Það er líf eftir jólin...

... sagði svínið ! Er hægt að sýna meiri bjartsýni en þetta ?Grin Eins og mér finnst gaman að halda jól og setja upp jólaskraut og allt þetta yndislega vesen sem því fylgir, þá finnst mér gott að geta tekið það niður líka. Það er tími fyrir jól og það er tími fyrir eftirjól... Wink Ég er alveg búin að taka niður eina jólaseríu... dugleeegWhistling Kötturinn var aðeins byrjaður að taka skrautið af jólatrénu, kannski ekki  endilega af einskærri hjálpsemi samt, en ég kláraði það og tók sundur tréð og setti það í kassann. Við erum sem sagt með gervitré... með 30 ára ábyrgðW00t Kjötlopapeysan er tilbúin, þvegin og fín og liggur til þerris á gólfinu í gestaherberginu... næsta mál á hennar dagskrá er að flytjast búferlum í borgfirska sveit, ásamt húfu og tveggjaþumlavettlingumJoyful Þegar við fluttum hingað og stækkuðum þar af leiðandi við okkur húsnæði um ca helming og ég fór að taka upp úr kössum og pokum til að fylla nú upp í tóma skápa og herbergi, fann ég nokkrar peysur sem ég hef byrjað á fyrir einhverjum árum...Tounge Ég er alltaf minnst fjórum svoleiðis verkefnum á eftir sjálfri mér, ég hugsa nefnilega hraðar en ég prjóna, samt prjóna ég frekar hratt og kýs svo að fela það bak við tímaleysi að ég skuli ekki klára þetta, það er sko til að letin sjáist ekkiHalo Ég var eiginlega búin að plana að vera lasin í dag og hanga bara heima og hósta í einrúmi, en ég er hætt við það... að vera heima sko, ekki hætt að hósta samt fjandinn hafi það...Pinch Eigið góðan dag elskurnar mínar, við skjáumstSmile Heart

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ragna mín: Já, það er ekkert rosalega gaman en ég nota hundasáfræðina á mig núna og keypti mér plastkassa til að segja skrautið í, alltaf gaman að vinna með eitthvað nýttKnús út í Eyjar

Jónína Dúadóttir, 8.1.2009 kl. 08:35

2 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Mér finnst jólin alltaf æðislegur tími, en alltaf gott þegar daglega lífið kemst aftur í gang. Þú ert að minnsta kosti duglegti en ég... ég er búin að slökkva á mínum jólaseríum  Kannski að ég drattist til að taka þær niður í dag.

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 8.1.2009 kl. 08:48

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sigrún mín: Ég er nú ekki einu sinni búin að nenna að slökkva á mínum seríum, bara búin að taka niður eina af ca 10En þetta kemur allt saman... með vorinu kannski

Jónína Dúadóttir, 8.1.2009 kl. 08:55

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.1.2009 kl. 09:32

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Allt komið í kassa á þessu heimili bara eftir útiljósin sem fara fljótlega líka niður.  Eigðu góðan dag lopalína.

Ía Jóhannsdóttir, 8.1.2009 kl. 10:03

6 identicon

Það er svo stutt í næstu jól...tekur sig ekki að rífa þetta niður nei nei ég er alveg sammála, eins gaman og það er að setja þetta allt upp er rosa gott að losna við þetta aftur og fá plássið sitt til baka hehe...

Eigðu góðan dag ljúfan og gangi þér vel með hóstann

Jokka (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 10:59

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jenný mín:

Ía mín: Þú ert duglegEigðu líka góðan dag mín kæra

Jokka mín: Hjartans þakkir elsku dúllan, mér gengur mjög vel að hósta  Sjáumst

Jónína Dúadóttir, 8.1.2009 kl. 14:33

8 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Jónína mín. Vonandi endist hóstinn styttra hjá þér en  mér, þetta er bölvuð pest sem vill helst ekki sleppa á manni taki. Farðu vel með þig.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 8.1.2009 kl. 16:42

9 Smámynd: Helga skjol

Helga skjol, 8.1.2009 kl. 20:05

10 Smámynd:

Æ ég skil þú nennir þessu jólaniðurtektarstandi ekki  Þú hefur þá góðu afsökun að þú þurftir að prjóna  En mundu hvað allt er snyrtilegt og fínt þegar jóladótið er komið ofan í kassa og inn í geymslu.

, 8.1.2009 kl. 21:04

11 identicon

Jamm plastkassar!! Fór einmitt í RL búðina á mánudaginn og fjárfesti í slíkum búnaði fyrir mitt dýrmæta skraut, ein ágæt vinkona mín með í för. Ég segi nú sisvona þegar ég er búin að borga við vinkonu mína að loksins eftir 20 ára búskap sé ég búin að fjárfesta í umbúðir undir jólaskrautið! Hvað heldur þú að mín ágæta vinkona segi við afgreiðsludömuna...já loksins getur hún tekið skrautið niður, það er bara búið að hanga hjá henni í 20 ár:):) Aumingja stúlkan trúði henni! Ég fór heim með mína kassa og hugsaði djööööö...

Áslaug (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 22:34

12 Smámynd: Huld S. Ringsted

Við erum greinilega álíka, ég fór nefnilega og keypti mér plastgeymslukassa til að sortera jóladótið í........................................................ en kassarnir standa enn þá hérna tómir og jóladótið ennþá á sínum stað

Eigðu góðan dag Jónína

Huld S. Ringsted, 9.1.2009 kl. 09:13

13 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ólöf mín: Þetta er ógeðsleg kvefpest sem ég er búin að vera með í 10 daga núna, hjálpar sjálfsagt ekkert að ég fer samt alltaf í vinnunaVonandi batnar okkur báðum sem fyrst mín kæra

Helga mín:

Dagný mín: Er sko að vinna í þessu á fullu... eða vinna í þessu...Verst að vera búin að prjóna, verð að finna mér einhverja afsökunAlveg í fríi um helgina, þá tek ég á þessu

Áslaug mín: Mikið átt þú elskulega vinkonuTakk fyrir innlitið, alltaf gaman að skjá þig

Huld mín: Sjáðu nú til, þeir eru þó komnir og eru við hendina.... Eigðu líka góðan dag mín kæra og verð að segja að það er alltaf gott að vita að maður stendur ekki einn

Jónína Dúadóttir, 9.1.2009 kl. 11:41

14 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Ég þoli ekki jólaskraut eftir nýársdag svo mitt er allt komið niður í pappakassa og inn í skápa. Ég er sko enn með pappakassa, held kannske að þeir komi að góðum notum þegar við þurfum að fara að búa í svoleiðis, en ef til vill væri vitið að kaupa plastkassa, líklega betra að búa í þeim. Hafðu það gott um helgina mín kæra og farðu vel með þig

Sigríður Jóhannsdóttir, 9.1.2009 kl. 16:31

15 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sigga mín: Ert´að fara að flytjaGóða helgi mín kæra

Jónína Dúadóttir, 9.1.2009 kl. 19:30

16 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Sigríður Jóhannsdóttir, 10.1.2009 kl. 01:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband