Litli rökfræðingurinn ;-)

Við fórum í gær að versla á Glerártorgi, sonardóttir mín hún Linda Björg þriggja ára og ég. Hún er skýr og skemmtileg stelpa og alltaf meira og meira gaman að fara með henni eitthvað. Börn eru dásamleg, en einhvernvegin á ég nú alltaf auðveldara með að umgangast þau þegar þau eru farin að tala, ég er alls ekkert flink að lesa í skælurBlushVið fórum meðal annars í Tiger og þegar ég fór að skoða þar lesgleraugu, með gleraugu á nefinu þá fór hún að hlægja: Amma mín, af hverju þú að skoða gleraugu, þú á gleraugu... ToungeJá ég þarf að fá mér fleiri og líka handa afa, hann týnir stundum sínum. Hún tók þetta gott og gilt, en þegar við fórum svo fram hjá leikfangaverslun þar sem við sáum meðal annars stórt hlið búið til úr blöðrum, kom skeifa á fallega andlitið hennar og hún sagði: Ég sarr að fá fleiri blörrur... Nú af hverju spyr ég... Hann pabbi minn sprengdi blörruna mína... Og af hverju á ég að kaupa handa þér blöðru, þegar það var pabbi þinn sem sprengdi þína ? Hún horfði á mig smástund og sagði svo: "Þú mamman hans pabba míns"CoolÉg þarf sjálfsagt ekkert að taka það fram að ég fór með þennan yndislega litla rökfræðing inn í búðina og keypti handa henni poka fullan af blöðrumLoLÆtla nú samt ekki að hafa það sem reglu, pabbi hennar er ráðsettur maður, giftur til margra ára og bráðum tveggja barna faðir og það sem hann skemmir á hann að bæta sjálfur, hann er löngu kominn úr ábyrgðToungeEn á meðan það er ekki eitthvað stærra og dýrara sem hann sonur minn skemmir fyrir blessuðu barninu, þá læt ég það veraJoyfulOg eins og ég segi alltaf þegar ég er að láta eftir henni: Ég er amman, ég má þaðGrinEigið dásamlegan dag elskurnarSmileHeart 

Pé ess: Ég setti inn myndir af eldhúsgluggunum mínum, allir kapparnir komnir upp og allir einsWink 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Hun er bara yndisleg og auðvita á mamma pabba að borga blörrurnar, hvað annað. Eigðu yndislegan dag Jónina min

Kristín Gunnarsdóttir, 18.1.2009 kl. 09:50

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Kristín mín: Já hún náði mér alveg þarna skoFarðu vel með þig mín kæra

Jónína Dúadóttir, 18.1.2009 kl. 09:58

3 Smámynd:

Skil vel að þessi röksemdafærsla hafi náð þér  

, 18.1.2009 kl. 10:01

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Dagný mín: Var annað hægt ?

Jónína Dúadóttir, 18.1.2009 kl. 10:05

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ragna mín: Takk fyrir innlitið 

Jónína Dúadóttir, 18.1.2009 kl. 10:51

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Hahaha þau eru yndisleg litlu stubbarnir

Huld S. Ringsted, 18.1.2009 kl. 11:20

7 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ég er í krúttkasti hér, elska þennan rökræðualdur.

Ía Jóhannsdóttir, 18.1.2009 kl. 11:24

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Huld mín: Þau eru það sannarlega

Ía mín: Já þetta er frábær aldur

Jónína Dúadóttir, 18.1.2009 kl. 11:27

9 identicon

Þessi börn yndislegar rökfærslur hehe...eigðu góðan dag heillin mín

Jokka (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 11:36

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jokka mín: Sömuleiðis ljúfan mín

Jónína Dúadóttir, 18.1.2009 kl. 11:40

11 Smámynd: Birna Dúadóttir

krúttleg skvísa Mikið er ég nú fegin að þú ert orðin eins "báðumegin"í gardínum

Birna Dúadóttir, 18.1.2009 kl. 12:31

12 Smámynd: Líney

fliss,ég var einmitt með einn   sem verður   "hriggjaára  "  í mai í pössun í gær og lét auðvitað allt eftir blessuðu barninu sem hann benti á,það eru forréttindin sem fylgja ömmutitlinum hehe og svo skilar maður þeim  aftur  heim :) og þar má hann "ekkert" að eigin sögn

En mikið er ég fegin að  gardínurnar þínar eru orðnar eins,hefði verið   slæmt  að fá  umfjöllun í DV

"'Ósmekklegar gardínur vekja hneykslun á   Akureyri" Mótmælt er ákaft utan við  eitt hús  þar sem íbúðareigandi  hefur ekki virt vinsamleg tilmæli  Gluggatjaldaráðs  að hafa    viðeigandi gardínur fyrir eldhúsgluggunum.

Húsið  stingur mjög í stúf við önnur hús  í bænum.

Áframhaldandi mótmæli eu fyrirhuguð næstu daga  eða  þar til íbúðareigandi sér að sér og skiptir um gardínur. "

Já  þannig er  nú  það Ninna  mín

Líney, 18.1.2009 kl. 13:15

13 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Birna mín: Já hún er þaðHurðu jamm... hebbði verið mjög slæmt að vera öðruvísi

Líney mín: Góóóóóð... það var akkúrat þetta sem ég óttaðist

Jónína Dúadóttir, 18.1.2009 kl. 13:20

14 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Yndisleg þessi kríli. Ég hefði nú alveg verið til í að sjá eina mynd ekki eins báðum megin, en verð að segja að ég get alveg séð það fyrir mér og líst betur á þessa niðurstöðu

Hafðu það gott krúttið mitt

Sigríður Jóhannsdóttir, 18.1.2009 kl. 13:46

15 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sigga mín: Æijá, þau eru þaðEr´ett´ ekki bara fínt hérna hjá okkur ?  Mundi ekki eftir að taka myndir af krullinu

Hafðu það gott líka elsku dúllan, ég er að fara að vinna

Jónína Dúadóttir, 18.1.2009 kl. 16:37

16 identicon

Snjöll er hún sú stutta, ansi góð að rökræða við ömmu!! Reyni jafnvel að kíkja á ykkur í næsta fríi, alveg komin í þörf að hitta ykkur:):) Knús í bæinn. Áslaug

Áslaug (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 19:03

17 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Áslaug mín: Já hún er flottustFarðu að drífa þig í heimsókn heillin mín, allt of langt síðan síðast

Jónína Dúadóttir, 18.1.2009 kl. 21:40

18 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Kannast við þessar rökræður, stend í þeim stöðugt við mína nýorðna fjörgurra ára dótturdóttur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.1.2009 kl. 22:59

19 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Það er ekki annað hægt en að bráðna fyrir svona rökum  Og ömmur mega allt  Til hamingju með fínu gardínurnar  

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 19.1.2009 kl. 10:56

20 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jenný mín: Bara gaman

Sigrún mín: Jahá ömmur mega alltÞakka þér fyrir krúttið mitt, ég er svakalega ánægð með að ég skyldi þora í liti

Jónína Dúadóttir, 19.1.2009 kl. 19:10

21 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Já börn eru stórskemmtileg, og sannleikann fær maður líka að heyra frá þeim. Til hamingju með gardínurnar, en varstu ekki með gardínur. Hef verið löt að kvitta, en það er nú svona þegar að maður er tölvulaus heima. Puss og kram frá Svíaríki

Heiður Helgadóttir, 19.1.2009 kl. 19:18

22 Smámynd: Huld S. Ringsted

Jónína mín fyrirgefðu ég gleymdi að láta þig vita af hittingnum, vissi reyndar ekki sjálf af honum fyrr en deginum áður! læt þig svo sannarlega vita næst

Huld S. Ringsted, 20.1.2009 kl. 07:27

23 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Huld mín: Ekkert að fyrirgefa mín kæra, sjáumst bara næst

Jónína Dúadóttir, 20.1.2009 kl. 07:38

24 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Þetta er mjög flott ljúfan mín, þú ert smekkkona, eldhúsið þitt æði

Sigríður Jóhannsdóttir, 20.1.2009 kl. 20:48

25 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sigga mín: Þakka þér fyrir

Jónína Dúadóttir, 20.1.2009 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband