Var að velta fyrir mér hvað þarf til að vera góður hlustandi... í sjálfboðavinnu það er að segja. Öll ættum við auðvitað að geta verið það... við höfum jú tvö eyru, en bara einn munn
Ég get alveg verið góður hlustandi, það er að segja ef það kemur ekki bara endalaust og eintómt helíum rugl frá talandanum og alltaf það sama
Hæfileikar mínir sem hlustanda, fara þá óðum þverrandi og þá get ég yfirleitt ekki setið á mér, en það er ekki nógu gott, af því að hlustandinn á nefnilega að þegja og hlusta
Það eru samt takmörk fyrir því hvað það er hægt að ausa miklu yfir mig, en svo er á það að líta að kannski þarf talandinn bara að koma út úr sér bullinu og losa sig þannig við það, það gerist alveg og telst bara nokkuð eðlilegt
En sumir virðast bara alltaf hafa nóg af fjandans bulli til að ausa úr sér og þá skortir mig þolinmæði og á það til að setja mig í dómarasæti...
Of margir fyrir minn smekk, gera nefnilega ekkert annað en að kvarta og sífra yfir öllu, vilja ekkert annað og gera ekkert annað og það er óþolandi, fyrir mín eyru allavega og slíkt hæfir auðvitað ekki góðum hlustanda
Þegar það er svo einbeittur brotavilji í gangi, þá lokast á þolinmæðina mína... hún lætur sig hverfa og svo forðast ég líka meðvirkni af miklum móð
Í sumum tilvikum gerir maður nefnilega engan greiða með því bara að hlusta, það er klárt og þá geta komið frá kvikindinu mér svona sætar litlar setningar eins og: "Hættu nú þessu endalausa væli og reyndu að gera eitthvað í þínum málum" og eitthvað fleira svoleiðis og þá er mér nú yfirleitt sparkað úr djobbinu
Annars ferlega góð inn í daginn og með helling af þolinmæði, það hefur ekkert tæmst út af henni það sem af er þessum fína fimmtudegi, sem eðlilegt er
Fer ekki fet út úr húsi fyrr en klukkan 10 og þá í vinnuna með ánægju, kvöldvinnan er líka auðveld þessa dagana... indælis fólk allt saman, ekkert margir og engir erfiðleikar... hvað er hægt að hafa það betra ?
Eigið góðan dag, í allan dag elskurnar mínar allar












Flokkur: Bloggar | 15.1.2009 | 07:22 (breytt 16.1.2009 kl. 19:46) | Facebook
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ragna mín: Takk og sömuleiðis
Jónína Dúadóttir, 15.1.2009 kl. 07:24
Það er stundum ótrúlegt hvað fólk vill að ég hlusti á í vinnunni.Ég er svona eins og barþjónninn"konan mín skilur mig ekki" ég hef fengið að heyra ýmislegt
og ég vinn bara í verslun
Birna Dúadóttir, 15.1.2009 kl. 08:27
Birna mín: Já segðu, ef þú ynnir nú á bar...
Jónína Dúadóttir, 15.1.2009 kl. 08:39
Helga skjol, 15.1.2009 kl. 08:57
Sem hlustandi hlýtur maður að mega skjóta inn einni og einni setningu. Annars væri maður meðvirkur að jamma við öllu, hvað þá ef það eru eintómar kvartanir. Maður gerir engum greiða með því. Best er að segja bara sína meiningu, það er oft það sem fólk þarf að heyra. Muna bara, að aðgát skal höfð í nærveru sálar
Hafðu það líka rosa gott í dag mín kæra 
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 15.1.2009 kl. 10:29
Þú ert yndisleg, bara að sem flestir væru eins og þú. Kærleikskveðja Jónina min
Kristín Gunnarsdóttir, 15.1.2009 kl. 10:45
Hættu þessu væli Ninna mín

bara mátti aðeins til sko
Líney, 15.1.2009 kl. 11:31
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 15.1.2009 kl. 11:37
En mér skilst jafnframt að við séum sköpuð með tvö eyru og einn munn, því við eigum að hlusta meira en tala!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 15.1.2009 kl. 11:38
A wise old owl sat in an oak
the more he saw the less he spoke
the less he spoke the more her heard
why can't we be like that wise old bird?
, 15.1.2009 kl. 13:15
Helga mín:

Sigrún mín: Alveg rétt hjá þér og sömuleiðis

Líney mín:

Jóhanna mín: Maður getur valið spurninguna, en ekki svarið
Ég hef skil það líka þannig að þetta sé svona hint... tvö eyru... einn munnur
Dagný mín: Þessi er mjög viturleg og betur að allir væru eins og þessi virðulegi fugl

Jónína Dúadóttir, 15.1.2009 kl. 15:15
Kristín mín: Þakka þér og sömuleiðis mín kæra

Jónína Dúadóttir, 15.1.2009 kl. 15:16
Maður verður að blanda þessu af varfærni, eftir því hver er viðmælandi í hvert sinn.
Ásdís Sigurðardóttir, 15.1.2009 kl. 16:05
Bara blokkera og humma síðan á réttum stöðum það gerir alla vega minn elskulegi þegar ég fæ málæði huhummm.
Ía Jóhannsdóttir, 15.1.2009 kl. 16:35
Ásdís mín: Jú rétt hjá þér

Ía mín: Þekki alveg svoleiðis elskulegheit
Jónína Dúadóttir, 15.1.2009 kl. 20:54
Blessuð geturðu ekki sett tappa í eyrun og sagt svo já og nei svona sitt á hvað?
Dísa (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 22:54
Dísa mín: Góð hugmynd
Jónína Dúadóttir, 16.1.2009 kl. 08:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.