Það er gott að geta hlegið og beinlínis bráðandskoti nauðsynlegt... við hættum nefnilega ekki að hlægja af því að við verðum gömul... við verðum gömul af því að við hættum að hlægjaÉg var að lesa frétt um stúlkutetur í USA sem virðist hafa það eitt fyrir stafni að eyða peningum og forðast ljósmyndara... fyrirsögnin var eitthvað á þá leið að hún hefði keypt sér bíl í stíl við fötin sín...
Jahérnahér, annað hvort eru þeir sem velja fréttirnar til að birta í íslenskum fjölmiðlum, svona miklir húmoristar eða ég kann ekki gott að meta...
Ég las alla fréttina... og fór svo bara að hlægja
Og ferlega góð inn í daginn, þó svo að ég þurfi að mæta núna klukkan 8 á starfsmannafund, en verð þá bara búin fyrr og hef svakalega langa pásu þangað til ég fer í kvöldsnattið. Þessa pásu ætla ég að nota til að sauma ný eldhúsgluggatjöld... enn og aftur
Tjöldin sem ég átti og setti upp í staðinn fyrir mín flottu jólarauðu eru svo litlaus og flöt og beinlínis hættulega niðurdrepandi... og hlupu auk þess í þvotti
Og af því að ég læt ekkert komast upp með að draga mig niður, ef ég get með einhverju móti komið í veg fyrir það, þá fór ég og keypti mér rautt efni í þriðju eldhúsgluggatjöldin á innan við ári
Núna ætla ég að fá mér fleiri köff og fer svo trúlega út og kaupi mér brjálæðislega skræpóttan bíl, í stíl við brjálæðislega skræpótta trefilinn minn... en líklega verð ég að skrifa um það sjálf, ég held ég eigi ekki nógu mikið af peningum til að teljast gilt fréttaefni... eða eitthvað í þá áttina
Eigið góðan dag elskurnar mínar allar og takið eftir því að sólin er farin að sýna sig
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 173251
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ragna mín: Takk dúllan mín, knús inn í þinn dag

Jónína Dúadóttir, 14.1.2009 kl. 07:31
Það urðu eins viðbrigði hjá mér þegar ég tók niður fallegu rauðu jólagardínurnar mínar og setti upp ljósu.............................................
eldhúsið varð litlaust!! en ekki nenni ég að sauma nýjar, saumaskapur er einfaldlega ekki það skemmtilegasta sem ég geri 
Eigðu góðan dag
Huld S. Ringsted, 14.1.2009 kl. 08:02
Huld mín: Mér finnst saumaskapur er ekkert sérstaklega skemmtilegur... en nauðsynlegur, af því að ekki tími ég að láta sérsauma þetta fyrir mig
Eigðu líka góðan dag

Jónína Dúadóttir, 14.1.2009 kl. 09:48
Sama hér nenni ekki að sauma, er reyndar með ofnæmi fyrir nál og tvinna, hleyp öll upp, innan sem utan.
En mig vantar líka nýjar eldhúsgardínur þetta er eitthvað svo ,,döll" núna eftir að þessar rauðu fóru niður.
Kveðja inn í góðan dag.
Ía Jóhannsdóttir, 14.1.2009 kl. 10:25
Baðgardínurnar mínar hlupu líka í þvotti
en það verður bara að hafa það! Fólk hlýtur að hafa e-hvað annað að gera en að rúnta eftir götunni fyrir ofan og reyna að sjá minn háeðalbornaafturenda undir gardínurnar hehehe...
Eigðu góðan dag heillin mín, hef ekki séð þig síðan í fyrra! Verðum að fara að bæta úr því
Jokka (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 10:27
Maður á aldrei of margar eldhúsgardínur
Líst vel á þetta hjá þér. Verst að ég kemst ekki neitt í dag...á ekki bíl í stíl við fötin sem ég er í

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 14.1.2009 kl. 11:22
Gott hjá þér. Maður á ekki að reyna að lifa með leiðinlegum gardínum
Um að gera að hafa allt sem líflegast í kring um sig. Veit ekki samt með bílinn
Hafðu það gott 
, 14.1.2009 kl. 13:01
Ía mín: Nálogtvinnaofnæmið er sko ekkert grín
Eigðu góðan dag líka
Jokka mín: Mér þætti vænt um að fara að fá að sjá þig og þinn háeðalborni verður líklega að fá að fylgja með

Sigrún mín: Svo er líka hægt að klæða sig bara í stíl við bílinn... líklega ódýrara
Dagný mín: Satt er það, engin leiðindi sko
En ég er eitthvað orðin afhuga skræpótta bílnum... verð bara í bláum sokkum eða blárri peysu við bláa bílinn minn
Farðu vel með þig
Jónína Dúadóttir, 14.1.2009 kl. 13:43
Ég er að hugsa um að fá mér gulan kjól í stíl við bílinn minn. Gult klæðir mig ágætlega. Kannski ég geymi það samt þar til fer að vora það er of kalt að vera í kjól núna og gular buxur og úlpa. Nei , nei það samræmist ekki mínum smekk. Verð bara að bíða með þetta til vors.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 14.1.2009 kl. 16:22
Ólöf mín: Mikið skil ég þig að vilja ekki gula úlpu og buxur, en ég trúi því að gulur kjóll færi þér vel

Jónína Dúadóttir, 14.1.2009 kl. 19:39
Ásdís Sigurðardóttir, 14.1.2009 kl. 20:00
Knús mín kæra
Sigríður Jóhannsdóttir, 14.1.2009 kl. 21:05
Ég ætla að kaupa mér föt í stíl við bílinn minn
Birna Dúadóttir, 14.1.2009 kl. 21:09
Ásdís mín:

Sigga mín: Risastórt knús til baka mín kæra
Birna mín: Held það sé mun gáfulegra
Jónína Dúadóttir, 14.1.2009 kl. 21:50
Þu verður ábyggilega flottust í skræpótta bilnum með skræpótta trefilinn í stil og ég efa ekki að nyju gardínurnar verði flottar hjá þér Jónina min. Kærleikur til þín
Kristín Gunnarsdóttir, 15.1.2009 kl. 06:15
Kristín mín: Já heldurðu ekki bara að skræpóttur bíll færi mér vel
Gardínurnar verða flottar, þegar þær komast af borðstofuborðinu og fyrir gluggana
Farðu vel með þig heillin
Jónína Dúadóttir, 15.1.2009 kl. 06:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.