Það er hægt að gleðjast yfir svo mörgu og það þarf ekkert endilega að vera alltaf eitthvað stórt. Margt smátt gerir eitt stórt og það hlýtur óhjákvæmilega að gilda líka um gleði og hamingju... sem flestallir hljóta að vera að leita að í lífinu, meðvitað eða ekki. Það eru samt alltaf einhverjir sem eru að bíða eftir hamingjunni... og svo kemur hún bara ekkert...
Eðlilega, hamingja er ekki eitthvað ástand sem við komumst í á einhverjum sérstökum tímapunkti í lífinu og verðum svo bara þar, hún hlýtur að felast í hverju augnabliki fyrir sig... safnast upp smám saman og hjálpa okkur til að vera jákvæð og vongóð, en við verðum að kunna að grípa hana og halda í hana
Ég er til dæmis alltaf óvenju hamingjusöm annan hvern föstudagsmorgun og þá eingöngu af því að það er föstudagur... það er alltaf sá föstudagurinn sem ég er líka í kvöldvinnunni ! Og einn af þessum dásamlegu föstudögum er einmitt runninn upp
Spurning um að fara kannski að minnka við sig vinnu...
Nei þetta er fínt skal ég segja ykkur, alltaf eitthvað til að gleðjast yfir og ef ekki vill betur til þá kannski bara hlakka yfir einhverju...
Losnaði til dæmis við ekkialveguppáhaldsskjólstæðinginn minn á kvöldin, þær eru flottar hetjurnar sem tóku við honum
Svo er alveg að koma febrúar og þá fer að vakna hjá mér smá von um að það geti verið að einhvertímann komi kannski vor... og jafnvel þá bara sumar í kjölfarið... það er sko eitt gott við veturinn, hann er alltaf einhvertímann búinn
Hef svolítið verið að velta fyrir mér þessu með að varðveita barnið í sér... mér finnst það vera að geta glaðst yfir litlu en ekki samt að láta eins og maður sé ennþá einhver unglingsbjálfi... ekki samt að reyna að móðga unglinga á neinn hátt, þeir eru yndislegt fólk
En hugmyndirnar sem þeir fá stundum eru nú ekki beinlínis til fyrirmyndar, ég veit það alveg ég var nefnilega einu sinni unglingur og blessaður bjálfi þó ég segi sjálf frá
Ég fæ alltaf einhvern svona kjánahroll þegar miðaldra menn fara að haga sér eins og þeir halda að unglingar geri og halda því svo fram, að það sé að varðveita barnið í sér
Það nefnilega gerir þá alls ekkert unga aftur heldur bara þvert á móti, þeir líta bara út fyrir að vera það sem þeir eru: kjánalegir miðaldra menn... ekki alveg uppáhaldið hjá þessari konu hérna
Annars er ég ferlega góð inn í daginn og vona að þið séuð það líka













Flokkur: Bloggar | 30.1.2009 | 07:56 (breytt 31.1.2009 kl. 13:38) | Facebook
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ragna mín: Ég gleðst yfir því líka að þú skulir vera bloggvinur minn
Knús í Eyjar

Jónína Dúadóttir, 30.1.2009 kl. 08:17
Alltaf gott að hafa eitthvað til að hlakka til og já hamingjuna vinnur maður sér inn eins og allt annað gott í lífinu

, 30.1.2009 kl. 10:10
Ætlaði sko ekkert að vera eins mjúkur og áður - en verð samt að knúsast aðeins í þér gullmoli og þakka þér fyrir allan glaðninginn!
P.s. fólk eins og þú - kerling - eruð náttúrulegir gleðigjafar - og ég gleðst alltaf þegar ég í lífinu rekst á slíkan fjársjóð!
Tiger, 30.1.2009 kl. 14:35
Dagný mín:

Högni minn: Ok vertu þá ekkert mjúkur, vertu hérna bara...

Jónína Dúadóttir, 30.1.2009 kl. 15:58
Akkúrat núna gleðst ég mest yfir því að vera dóttir foreldra minna og hafa verið svona lengi til með mínu fólki.
Ásdís Sigurðardóttir, 31.1.2009 kl. 01:04
Huld S. Ringsted, 31.1.2009 kl. 10:17
Ásdís mín: Fallegt, eins og við var að búast af þér

Huld mín:...

Jónína Dúadóttir, 31.1.2009 kl. 13:36
Díana mín: Njóttu vel mín kæra og knúsaðu hana frá mér

Jónína Dúadóttir, 31.1.2009 kl. 14:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.