Ha ?????

Einn af mínum yndislegri skjólstæðingum í kvöldvinnunni er maður um nírætt... hann er næstum því alveg blindur og heyrir afar illa, svo illa að það þarf næstum að öskra svo hann heyri... Það gekk svo mikið á að þegar ég var sem verst af kvefpestinni um daginn, þá talaði ég bara ekkert við hann... ég gat ekki haft nógu háttShocking Síðastliðið haust fór hann í heyrnarmælingu og pantaði sér heyrnartæki, hann sagði mér lengi vel að þau væru á leiðinni, en þegar leið á veturinn og aldrei komu nein heyrnartækin gleymdi ég þeim bara og hélt áfram að öskra á karlgreyið. Það gat verið svolítið vandræðalegt á næsta heimili á eftir hans, vegna þess að ég gleymdi oft að lækka í mér eftir hálftíma samræðuöskur hjá gamla og hélt áfram að öskra á fólk með fulla heyrnWhistling Í kvöld fór ég til hans eins og lög gera ráð fyrir og eins og venjulega var hann að leggja sig þegar ég kom, ég fór inn í herbergið til hans og öskraði: Sæll Jón minn, hvernig hefur þú það í dag ? Ég hef það bara ágætt, sagði hann. Þá öskraði ég hvort hann vildi ekki koma fram og borða aðeins. Jú takk sagði hann, ég er að koma fram vina. Viltu að ég leiði þig öskraði ég í hægra eyrað á honum... Neinei, ég rata  kannski bara sjálfur núna. Allt í lagi öskraði ég og fór fram. Hann átti nú eitthvað erfitt með að finna eldhúsborðið, svo ég tók undir handlegginn á honum og öskraði upp í vinstra eyrað á honum, að ég skyldi leiða hann að borðinu... Svo settist minn og ég færði honum matinn og öskraði á hann að gjöra svo vel, Jón minn. Settist á móti honum, til að bíða meðan hann borðaði og hann var alltaf að klóra sér í eyrunum, byrjaði ekkert að borða eins og hann var vanur... alltaf að fikta eitthvað í eyrunum á sér svo ég stóð upp og öskraði á hann hvort hann fyndi eitthvað til í eyrunum ? Þá sá ég þau... heyrnartækinBlush Karlgreyið hefur sjálfsagt verið að reyna að finna út hvernig ætti að slökkva á þeim... eða reyna að rífa þau út úr eyrunum áður en ég öskraði í burtu þó þessa litlu heyrn, sem hann átti eftir...Halo Jamm...Cool  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert bara dásamleg :)

Hóffa (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 23:05

2 Smámynd:

Jamm og já Hann hefur nú örugglega samt verið glaður að hafa þig

, 28.1.2009 kl. 23:20

3 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

ÞÚ ERT ALVEG ÓBORGANLEG, HAHAHA

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 28.1.2009 kl. 23:44

4 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Æðisleg, kvitt og kveðja.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 29.1.2009 kl. 01:39

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hóffa mín: Jahh... þú segir það elskuleg...Þakka þér og sömuleiðis

Dagný mín: Það vona ég... svona þegar ég var hætt að öskra...

Sigrún mín: Jamm...

Dúna mín: Bestu kveðjur til þín... mjög hljóðlega

Jónína Dúadóttir, 29.1.2009 kl. 06:06

6 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Eg er buin að hlægja mig máttlausa nuna, þú ert bara frábær. Elsku kallinn, se hann fyrir mer að vesenast í eyranu að lækka i tækinu eða slökkva.. Eigðu góðan dag vinan

Kristín Gunnarsdóttir, 29.1.2009 kl. 06:07

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Kristín mín: Ég er nú farin að hlægja að þessu núna...En því get ég lofað að ég gleymi því aldrei að hann er komin með tækinEigðu góðan dag líka mín kæra

Jónína Dúadóttir, 29.1.2009 kl. 06:19

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ragna mín: NákvæmlegaEigðu góðan dag ljúfan mín

Jónína Dúadóttir, 29.1.2009 kl. 07:31

9 Smámynd: Einar Indriðason

ÞÚ ... ÞARFT ... AÐ ... TALA ... HÆRRA!!!! .... ÉG .... ER ... MEÐ ... BANANA.... Í ... EYRUNUM!!!

Einar Indriðason, 29.1.2009 kl. 08:37

10 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Fyndin frásögn.Gerist örugglega á fleyrri bæjum.tad er gott ad geta hlegid af öförum sýnum og brádnaudsynlegt.

Knús til tín elskulegust.

Gudrún Hauksdótttir, 29.1.2009 kl. 08:38

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Einar minn:

Guðrún mín: Æi ég ætla nú að vona að þetta sé ekki mjög algengt...Það er svo rétt hjá þér að það er nauðsynlegt og beinlínis meinhollt að geta hlegið að sjálfum sérKnús til þín líka mín kæra

Jónína Dúadóttir, 29.1.2009 kl. 08:55

12 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ía Jóhannsdóttir, 29.1.2009 kl. 10:03

13 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ía mín:

Jónína Dúadóttir, 29.1.2009 kl. 15:43

14 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Gott að þið sem sinnið þessum gamlingjum hafi góða rödd.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 29.1.2009 kl. 16:57

15 identicon

Aumingja karlinn þú hefur verið að æra hann það hefur líklega urrgað og sargað í hausnum á honum

Dísa (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 20:05

16 Smámynd: Helga skjol

GARG  þú ert hreinasta snilld kona, þú alveg bjargaðir annars mjög svo þreyttum degi. HAHAHAHA

Knús á þig frábæra kona

Helga skjol, 29.1.2009 kl. 20:14

17 Smámynd: Birna Dúadóttir

Góð

Birna Dúadóttir, 29.1.2009 kl. 20:51

18 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ólöf mín: Já það getur sko komið sér vel

Dísa mín: Já hann hlýtur að hafa verið kvalinn blessað karlgreyið mitt

Helga mín: Gott að geta gert gagn

Birna mín: Svo hlærðu bara að óförum mínum....

Jónína Dúadóttir, 30.1.2009 kl. 07:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband