facebook
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála þér með þetta útspil Bjarna, þessi upphæð er bara smámynt hjá honum en eitthvað virðist hann vera að spila sig dýrling með þessu.
Eigðu góðan dag
Huld S. Ringsted, 6.1.2009 kl. 07:35
Huld mín: Já ég hef þetta einhvernveginn á tilfinningunni... en kannski er ég bara tortryggin trunta
Eigðu líka góðan dag

Jónína Dúadóttir, 6.1.2009 kl. 08:03
Er ekki buin að sjá Kastljósið, get ekki myndað mer sko'ðun. Hafðu góðan dag Jónína mín
Kristín Gunnarsdóttir, 6.1.2009 kl. 08:06
Þetta eru allt saman asnar Guðjón
Birna Dúadóttir, 6.1.2009 kl. 08:39
Sammála þér Jónína. Þetta var bara sýndaryfirbót hjá Bjarna. Hvað ætli hann eigi marga milljarða eftir? Vona annars bara að dagurinn verði þér góður
, 6.1.2009 kl. 09:52
Amen á eftir efninu.
Ía Jóhannsdóttir, 6.1.2009 kl. 10:10
Ég vona að fleiri fylgi í kjölfarið en býst við að það sé borin von
eigðu góðan dag heillin mín
hey já sagðirðu spúsa þínum að þú værir búin að selja mér monitor með magnara? hahahahaha....
Jokka (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 12:30
Kristín mín:

Birna mín: Já væni, þeir eru það
Dagný mín: Hann á ábyggilega aaaðeins meira en ég
Vona líka að þinn dagur verði góður
Ía mín: Það eina sem vantaði
Jokka mín: Held við ættum ekkert að halda niðri í okkur andanum
Já ég sagði honum það en hann glotti bara... veit ekki hvað það átti að þýða
Eigðu góðan dag líka elskið mitt
Jónína Dúadóttir, 6.1.2009 kl. 13:21
Ekki hægt annað en vera sammála því að enginn gerir nokkru fyrirtæki það gagn að vit sé að borga yfir 60 milljónir á mánuði. Bara fáránleg launastefna sem þessi maður meðal annars átti þátt í koma á koppinn á sínum tíma. Menn virðast týna öllu siðgæði þegar peningar eru annars vegar, ég veit að það er erfitt að koma á algjöru réttlæti þegar kemur að launum en þessi gífurlegi munur á þeim hæsta og lægsta er út úr kortinu og nær í raun út yfir öll þjófamörk
Hafðu það gott ljúfan og ég ætla svo að fá ykkur Hóffu til mín í mánuðinum. Þarf bara aðeins að komast í gang eftir letilífið
Sigríður Jóhannsdóttir, 6.1.2009 kl. 20:13
Sigga mín: Hlakka til að hitta ykkur

Jónína Dúadóttir, 7.1.2009 kl. 07:12
þetta er sýndar mennska maðurinn er að reyna komast inn í viðskiptar lífið með reyna að sína hvað er góður gæi uss viðbjóður
Ólafur Th Skúlason, 7.1.2009 kl. 15:38
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 7.1.2009 kl. 21:59
Fruss, hef enga trú á að þetta sé af sanngirniskasti sem hefur gripið hann.
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.1.2009 kl. 23:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.