"Það er þér að kenna að ég er í vondu skapi..." Óneinei, vitlaust og hreint út sagt afskaplega vanhugsað... það er aldrei þér að kenna hvernig mér líður, þvert á móti... mín líðan er alfarið á mína eigin ábyrgð
Að vísu eru til undantekningar, eins og ef einhver stingur mig með hnífi eða eitthvað þessháttar, þá er það að sjálfsögðu árásarmanninum að kenna að ég finn til
En ég lifi í svo vernduðu umhverfi, að það er afskaplega lítil hætta á að ég verði fyrir þannig árásum og ég sé auðvitað sjálf um að skapa mér mitt eigið verndaða umhverfi. Eftir því sem ég best veit, þá lifi ég bara einu sinni og ég er ákveðin í að hafa gaman á meðan og láta mér líða vel og ég verð að sjá um það sjálf, það er nefnilega enginn annar til þess
Og eftir því sem mér líður betur, þess betur líður fólkinu mínu í kring um mig... rökrétt ? Ég geri mér fulla grein fyrir því að ég er ekkert að finna upp hjólið eða dósaopnarann eða neitt þess háttar, ég er búin að koma mér þessu upp á langri leið, bæði með og án hjálpar og leiðbeininga
Ég bara heyri svo allt of oft, að þetta og hitt sé öllu og öllum öðrum að kenna... og það frá fullorðnu fólki með heilann í sæmilegu lagi, fólki sem ætti auðvitað að vera búið að gera sér grein fyrir því að þannig er það alls ekki...
Það er miklu auðveldara fyrir mig að breyta mínum viðhorfum, heldur en að breyta einhverjum öðrum eða annarra viðhorfum og auðvitað vel ég auðveldari kostinn
Ef ég er í vondu skapi þá er það mér að kenna, ef mér leiðist þá er það mér að kenna, ef ég er óánægð með eitthvað/einhvern þá er það mér að kenna og svo framvegis og þá verð ég að breyta því og ég get það alveg. Af því að ég stjórna mínu skapi, það hefur nefnilega enginn fengið leyfi hjá mér til að ráða yfir mínum tilfinningum og fær aldrei, þeim ræð ég sjálf
Tilhugsunin um góða helgi og skemmtilega bloggvini, lætur mér til dæmis líða vel akkúrat núna og ég leyfi því alveg að hafa góð áhrif á mig
Eigið góða helgi elskurnar mínar allar, bæði þið sem nenntuð að lesa alla leið hingað og líka þið hin sem ekki nenntuð því...
Flokkur: Bloggar | 7.2.2009 | 09:15 (breytt kl. 09:16) | Facebook
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góður pistill frú mín góð og ég er algjörlega sammála þér

og sjáumst fljótlega.
Ég ber ábyrgð á mér og minni líðan
Ástarkveðja frá hjara veraldar
Hóffa (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 09:41
Hóffa mín: Þakka þér fyrir elskuleg
Ástarkveðja til þín og þinna þarna út á hjara veraldar
Sjáumst sem fyrst
Jónína Dúadóttir, 7.2.2009 kl. 09:54
Ég las alla leið
og þótti fróðlegt. Var reyndar búin að uppgötva þetta sjálf fyrir allnokkru síðan
en sjaldan er góð vísa of oft kveðin
Eigðu góða helgi mín kæra 

, 7.2.2009 kl. 11:24
Dagný mín: Takk fyrir það
Ég held við vitum þetta langflest, allavega þau okkar sem vilja vita...
Eigðu líka góða helgi mín kæra

Jónína Dúadóttir, 7.2.2009 kl. 11:28
Væri gaman að vita hvað býr að baki þessum pistli ljúfan mín híhí...
en þetta er svo alveg hárrétt hjá þér! Ég ber alfarið ábyrgð á mér og minni líðan
Jokka (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 12:09
Ragna mín: Sömuleiðis mín kæra
Jokka mín: Skal alveg segja þér það við tækifæri, þú skilur kannski eitthvað af því ef ég tala um steikur og eitthvað mjög skilt þeim
Svo er þetta svona aðallega upprifjun fyrir mig sjálfa
Jónína Dúadóttir, 7.2.2009 kl. 12:49
Þetta er svo hárrétt hjá þér. Við stjórnum ekki hvernig aðrir koma fram við okkur, en við stjórnum hvernig við bregðumst við því. Ég tek til dæmis fulla ábyrgð á því að ég skemmti mér vel hér inni hjá þér
Knús í helgina þína 
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 7.2.2009 kl. 13:01
Sigrún mín: Þakka þér fyrir, ég skemmti mér líka við að fá þig hingað
Knús inn í helgina þína líka
Jónína Dúadóttir, 7.2.2009 kl. 13:07
Erna Evudóttir, 7.2.2009 kl. 20:08
Erna mín: Ertu eitthvað að hressast skinnið mitt ?

Jónína Dúadóttir, 7.2.2009 kl. 20:12
Hvernig sem þér líður þá eru þær tilfinningar sannar og bara ekkert við því að gera!
... en spurning svo hvernig við spilum úr því .. hmmm...
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.2.2009 kl. 08:02
Jóhanna mín: Nákvæmlega
Jónína Dúadóttir, 8.2.2009 kl. 08:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.