Hremmingar...

Áhugi minn á húsverkum hefur aldrei verið fyrir hendi... þetta eru verk sem ég vinn á heimilinu, sem ráðskona í sjálfboðavinnuCool Gerði auðvitað allt sem gera þurfti þegar börnin voru lítil og þegar ég hugsa til þeirrar duglegu ungu konu, efast ég stundum um að það hafi í rauninni verið égWoundering En nú er ég eiginlega skal ég bara segja ykkur, komin á svolítið hættulega braut... þori varla að segja frá því en : ég er farin að hafa gaman af húsverkum, eftir að við fluttum hingað í þetta hús... W00t Ég reyni af öllu afli að útrýma þessari mjög svo skelfilegu húsverkahamingju en ekkert gengur... ég blístra með borðtuskuna, tralla við skúringarnar, fíflast eins og sænski kokkurinn við matartilbúninginn og syng frumsamdar óperuaríur við kleinubaksturinn... ég veit ekki eins og hvað ég er eiginlega, þetta er agalegt og eins gott að enginn sér til mín...Shocking Ég læt afþurrkun og lagatil klikkun ganga fyrir  blogginu mínu og kleinubakstur og matartilbúningur kemur í veg fyrir að ég púsli ! Og mér sem finnst kleinur ekki einu sinni góðar...Sideways Ég er að reyna að hugga mig við að þetta gangi yfir, en er samt ekki farin að sjá það...Errm Kannski helgast þetta af því að sólin er að hækka á lofti og þar sem ég hef alltaf haldið því fram að ég gangi fyrir sólarrafhlöðum þó ég léti aldrei grípa mig dauða í sólbaði, hef ég veika von um að þetta gangi yfir þegar sólin er komin almennilega á loft, en það er bara svo assgoti langt þangað til...Blush Þið getið aldrei nema rétt ímyndað ykkur allar þær hremmingar sem ég geng í gegnum þessa dagana...Tounge Má ekki vera að þessu, feitin er að hitna í pottinum og ég er að fara að steikja kleinurnar sem ég bjó til áðan úr 2 kílóum af hveiti, nenni ekki af stað fyrir minna en þaðTounge Eigið dásamlegan dag elskurnar mínar allar og verið góð hvort við annaðGrin Heart

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ragna mín: Góð

Jónína Dúadóttir, 24.1.2009 kl. 15:42

2 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Þú ert bara yndisleg, góða helgi Jónina min

Kristín Gunnarsdóttir, 24.1.2009 kl. 16:22

3 Smámynd:

Ummmm kleinur  Ekki hefur mér nú enn tekist að steikja kleinur þannig að þær verði ætar en ég kannast við þennan húsverkaáhuga. Hann birtist mér skyndilega síðasta vor og síðan er húsið oftast eins og gömul  Ajaxauglýsing (eða þannig). Ég bókstaflega "ELSKA" húsverk og það er sko ekki líkt yngri mér sem einungis vann þau af skyldurækni. Eigðu góða helgi

, 24.1.2009 kl. 16:24

4 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Kleinur eru góðar, en húsverk, hmmmm

Hafðu það gott krúsin mín

Sigríður Jóhannsdóttir, 24.1.2009 kl. 16:57

5 Smámynd: Helga skjol

Helga skjol, 24.1.2009 kl. 17:06

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Kristín mín: Æi þakka þér fyrir mín kæra og sömuleiðis

Dagný mín: Ertu búin að vera með þetta svona lengi ?Jahérna.. ég sé mína sæng útbreidda...Góða helgi

Sigga mín: Komdu bara og smakkaðu þærHafðu það gott líka mín kæra

Helga mín:

Jónína Dúadóttir, 24.1.2009 kl. 17:16

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Vildi að ég gæti skotist í kleikur, fátt eins gott nýsteikt og með glasi af kaldri mjólk, mér finnst þú myndarleg húsmóðir. 

Ásdís Sigurðardóttir, 24.1.2009 kl. 18:23

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásdís mín: Þú ert svo innilega velkominJá finnst þér ég myndarleg húsmóðir... ég var hrædd um það...

Jónína Dúadóttir, 24.1.2009 kl. 19:26

9 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Gætir tú nokkud komid svona sem eina viku til mín og tekid út tessa hreingerningarbrjálædislegutrá.

Tú ert frábær.

Knús á tig.

Gudrún Hauksdótttir, 24.1.2009 kl. 21:01

10 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Það er ýmislegt lagt á fólk  þakkaðu bara fyrir að það fór í þessa átt, þetta nýja æði. Ég þekki fólk sem fór í hina áttina, og jamm, það væri ekki einu sinni hægt að finna kleinupottinn á því heimili. Knús í helgina þína

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 24.1.2009 kl. 22:27

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Guðrún mín: Er á leiðinniKnús til þín líka

Sigrún mín: Já segðu það nú....Annars er þetta samt jákvæðaraKnús inn í þína helgi

Jónína Dúadóttir, 24.1.2009 kl. 23:14

12 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Hafðu ekki áhyggjur Ninna mín... þetta eldist af þér:-)

Kveðja í tandurhreinan Heiðardalinn, Steini

Þorsteinn Gunnarsson, 24.1.2009 kl. 23:16

13 identicon

V'A DJ dugnaður er þetta geturu ekki sent mér smá smit eg er atvinnulaus en nenni ekki að gera neitt ætla samt að prjóna eina lopapeysu á Tomma ef ég nenni jú jú nenni því en ekki laga til og gera hreint og svoleiðis

Dísa (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 01:29

14 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Steini minn: Takk minn kæri, ég hlakka til... held ég

Dísa mín: Æi já núna er auðvitað búið að reka þig skinnið mittPrjónaðu bara, það er miklu hollara

Jónína Dúadóttir, 25.1.2009 kl. 09:30

15 identicon

Marr reynir kannski að kíkja á ykkur í dag ef þið verðið heima...??

Jokka (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 10:40

16 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jokka mín: Ákveð hér og nú að við verðum heima um kaffileitið, fyrir ykkur Skyldumæting !Kleinur og kannski eitthvað fleira í boði fyrirmyndarhúsmóðurinnar Sjáumst ?

Jónína Dúadóttir, 25.1.2009 kl. 10:47

17 identicon

Oh líst vel á það  mætum galvösk hjónin um kaffileytið

Jokka (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 11:10

18 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jokka mín: Hlökkum til að sjá ykkur

Jónína Dúadóttir, 25.1.2009 kl. 11:21

19 Smámynd: Líney

Ji ertu  að meina   þetta? Versnar þetta  með aldrinum? 'uff,ég hef  aldrei verið haldin  tuskuást eins  og  margir sem ég þekki og þegar fólk kom í heimsókn og  lék  sér að því að strjúka fingri eftir  borðum eða sjónvarpi þá var mér nóg boðið.

Fólk mátti alveg eiga  sína  tuskuást fyrir mér en  lata  mitt heimili í friði. "Líney þú þarft að þrífa kaffivélina  þína betur" sagði einhver,uss eins  og mér hafi ekki verið sama,ekki notaði ég hana,kallin gat sko alveg séð  sjálfur upp að þrífa sitt  drasl,hellandi upp á 10 könnur  lágmark á dag!!!! Já hann var sko kaffisvelgur...

En jæja ég ætla   að halda áfram að sitja hér og láta  mig dreyma, tuskuástin hefur ekki ennþa´haldið innreið sína  að fullu hér en ég viðurkenni samt að eftir því sem börnin stálpuðust  þess þá meira  gaman að   gera fínt því það entist þó eitthvað!!

Að taka  til með   mörg börn a´heimilinu er eins og moka gangstéttina  í stórhríð!!!

Og núna  finn ég það vel  með barnabörnin,að  það er ekki alltaf sérlega vel útlítandi eftir þau DÆS, þannig að tuskuástin virðist eitthvað vera að  ná á mér tangarhaldi, ætla ekki að dæma  um hvort það er til bóta eður ei

Líney, 25.1.2009 kl. 13:09

20 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Líney mín: Elsku dúllan passaðu þig á þessuNei það eina sem við verðum að passa okkur á er að við stjórnum sjálfar okkar eigin heimilum, hvort við stundum þar tuskuæði eða ekkiSkiptir engu máli hvað öðrum finnst, hafðu það gott ljúfan mín

Jónína Dúadóttir, 25.1.2009 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband