Ekki skjóta mig samt... ;-)

Það var ferlega gaman á samskiptanámskeiðinu í gær, ég sofnaði ekkert af því að ég stakk af áður en sjálfur fyrirlesturinn byrjaðiWhistling Svo ég náttulega útskrifaðist ekki og er því ekki með gilt próf í mannlegum samskiptum... sorry... vona það bitni ekki mikið á ykkurTounge Sá hlutinn sem ég sat þó, var skemmtilegur og minnti mig svolítið á hraðstefnumótin sem ég hef séð í bíómyndum. Við áttum að gera fullt af smáverkefnum og vera alltaf tvær saman, en máttum aldrei sitja hjá neinni sem við þekktum, svo við vorum alltaf að skipta um sæti. Kynntist þarna fullt af frábærum konum, ég gleymi aldrei andlitum, en þó það ætti að skjóta mig þá gæti ég ekki munað nöfnin... því miður...Crying Hef alltaf verið svona, það má kallast gott að ég skuli muna mitt eigið nafn, en ég kalla syni mína tvo svo oft nöfnum hvors annars. Þeir eru nú ekkert sérlega hressir með það, en ég hef bent þeim á að þeir  skuli þakka fyrir að ég kalla þá ekki nafni systur þeirraDevil Pabbi var svona líka, hann hefði nú samt alveg mátt skilja eitthvað annað eftir handa mér... Shocking Við vorum fjórar af sjö dætrum hans heima  og þegar hann ætlaði að kalla á eina, byrjaði hann að þylja upp flestöll nöfnin, áður en hann kom að því sem hann ætlaði að notaLoL Skjáumst elskurnarSmile Heart

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Evudóttir

Birna min, nei Ninna geri þetta líka með krakkana mína, Einar er ennþá með þó hann búi í öðru landi talandi um að vera seinn að fatta

Erna Evudóttir, 6.2.2009 kl. 08:07

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Erna mín: Já það var svo líka þetta með fattleysið...Þú veist að það er ekki fallegt að skilja eitthvað af börnunum sínum eftir útundan, auðvitað á Einar að fá að vera með

Jónína Dúadóttir, 6.2.2009 kl. 08:10

3 identicon

Hahaha..snilld:)  Er annars bara að dúlla mér í HELGARfríi....dásamlegt og alltaf á leiðinni Knús

Áslaug (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 08:14

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Áslaug mín: Hæ skvísa, til hamingju með helgarfríiðVið erum líka alltaf á leiðinni sko....

Ragna mín: Það er gott, ég er ánægð með félagsskapinn

Jónína Dúadóttir, 6.2.2009 kl. 08:37

5 identicon

Amma mín gerði þetta, taldi upp helminginn af barnabörnunum eða þá dætrunum áður en nafnið mitt kom...við mamma gerðum grín að henni nema mamma er orðin svona líka.... þannig ég fór að gera grín að henni...viti menn...byrjað ég ekki á þessum fjára líka þannig já...þetta er ættgengur and...sk..

Eigðu góðan helgi ljúfan

Jokka (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 09:12

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jokka mín: Æ æ, úbbasía

Eigðu líka góða helgi ljósið mitt

Jónína Dúadóttir, 6.2.2009 kl. 09:16

7 Smámynd:

Kannast við málið

, 6.2.2009 kl. 09:53

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Dagný mín: Æi það er gott...

Jónína Dúadóttir, 6.2.2009 kl. 11:06

9 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Anna Ragna Alexandersdóttir, 6.2.2009 kl. 11:20

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Anna Ragna: Takk fyrir innlitið

Jónína Dúadóttir, 6.2.2009 kl. 11:55

11 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Þetta er greinilega ættgengt víða! Amma mín þuldi alltaf nokkur nöfn, svo byrjaði mamma líka, svo er ég farin að gera þetta  Ætli þetta sé einn af "eiginleikunum" sem maður fær við að verða mamma/pabbi?

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 6.2.2009 kl. 13:14

12 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég rugla þessu öllu í tóma steypu og þeim finnst ég svo fyndin, sem betur fer.  Góða helgi

Ásdís Sigurðardóttir, 6.2.2009 kl. 14:02

13 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sigrún mín: Sennilega eitthvað í þá áttina

Ásdís mín: Bara gaman, góða helgi

Jónína Dúadóttir, 6.2.2009 kl. 16:14

14 Smámynd: Tiger

 Baulaðu nú betur Búkolla mín ...

Annars góður sko ... en skellti uppúr þegar þú nefndir að synirnir ættu að vera þakklátir fyrir að vera ekki kallaðir nöfnum systra sinna ... hahaha!

Við værum góð saman á námskeiðum í að muna nöfn - man líka andlit geggjað vel - en nöfnin legg ég aldrei á minnið, slíkt kemur manni oft í klandur sko..

Kanelknús inn í helgina ... með dassi af súkkulaðihjúpuðum jarðaberjum!

P.s. og rjómatoppi ... *Splachh*.

Tiger, 6.2.2009 kl. 19:16

15 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Högni minn: Var ég ekki búin að segja þér þetta með beljuna strákskömm.....Nei nei svakalega blíð og góð skoKlandur... hvað er nú það... ha ?Takk fyrir kanelknúsið með alles, líst mjög vel á það

Eitthvað svipað til baka handa þér

Jónína Dúadóttir, 6.2.2009 kl. 19:22

16 Smámynd: Anna Guðný

Ég geri þetta alveg ferlega oft með mínar stelpur. Þessi eldri er ansi oft pirruð yfir því að ég kalla hana nafni smábarnsins(að henni finnst).

Svo á ég helling af bræðrum og þá líka mágkonum. Sumar þeirra eru fyrrverandi en flestar núverandi. Get alveg látið þig vita það að ég er ekki vinsæl þegar ég kalla núverandi nafni fyrrverandi. Commin, þetta eru bara nöfn.

Anna Guðný , 6.2.2009 kl. 19:39

17 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Anna mín: Nákvæmlega, þetta eru bara nöfn

Jónína Dúadóttir, 6.2.2009 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband