Meindýr ?

Útigangsfólk er þekkt fyrir að reyna að koma sér fyrir í yfirgefnu húsnæði, þar sem það getur fengið að vera í friði... leiðréttið mig endilega ef ég er að fara með einhverja vitleysu. Einhver vinnuskúr á yfirgefinni byggingarlóð í Borg Óttans varð fyrir valinu og íbúar þar í kring kvörtuðu... svo sem ekkert um það að segja, sjálfsagt ekkert notalegt sambýli...WounderingYfirverkfræðingur hjá byggingarfulltrúa í þessari sömu borg var að tjá sig um málið og kallar útigangsfólkið meindýr... Djöfull finnst mér það kuldalega til orða tekið um fólk... og þá sérstaklega ógæfufólk, sem útigangsfólk hlýtur að vera. Það fer varla nokkur manneskja sem lífið leikur við, út og fer að búa á götunni bara svona að gamni sínu. Ég hef samúð með útigangsfólki, það hefur þessi blessaður verkfræðings... ætlaði að skrifa tittur en hætti við... greinilega ekkiGetLost

Fyrir jólin í fyrra var sett upp risastórt, lýsandi hjarta hérna yfir í Vaðlaheiðinni og fyrst núna sé ég það út um glugga á húsinu mínu. Ég held samt ekkert að það hafi verið fært til, ég horfi greinilega ekkert mikið út um þennan glugga, hann snýr nefnilega bara að næsta húsiToungeEn ef ég fer svo og horfi aðeins fyrir ofan þakið á næsta húsi, sem mér hefur einhvernvegin ekki dottið í hug fyrr en í morgun, þá sé ég hjartað mjög vel. Gott að sjá það þarna án þess að þurfa að fara út að keyra, minnir mig á allt það fallega og góða sem er vissulega til í lífinu og í veröldinniHeart

Í dag er ljúfur laugardagur og líka dagurinn sem nýju eldhúsgardínurnar mínar komast loks fyrir glugganaGrinÉg hneykslaði fullorðna konu þegar ég var að lýsa því fyrir henni að ég væri hálfnuð... rauður efri kappi og litlaus neðri kappi fyrir öðrum glugganum og svo öfugt fyrir hinum. "Gevööð, ég ætla að vona að gluggarnir þínir snúi ekki út að götunni, svona mundi ég aldrei gera, þó svo ég byggi í sveit og gluggarnir sneru til fjalls" ! Jæja, mikið er nú gott að við erum ekki öll einsLoL

Eigið góðan dag þið öll þarna útiSmileHeart  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Ég hjó einmitt eftir þessu orðalagi á visir.is og ég á bara ekki til orð að fólk hugsi svona um þetta ógæfufólk. Mér finnst að þessi maður ætti að biðja þau formlega afsökunar á þessu orðalagi.

Birgitta Jónsdóttir, 17.1.2009 kl. 09:03

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hvernig dettur fólki í hug að tala svona, meindýr!

Drífa upp gardínurnar, vona að glugginn snúi til fjalls heheheh.....

Ía Jóhannsdóttir, 17.1.2009 kl. 10:00

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Birgitta: Ósmekklegt og ekki við hæfi hugsandi fólks

Ía mín: Já segðu...Gardínurnar á hraðri uppleið, annar glugginn er á bakhlið hússins og hinn snýr niður að næsta húsi og það er mannlaust...   Hjúkk hvað ég er heppin

Jónína Dúadóttir, 17.1.2009 kl. 10:29

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ragna mín: Góðan daginn mín kæraÆi já, konugreyið... hlýtur að vera erfitt að vera svona

Jónína Dúadóttir, 17.1.2009 kl. 10:32

5 Smámynd: Birna Dúadóttir

Held þessi tittur ætti að prufa eitthvað í líkingu við að vera svona "meindýr" Skil þetta með gardínurnar,þær "æpa" út um gluggana

Birna Dúadóttir, 17.1.2009 kl. 10:41

6 Smámynd:

Það er svo auðvelt að setja sig á háan hest þegar maður keyrir heim á flotta jeppanum sínum í hlýja húsiið sitt og borðar sig saddan af góðum mat. En þetta lýsir hins vegar lítilmennsku viðkomandi.   Varðandi gardínurnar þá ert þú greinilega ekki mjög ferköntuð  Grunaði það nú svo sem

, 17.1.2009 kl. 11:32

7 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Greyið maðurinn, þetta segir meira um hann heldur en "meindýrin"  Þú ert alveg búin að trekkja mig upp, nú fer ég og held áfram með mínar gardínur  Til að vera viss um að ganga ekki fram af nágrönnunum, þá fékk ég nágrannakonuna mína með mér að kaupa efnið  En það er gott ef það er ekkert meira en þetta sem blessuð konan hefur til að býsnast yfir.

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 17.1.2009 kl. 13:04

8 identicon

Jokka (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 13:04

9 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Fólk er fífl bara í misstórum skömmtum.  Þessi maður hefur fengið góðan skammt af því. Rauðar upp og hvítar niðri eða hvítar upp og rauðar niðri, hmmmm, eitt er víst að það er öðruvísi, verður að skella inn myndum um leið og þær eru komnar upp krúsin mín, þangað til bíð ég spennt, ætla sko ekki að dæma fyrirfram enda algjörlega fordómalaus kona

Hafðu það gott mín kæra

Sigríður Jóhannsdóttir, 17.1.2009 kl. 14:05

10 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Ókey, litlaus þarf ekki endilega að vera hvítur, sorry, en hvað er litlaus? Hehe!

Sigríður Jóhannsdóttir, 17.1.2009 kl. 14:06

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Birna mín: Gott ef hægt væri að gera meyndýr úr tittinumÉg hef ferlega gaman af því að leika mér með form og liti...

Dagný mín: Já þetta er frekar lítill maður... í sérSko þetta með gardínurnar... þær eru ekki búnar...

Sigrún mín: Það ert þú sem þarft að búa með gardínunum þínum, ekki fólkið sem keyrir framhjáHaltu áfram að sauma stelpa

Jokka mín:

Sigga mín: Já ég er farin að hallast að því að hann sé fordóma- og hrokafullur asniSko efri kappinn öðrum megin og neðri hinum megin eru þessar rauðu sem ég er að sauma, hinar litlausu eru svona beis-drapp-ljósgrá.... eitthvað svona litlausir litir.... sem sagt gömlu gardínurnarSet einn kappa upp í einu þegar hann er tilbúinn, ef hann passar þá er ég ekkert að rífa hann niðurHafðu það gott dúllan mín

Jónína Dúadóttir, 17.1.2009 kl. 15:51

12 Smámynd: Ólafur Th Skúlason

þvílíkt hroki og lítils virðing fyrir þessu fólki sem hefur lent í þessum hremmingum

Ólafur Th Skúlason, 17.1.2009 kl. 16:32

13 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ólafur minn: Já mér þykir það...

Jónína Dúadóttir, 17.1.2009 kl. 16:34

14 Smámynd: Líney

Þakkaðu  fyrir að þaðer ekkert til sem heitir Gluggatjaldaráð,ella hefði kella  ábyggilega  kært þig fyrir stílbrot

Líney, 17.1.2009 kl. 17:23

15 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Líney mín: Góð, það er eins gott að það er ekki til

Jónína Dúadóttir, 17.1.2009 kl. 18:54

16 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég tók líka eftir þessu orði þegar ég las fréttina og eiginlega átti bara ekki til orð!! Þvílíkur hroki í blessuðum manninum, vonandi verður hann sjálfur aldrei fyrir því að verða "meindýr" í þjóðfélaginu

Huld S. Ringsted, 17.1.2009 kl. 18:54

17 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Huld mín: Mér finnst fólk sem hugsar svona vera aðal meindýrin...

Jónína Dúadóttir, 17.1.2009 kl. 18:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband