... reiðina í fólki út af öllu þessu andskotans rugli sem hefur verið í gangi. Ekki nóg með að það fór allt fjandans til með bankahruni, heldur erum við ofan í kaupin með ríkisstjórn sem getur ekkert og kann ekkert, gerir allavega ekkert. Og vill bara fá að vera í friði... til að... hvað ? Ég held ég hafi sjaldan heyrt aumari málflutning en hjá okkar ástkæra eða þannig, forsætisráðherra í afneitun í sjónvarpinu... Æi ég man ekki hvort það var í gærkvöldi eða fyrrakvöld, hver haldið þið að geti munað hvenær enn eitt ruglið rann út úr honum... Sko ef það er kosið núna þá verður landið stjórnlaust í svona 6 til 8 vikur eftir kosningar... Einmitt það já... Og ? Er landið ekki hvort sem er stjórnlaust ? Ég er ekkert hrædd við stjórnlaust land eins og hann segir, ef ég get þá verið viss um að ég sé að bíða eftir að mynduð verði ríkisstjórn sem er líkleg til að gera eitthvað af viti fyrir fólkið í landinu. Svo er bara spurningin hvað á að kjósa... Ég hef aldrei verið hlynnt flokkakerfum, get ekki með góðu móti kosið bara einn flokk... það er sami rassinn undir þeim öllum þegar þeir komast til valda. En þó ég skilji reiðina í fólki, þá skil ég ekki samt alveg eins vel hvert reiðin beinist þessa dagana. Nú er lögreglan orðin það versta sem fólk þekkir... lögreglumenn eru að níðast á fólki alveg að tilefnislausu og allir sem verða fyrir gasinu og kylfunum í þessum látum öllum eru svo innilega saklausir... allt löggunni að kenna ? Já einmitt það já ?!? Sko það sem ég geri er aldrei öðrum að kenna, það er mér að kenna ! Auðvitað er einhver í lögguliðinu sem er verri en annar, en það er líka einhver verri en annar í mótmælendahópnum ! Hugsa börnin mín, hugsa... Skyldu mótmælafundirnir í borginni fara bara afskaplega friðsamlega fram ef ekki væri nein lögga á svæðinu ? Neeeeh... það held ég ekki... Lögreglumenn eru fólk sem er að vinna vinnuna sína og gera það sem þeim er sagt að gera... líkt og bankastarfsmenn á gólfi, þá eiga þeir ekki sök á ástandinu í þjóðfélaginu í dag. Þeir eiga að reyna að koma í veg fyrir að allt fari í tóma vitleysu og stórslys, hugsið ykkur bara ef þeir kæmu bara alls ekki á mótmælafundina... Hvað gerist þá ? Það er reynt að kveikja í húsum til dæmis... á að láta það þá bara vera ? Ég styð hávaðann, mér finnst það frábær hugmynd, en svo nýlenduvörurnar sem fólk er að bruðla með... ég mundi ekki tíma að eyða mínu litlu peningum svona, ég mundi frekar nota lauk... hann er illa lyktandi, mér finnst hann vondur og svo er hann líka ódýrari en egg til dæmis ! Eigum góðan dag og gleymum ekki að hugsa svolítið rökrétt


Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jamm alveg sammála.Alltaf skondið þegar lögreglunni er kennt um hitt og þetta.Þetta er komið út í algera vitleysu
Birna Dúadóttir, 22.1.2009 kl. 08:42
Við tökum ábyrgð á eigin lífi, eiga þá ekki aðrir að gera það sama. Ég var að horfa á frettirnar frá því í gær og mikið' skil ég þetta blessaða fólk á Íslandi, þetta á bara eftir að versna. Eigðu góðan dag Jónina min
Kristín Gunnarsdóttir, 22.1.2009 kl. 09:05
Birna mín: Sammála, en það eru bara ekki allir sem láta eins og óðir, en þeir eru auðvitað langmest áberandi
Kristín mín: Já ég held líka að þetta eigi eftir að versna, en bitnar það þá á þeim sem reiðin beinist að ? Það get ég ekki séð og það er það sem ég er hrædd við
Góðan dag mín kæra
Jónína Dúadóttir, 22.1.2009 kl. 09:36
Já, stjórnlaust, einmitt, hefur það ekki verið þannig langa lengi?
Við á Grenivík erum að hugsa um að fara að mótmæla, standa við Jónsabúð með fokking fokk spjöld. -Og þessi Geir!! Hann er sko mikið verri en argasta smábarn. Heyrir ekkert, enda hlustar hann ekki :(
En þau hin, hvað með þau? hvenær er nóg komið? Verður maður svona gráðugur þegar maður kemst á þing? Hér sit ég, myl undir mig og mína og fer ekki fet?
Ja, ég bara spyr.
Annars sæl, kæra vinkona og gaman að lesa pislana þína alltaf hreint :)
Hóffa (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 09:54
Lauk hehehe það sem þér dettur í hug en OK ég er þér svo hjartanlega sammála um allt þetta hér að ofan.
Ía Jóhannsdóttir, 22.1.2009 kl. 12:24
Hóffa mín: Mæltu manna heilust og takk fyrir innlitið mín kæra vinkona

Ía mín: Æi já, laukur er vondur og allt í lagi að spreða honum... alla vega mín vegna
Ég gengi aldrei svo langt að fara að kasta grjóti í neinn, að maður tali nú ekki um heilu gangstéttarhellurnar...
Jónína Dúadóttir, 22.1.2009 kl. 12:36
Ég skil vel alla reiðina. En mér finnst fáránlegt þegar fólk beinir henni að lögreglunni. Sjá fólk eins og fífl berja grjóti í skyldi lögreglunnar. En það skal alltaf vera svona, nokkrir svartir sauðir sem eyðileggja allt fyrir öðrum. Ég væri alveg til í að vera þarna og vera með hávaða en hætti mér bara ekki á staðinn fyrir þessum fíflum sem þar eru. Hafðu góðan dag mín kæra
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 22.1.2009 kl. 12:53
Það nær nú engri átt að vera að henda grjóti og það að lögreglunni ,hún er bara að sinna sínum störfum. Ég styð mótmælendur og skil reiði þeirra, en " plís,, ekki henda grjóti. Hafðu það svo gott Jónína mín.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 22.1.2009 kl. 13:36
Ásdís Sigurðardóttir, 22.1.2009 kl. 15:20
Ofbeldi og skemmdaverk eiga aldrei rétt á sér - alveg sama hvað maður er reiður. En það er misjafn sauður í mörgu fé og það gildir jafnt um mótmælendur og lögreglu. Notum appelsínugula litinn til að sýna að við styðjum friðsöm mótmæli.
, 22.1.2009 kl. 17:30
Ég er viss um að lögreglan byrjar ekki bara si svona að gasa fólk, eitthvað hlýtur að þurfa að gerast áður. Ég styð svo sannarlega friðsöm mótmæli og hávaða, enda hávær kona
, en það sem hefur litið dagsins ljós síðustu daga eru ekki mótmæli, heldur óeirðir. Ábyrgðin á því ástandi liggur algjörlega hjá ríkisstjórninni
, ekki mótmælendum og alls ekki lögreglunni, bara ríkisstjórninni!
Sigríður Jóhannsdóttir, 22.1.2009 kl. 18:11
Styð ekki þessi mótmæli,íkveikjur og barsmíðar en skil samt fólk að vera reitt þó ég nenni því ekki
knús á Akureyrismærina
Líney, 23.1.2009 kl. 09:52
Mótmæli eiga rétt á sér en tegar ofbeldi er beitt er mér ekki rótt.
Eigdu góda helgi.
Gudrún Hauksdótttir, 23.1.2009 kl. 14:16
Huld S. Ringsted, 23.1.2009 kl. 21:59
Alltaf jafn góðir pislar hjá þér. Kanski þú gefir bara kost á þér á þing?? Ekki vil ég þangað, hefði ekki taugar í svoleiðis. Og hvað á að kjósa??
Veit það bara alls ekki. Kveðja. 
Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 24.1.2009 kl. 01:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.