Eitt af leiðinlegri fyrirbærum sem ég verð vör við hjá fólki er hroki... ég bara þoli hann ekki og verð hreint afskaplega skapstygg við hrokafullt fólk og hef enga þolinmæði með því...
Því miður, vegna þess að hroki verður til vegna lélegs sjálfsmats og það að hafa lélegt sjálfsmat er líklega með því verra sem manneskja getur þjáðst af...
Og þá á ég auðvitað að sýna skilning og hafa þolinmæði, en þar flaska ég yfirleitt...
Mér finnst gaman og líður vel með því að hæla fólki fyrir að gera góða hluti og að gera vel
Langflestir verða stoltir og vilja þá gera enn betur, en örfáir taka því þannig að þeir virðast bara geta sannfært sjálfa sig enn betur um, að þeir séu sannanlega miklu meiri og betri en allir aðrir og langt yfir aðra hafnir. Það þoli ég ekki, en vona bara að það sé ekki hrokinn í mér sem talar...
Það geta allir gert eitthvað betur en einhver annar og allir kunna eitthvað sem einhver annar kann ekki, en það er enginn til sem kann allt og gerir allt betur en allir aðrir. En að halda því fram við fólk sem þjáist af hroka er eins og að hella bensíni á eld... þá er verið að setja út á og gera lítið úr og það kostar sárindi og leiðindi...
Ég er enginn geðlæknir eða sálfræðingur og hef enga hæfileika á þeim sviðum og á þá ekkert að vera að reyna að vinna þeirra vinnu, enda löngu búin að gefast upp á að vera eitthvað að teygja mig þangað
Mitt sérsvið væri nú frekar heilaþvottur... en ég er ekkert sérstaklega góð í honum heldur... svo ég held mig bara við gólfþvottinn og prjónana... og ryksuguna... og snjóskófluna...
Fyrirsögnin á ekkert skylt við innihaldið, ég þarf bara að muna að kaupa hóstamixtúru
Eigið góðan dag elskurnar mínar allar og ennþá betri viku, í vinnu eða ekki











Flokkur: Bloggar | 12.1.2009 | 08:14 (breytt 13.1.2009 kl. 16:32) | Facebook
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 173251
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ragna mín: Þakka þér fyrir mín kæra, það ert þú líka
Knús til þín út í Eyjarnar
Jónína Dúadóttir, 12.1.2009 kl. 08:17
Gód færsla hjá thér. Thví midur er til ansi margir sem telja sig vita allt best og fullt af hroka. En thví midur gleyma thessar manneskjur ad skoda sjálfan sig, en audvitad thurfa thau ekki ad gera thad eru fullkomid
Kær kvedja til thín
sur, 12.1.2009 kl. 08:58
Altf jafn upplýsandi að lesa þig min kæra. Hafðu góðan dag
Kristín Gunnarsdóttir, 12.1.2009 kl. 08:59
Sur: Þakka þér fyrir, það er nefnilega það sem hrokafullar manneskjur gera alls ekki og forðast í lengstu lög, það er að skoða sjálft sig... því miður
Þakka þér fyrir innlitið
Kristín mín: Þakka þér fyrir mín kæra, þú ert alltaf svo hlýleg og góð, eigðu líka góðan dag og farðu vel með þig
Jónína Dúadóttir, 12.1.2009 kl. 09:10
góður pistill hjá þér
Ólafur Th Skúlason, 12.1.2009 kl. 09:15
Mikið er ég sammála þér Jónína, þoli ekki hrokafullt fólk en þetta með fyrirsögnina, hélt að þú værir fárveik heima og að þetta væri ákall á hóstamixtúru
Eigðu góðan dag
Huld S. Ringsted, 12.1.2009 kl. 09:31
Risaknús
Vonandi mannstu eftir mixtúrunni
Líney, 12.1.2009 kl. 09:51
Helga skjol, 12.1.2009 kl. 10:00
Ólafur minn: Þakka þér fyrir
Huld mín: Nei nei, þetta er bara innkaupalistinn
Eigðu líka góðan dag
Líney mín: Gleymi henni örugglega... heilastarfsemin ekki alltaf upp á marga fiskana
Risaknús til baka
Helga mín: Já sumir eru bara ruglaðri en aðrir... og ég er sko ekki barnanna best í þeim hópi...


Jónína Dúadóttir, 12.1.2009 kl. 10:07
Góð hugleiðing hjá þér Jónína. Veistu það er stundum gott að velta fyrir sér fyrirbærum lífsins. Ekki samt gleyma að kaupa lífselexírinn.
Ía Jóhannsdóttir, 12.1.2009 kl. 11:39
Ía mín: Já, það er alveg nauðsynlegt
Sko ég er að reyna að muna að gleyma ekki.....
Jónína Dúadóttir, 12.1.2009 kl. 11:44
Hóst hóst hóstamixtura
Birna Dúadóttir, 12.1.2009 kl. 12:25
Birna mín:
Jónína Dúadóttir, 12.1.2009 kl. 13:03
Þú ert algjör dúlla.
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.1.2009 kl. 14:16
Það léttir alltaf geðið að líta inn hjá þér
svo líklega ertu nú með einhverja hæfileika á því sviðinu. 
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 12.1.2009 kl. 17:19
Við höfum greinilega verið á sömu hugsanabylgjunni
Þoli ekki heldur hrokafullt fólk. Allir hafa nefnilega eitthvað til síns ágætis.
, 12.1.2009 kl. 18:25
Jenný mín: Æts.. takk sæta
Sigrún mín: Ha já þú meinar það
Þakka þér fyrir
Dagný mín: Já ég var undir áhrifum frá þinni færslu og nokkru,... ekkert sem ég varð vitni að í gær
Það hafa nefnilega allir eitthvað til síns ágætis
Jónína Dúadóttir, 12.1.2009 kl. 19:52
Það er þarna ekkert sem á ekkert að vera þarna
Jónína Dúadóttir, 12.1.2009 kl. 19:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.