Eru ekki allir kátir ?

Ég er þaðGrinBíð eftir nýrri ríkisstjórn svo ég geti farið að fá á tilfinninguna að eitthvað gott geti kannski farið að gerast hérna hjá okkur... getur varla versnað héðan af er það ?WounderingÞað er búið að snjóa þessi ósköp hérna í norðrinu, byrjaði með stæl í gærkvöldi... Hans hátign Lúkar heimilisköttur fór nú samt út um hádegi, okkur til mikillar furðu... hann hefur sömu skoðun á snjó og ég... algjör óþarfiToungeAnnars er hann loksins búinn að samþykkja húsið okkar sem heimili sitt eða kannski frekar slá eign sinni á það, sést á því að hann er farinn að sitja um að komast upp í sófann í stofunni og rúmið okkar... PinchÞað er harðbannað og hann er miskunnarlaust rekinn þaðan ef til hans séstDevilÉg er með alvarlegt, andlegt ofnæmi fyrir kattarhárum og finnst alveg nóg að þurfa að þrífa þau upp af gólfunum, ef ég þyrfti líka að fara að þrífa öll húsgögnin í tryllingi, liði ekki á löngu áður en ég yrði klepptækShockingAnnars ferlega góð inn í daginn og nýt þess að þurfa þó ekki í dagvinnuna, stimpla mig að vísu inn klukkan 3 og skrepp í eitt smá innlit og fer svo aftur af stað klukkan 5, ekkert málWink  Spúsi er orðinn svo flinkur í eldamennskunni að ég verð að fara að passa migGrinÉg er búin að fá hverja snilldarmáltíðin eftir aðra alla vikuna, en ég veit samt ekki hvernig hann ætlar að toppa djúpsteikta fiskinn sem hann bar fram í gærkvöldi, það er varla hægtJoyfulDraumurinn minn hefur alltaf verið að geta komið heim úr vinnu og sest beint að matarborðinu og sá draumur rætist alltaf aðra hverja viku núorðið og það er alger draumur get ég sagt ykkurLoLEigið góða helgi krúttin mínSmileHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Th Skúlason

þú átt góðan mann sjálfur elda ég þegar ég er í landi

Ólafur Th Skúlason, 31.1.2009 kl. 16:26

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ragna mín: Já hann er það núKnús til baka með smásnjókúlu

Ólafur minn: Það vil ég líka meina

Jónína Dúadóttir, 31.1.2009 kl. 16:55

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Er enn að snjóa?  Ésús, er þetta ekki að vaxa ykkur yfir höfuð?

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.1.2009 kl. 16:58

4 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

En hvað það er notalegt hjá þér, að þurfa ekki að elda. Eigðu góða helgi .

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 31.1.2009 kl. 17:33

5 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Vonandi fer eitthvað gott að gerast. Við höfum beðið of lengi.

Það er bara flott að skiptast á eldamennskunni. Ósköp notó að koma heim og setjast við matarborðið. Það er allt öðruvísi að borða mat sem einhver annar eldar  Hafðu ljúfa helgina

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 31.1.2009 kl. 20:02

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Þetta er alveg orðið ágætt, það má hætta að snjóa núna!!! Ég er ekkert sérstaklega hrifin af þessu kalda hvíta

Huld S. Ringsted, 31.1.2009 kl. 20:36

7 Smámynd:

Það er greinilegt að þinn köttur hefur betri aðlögunarhæfni en minn - sem er enn ekki búinn að taka nýja heimilið í sátt síðan við fluttum í águstlok  En ég er sammála þér með kattahárin, finn mikinn mun á lónni síðan kisi minn gerðist útlagi

, 31.1.2009 kl. 20:45

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jenný mín: Við erum svo harðgerð hérna að við stöndum alltaf uppúr

Ólöf mín: Satt segirðu mín kæra, góða helgi

Sigrún mín: Uppáhaldsmaturinn minn hefur alltaf verið allt sem einhver annar eldarGóða helgi ljúfan mín

Huld mín: Innilega sammála og innilega sammála

Dagný mín: Við fluttum í apríl á síðasta ári, vertu þolinmóð

Jónína Dúadóttir, 31.1.2009 kl. 21:54

9 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Gott a dkisi er búinnad vidurkenna heimilid.Yndislegt ad geta sest ad bordum.Elska tad ,gerist bara mjög sjaldan á tessu heimili.

Knús til tín

Gudrún Hauksdótttir, 31.1.2009 kl. 22:40

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Guðrún mín: Ég er forréttindapakk

Knús til þín líka

Jónína Dúadóttir, 31.1.2009 kl. 22:42

11 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

 gleði, gleði, gleði.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 31.1.2009 kl. 22:53

12 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jóhanna mín:

Jónína Dúadóttir, 1.2.2009 kl. 07:36

13 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Kvitt og kveðja

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 1.2.2009 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband