... af hverju hurðin í Seðlabankanum var læst um þrjúleitið í gær... Var það svo bankastjórnin kæmist ekki út eða til þess að pósturinn kæmist ekki þangað inn með uppsagnarbréfin handa þeim ? Áframhaldandi raunveruleikaflótti og afneitun, ef þeir sjá það ekki, geta þeir látið eins og það sé ekki... ? Skil ekki alveg af hverju þeir eru ekki allir löngu búnir að segja af sér... getur verið að þar vanti einhverja smá auðmýkt ? Og til staðar sé aðeins of mikið af stórhættulegum hroka ? Það hefur ekki farið fram hjá neinum, nema þá kannski þeim sjálfum, að allir vilja þá burt... en eftir því sem ég kemst næst, þá eru þeir hvorki blindir né heyrnarlausir... ekki líkamlega ! Mörgum hefur dottið í hug að nefna hvort Davíð hafi eitthvað á Geir og þess vegna sé ekki löngu búið að skipta um Seðlabankastjóra. Það væri þá ekki nema eftir öðru... "Sko Geiri ef þú rekur mig, þá segi ég öllum að það varst þú sem settir teiknibóluna í kennarastólinn þegar við vorum 9 ára..." Eða..."þá segi ég öllum að þú svafst með bangsa, þangað til mamma þín tók hann af þér á fermingardaginn" ja eða kannski ... "þá hætti ég að vera vinur þinn og ég bara tek af þér Sjálfstæðisflokkinn og líka forsætisráðherrastólinn" ! Æi hvað veit ég svo sem... ég á ekkert að vera að hætta mér út í stjórnmálaskýringar... pólitískt viðrini eins og ég, það eru flestallir flinkari í því... en ég hef gaman af því að pæla í mannlegu eðli og helst gera grín af því ef ég mögulega get... Jákvæðni dagsins: Janúarmánuður leið án þess að mér leiddist nógu mikið til að fara að telja bílana sem keyra hérna fram hjá glugganum eða lesa símaskrána og febrúar getur bara orðið betri ! Eigið góðan dag elskurnar mínar allar


Flokkur: Bloggar | 3.2.2009 | 07:59 (breytt kl. 08:57) | Facebook
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Auðmýkt" er sennilega ekki til í þeirra orðaforða. Þeir hefðu vel getað staðið upp og vikið frá með reisn...fyrir nokkrum mánuðum, ef þeir hefðu ekki verið svona uppteknir af einhverju plotti sín á milli
Alltaf gott að vera jákvæður, og enn betra að smita aðra í kringum sig af því

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 3.2.2009 kl. 10:05
Hnusss þetta eru allt litlir strákar í sandkassaleik..."Ef ég verð seðlabankastjóri þá mátt þú vera forsætisráðherra..." og svo líka kannski benda á alla hina og segja; "Ég gerði það ekki! Hann/hún gerði það" hnusss
Eigðu góðan og jákvæðan febrúar sömuleiðis ljúfan
Jokka (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 10:18
, 3.2.2009 kl. 10:19
Erna Evudóttir, 3.2.2009 kl. 10:30
Sigrún mín: Nákvæmlega, það hefði verið mannsbragur á því... þá
Þú ert ein af þeim sem eru með bráðsmitandi jákvæðni

Ragna mín: Knús inn í þinn dag líka, bestu kveðjur héðan frá Síberíu

Jokka mín: Jamm, börn í sandkassaleik eru þó bara börn, þetta er fullorðið fólk
Eigðu góðan og skemmtilegan dag elskið mitt
Dagný mín: Takk fyrir kíkkið

Erna mín: Er brosið nokkuð frosið

Jónína Dúadóttir, 3.2.2009 kl. 11:27
Jú skítakuldi hérna og snjór uppfyrir eyru
kemur vor hér á norðuslóðum?
Erna Evudóttir, 3.2.2009 kl. 14:42
Erna mín: Það vorar seint þarna hjá þér... í ágúst held ég
Nei nei þér er óhætt að hlakka til sumarsins, þarna fyrir austan er oftast besta veðrið yfir sumarið
Jónína Dúadóttir, 3.2.2009 kl. 16:06
Ásdís Sigurðardóttir, 3.2.2009 kl. 22:36
Annars er ég sammála þér - Janúar er liðinn, ég á ennþá allt mitt og gott betur - og framtíðin er bara alveg þokkaleg - afþví ég hef ákveðið að hún verði það. Ég ætla mér ekki að láta ástandið draga mig niður - en ætla mér samt að blogga af mér rakkatið um spillingu og
neinei annars .. fer að hætta þessu sko, ekki hollt að vera alltaf svona grænn í framan - nema maður sé vinstri grænn .......... never!
Vorið nálgast svo ég gróðurset hér með nokkur knús sem verða að heilmiklum kreistum og knúpum með sumrinu - þitt er að koma og uppskera það sem ég sái ... hmmmm ... bíddu við .. á ég ekki að uppskera eins og þú sáir .. ??? ... eða .. nei ég held að uppskeran sái eins og við .. hmmm ... ok over and out before i brake something - like my brain. *knúþþþ*.
Tiger, 3.2.2009 kl. 23:55
Ásdís mín: Takk fyrir innlitið

Högni minn: Í anda græðgisþjóðfélagsins á ég auðvitað að uppskera eins og þú sáir...
Knús inn í daginn

Jónína Dúadóttir, 4.2.2009 kl. 07:32
Ég held að þetta hafi verið s.k. Kattholtslæsing.
Læst að innan svo enginn kæmist inn.
Læst að utan svo enginn kæmist út.
Flott fyrirkomulag.
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.2.2009 kl. 11:17
Jenný mín: Góð útskýring
Jónína Dúadóttir, 4.2.2009 kl. 12:55
Jamm, ef að ég væri hann Davið þá væri ég fyrir löngu farin
Heiður Helgadóttir, 4.2.2009 kl. 16:22
Heidi mín: Segjum tvær
Jónína Dúadóttir, 4.2.2009 kl. 20:19
Kannski voru þeir bara að lesa símaskrána,eða að telja bíla
Þessar elskur
Birna Dúadóttir, 5.2.2009 kl. 07:18
Birna mín: Kannski það...
Jónína Dúadóttir, 5.2.2009 kl. 07:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.