Dagurinn í dag...

... er sá fyrsti af mörgum sem ég á eftir að lifa, svo ég ætla að vanda til hans eins vel og ég getWink Ekki vandasamt verk í rauninni, ég er einföld að allri gerð og geri ekkert svo rosalegar kröfur. Eitt af því sem ætti að hjálpa mér er, að ég er að fara á námskeið í mannlegum samskiptum... það er að vísu ekki sett á eingöngu fyrir mig, það verða fleiriGrin Þetta verður að mér skilst í formi fyrirlestrar og það form hefur mér alltaf fundist svolítið erfitt... ég á það til að dotta ef ég sit mjög lengi og hlusta bara...Blush Alveg sama hvað það er, sjónvarpið til dæmis hefur líka svona áhrif á mig... ég þarf alltaf að vera að gera eitthvað... en það hefur samt ekkert með neinskonar dugnað að gera, ég get sagt ykkur að latara kvikindi fyrirfinnst ekki...Tounge Alveg ferlega góð inn í daginn og verð sjálfsagt bara vel úthvíld þegar ég kem heim klukkan 6 í dag, já og vonandi líka eitthvað aðeins liprari í mannlegum samskiptum...Whistling Sá ekki stefnuræðu nýja forsætisráðherrans okkar, löngu búin að fá leið á mali og vil bara fara að sjá eitthvað almennilegt gerastErrm Það er sagt að orð séu til alls fyrst og það getur vel verið en orðin ein og sér eru bara ekki nóg... ekki fyrir mig, ég sé verkin og met þau meira en orðin ein... Tek þegja og gera eitthvað framyfir tala og gera ekkertCool Og lýk nú þessu mali og fer að gera eitthvaðLoL Eigið góðan dag krúttin mín og munið brosin, þau virka svo assgoti velSmile Heart

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ragna mín:

Jónína Dúadóttir, 5.2.2009 kl. 08:39

2 Smámynd:

Ha ha ha örugglega nauðsynlegt fyrir þig að fara á námskeið í mannlegum samskiptum hahaha  

, 5.2.2009 kl. 09:26

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Dagný mín: Já ég veit... ég veit.................

Jónína Dúadóttir, 5.2.2009 kl. 09:34

4 identicon

Held að margir aðrir sem við þekkjum ættu að fara á svona námskeið... en við þurfum þess ekki hahahahahaha

Eigðu góðan dag heillin mín

Jokka (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 09:40

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jokka mín: Nenenenene...

Eigðu góðan dag líka mín kæra

Jónína Dúadóttir, 5.2.2009 kl. 12:52

6 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Þegja og gera eitthvað! Það er bara miklu gáfulegra heldur en að tala og gera ekki neitt  

Vonandi lærirðu eitthvað nytsamlegt í mannlegum samskiptum. Ekki það að ég telji þig neitt óhæfa í þeim efnum.. Í það minnsta vona ég að þú fáir allavega góðan lúr

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 5.2.2009 kl. 15:14

7 Smámynd: Tiger

 Loksins kom að því - hélt að þú ætlaðir aldrei að koma þér í þessa mannlegu meðferð. Vonum bara að þetta bæti geð þitt og hjartalag - enda - ertu með way to big of a heart and your múd is way to good. Eins gott að skerða þetta góða skap þitt aðeins og skerða gullmolalegt viðmót þitt oggulítið svo þú hættir að vara svona fjandi fullkomin kerling ...

Mahrr hefur bara alltaf verið svo mikið minnimáttar þegar maður villist hingað inn og les þig - fjárans heilaga kú - hef stundum haft það á tilfinningunni að Jósep og María hafi verið að refsa mér fyrir að kveikja í fjárhúsi sem ég keypti einhver jólin - með þvi að láta mig lesa hjá heilagri kú af og til .. þér jamm!

Æi, ætlaði samt ekkert að vera að draga úr þér - endilega farðu og lærðu mannleg samskipti - hef nefnilega séð að það vantar heilmikið uppá slíkt hjá þér góða   -------- NOT!!!

Fór á námskeið um daginn um knús - og komst að því að það er ekki heilbrigt að senda knús á heilagar kýr - svo ég læt duga að senda þér Kram í þetta skiptið ...

Tiger, 5.2.2009 kl. 18:22

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sigrún mín: Það má lengi laga...Ég hafði vit á að forða mér áður en fyrirlesturinn sjálfur byrjaði, fyrst var töluvert hópastarf og það var bara gaman

Högni minn: Vá... þakka þér fyrir fallegt álit þitt á mér.... Þú skalt ekki voga þér að kalla mig belju, þú þarna strákormurÆts, úps, gleymdi því sem mér var kennt á námskeiðinu.... prófa aftur : Mér þætti mjög vænt um, elsku ljúfurinn minn ef þú mundir nú vera svo góður láta það vera að líkja mér við búpening.... Kram til baka á þig og knús líka, fyrir að vera eins akkúrat og þú ert

Jónína Dúadóttir, 5.2.2009 kl. 18:36

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

... akkúrat eins... átti það að vera

Jónína Dúadóttir, 5.2.2009 kl. 18:37

10 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Ég vona að námskeiðið hafi verið áhugavert, og að þú hafir ekki hrotið þegar að þú dottaðir.

Heiður Helgadóttir, 5.2.2009 kl. 20:19

11 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

ertu vöknuð elskan mín? Þú þarft ekkert að vaka, ert svo flink í mannlegum samskiptum svo vona að þú hafir sofið vært

Sigríður Jóhannsdóttir, 5.2.2009 kl. 21:15

12 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Heidi mín: Frekar gaman þangað til ég stakk af... þá var alveg klukkutíma fyrirlestur eftirÉg hrýt ekkert.....

Sigga mín: Fékk engan frið til að sofa svo ég fór bara heimMér finnst ég sko ekkert alltof flink, en þarna lærði ég samt að aðferð sem ég hef tileinkað mér þegar ég þarf að gagnrýna einhvern, heitir fínu útlensku nafni, eftir manninum sem fann upp þessa sömu aðferð

Jónína Dúadóttir, 5.2.2009 kl. 21:55

13 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 5.2.2009 kl. 22:01

14 Smámynd: Tiger

  Baulaðu nú Búkolla mín ...

Tiger, 6.2.2009 kl. 00:39

15 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásdís mín:

Högni minn: Asni...

Jónína Dúadóttir, 6.2.2009 kl. 06:49

16 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Eigðu góðan dag Jónina min

Kristín Gunnarsdóttir, 6.2.2009 kl. 07:03

17 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Kristín mín: Takk og sömuleiðis ljúfan mín 

Jónína Dúadóttir, 6.2.2009 kl. 07:07

18 Smámynd: Birna Dúadóttir

Birna Dúadóttir, 6.2.2009 kl. 07:13

19 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Birna mín: ...

Jónína Dúadóttir, 6.2.2009 kl. 07:15

20 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Náði hann þá einkaleyfinu af því þú fattaðir ekki að þetta sem þú varst að gera gæti verið gáfulegt og hugsanlega efni í fræði? Svindl, farðu í mál!

Hafðu það rosalega gott um helgina, ertu laus 21. feb, nú eða 28? Er sjálf bundin í báða skó 14.

Sigríður Jóhannsdóttir, 7.2.2009 kl. 01:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband