Fer fljótlega...

... að hrista af mér höfuðið yfir þessari endalausu vitleysu... og það væri sko ekkert fyndið að sjá hausinn á mér skoppa eftir gólfinu... eða jú reyndar gæti það nú verið svolítið fyndið... en nóg um það...Whistling Tveir þriðju Seðlabankastjóra neita að hætta í vinnunni sinni, þó það sé búið að segja þeim að veru þeirra sé ekki óskað þar lengur...Woundering Þekki þessa menn auðvitað ekki neitt, en ef þetta væru vinir mínir, væri ég örugglega búin að reyna að ræða við þá eða þá fá hjálp handa þeim... í formi sálfræðiviðtala eða eitthvað þessháttar...Cool Þess væri óskandi að allir sem eru búnir að vera að missa vinnuna sína undanfarna mánuði, hefðu líka getað bara neitað... "Nehei, ég fer ekki fet, ég var ráðin í þessa vinnu og ætla ekkert að hætta neitt..." Ekki málið og enginn atvinnulaus ! Nokkuð viss um að það hefði ekki þýtt neitt...GetLost Eins og allir vita þá skiptir máli hvort þú átt peninga eða ekki og hvort þú ert í rétta flokknum eða ekki og svo skiptir líka máli að hafa hroka og auðmýkt í vitlausum hlutföllum 100/0, ofan á allt hitt. Ekki nóg að vera bara heiðarlegur Jón í byggingarvinnu að reyna að sjá fyrir fjölskyldunni... því miðurCrying Annars ferlega góð inn í mánudaginn, ennþá með hausinn á nokkurnveginn réttum stað held ég og langar til að fá sumarið núna, sem þýðir bara ekki seinna en straxGrin En það er óraunhæf óskhyggja og ég læt nægja að gleðjast yfir því, að það verður alltaf bjartara og bjartara með hverjum deginumWink Eigið góðan dag elskurnar mínarSmile Heart  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ragna mín: Segjum tvær... ég hef samt bara alltaf verið á hliðarlínunni

Ljúfar kveðjur til þín út í Eyjar

Jónína Dúadóttir, 9.2.2009 kl. 08:19

2 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Margt er skrítið í kýrhausnum sagði kerlíngin, ég er sammála. Eigðu góðan dag

Heiður Helgadóttir, 9.2.2009 kl. 11:03

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Heidi mín: Sömuleiðis

Jónína Dúadóttir, 9.2.2009 kl. 11:09

4 Smámynd: Birna Dúadóttir

Nett rugl allt saman

Birna Dúadóttir, 9.2.2009 kl. 12:09

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 9.2.2009 kl. 13:12

6 Smámynd: Tiger

 Ég svona sé fyrir mér hausinn af .. en þar sem þú ert náttla eins og hið besta Jójó ... gruna ég að hann myndi alltaf skoppa aftur uppá herðarnar aftur.

Sannarlega hefði það nú verið ljúft fyrir margar fjölskyldurnar í landinu ef fyrirvinnurnar hefðu bara neitað að taka við uppsagnabréfinu og bara setið sem fastast. Þá væru nú margir ennþá að hafa í sig og á í stað þess að þurfa að standa í biðröð hjá hjálparstofnunum.

Endalaust hægt að ergja sig á þessu ástandi - en þar sem þú ert oft ekki í ástandi til að meðtaka læti og hamagang - þá ætla ég bara ekkert að sulla því yfir þig hérna.

Ekkert nema gott um það að segja að þú farir góð inn í mánudaginn - og ég kveð með endalaust löngu knúsi - inn í restina af vikudögunum þínum. ...

Knúþþþþ ... Jójóið þitt addna.

Tiger, 9.2.2009 kl. 16:41

7 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Það hefði kannski bara verið lausn vandans að enginn hefði tekið mark á uppsagnarbréfinu sínu  

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 9.2.2009 kl. 16:44

8 identicon

já þetta með Davíð og co. Best hefði verið að Dabbi hefði verið drifinn í heilaaðgerð í dag þegar hann þóttist vera að fara í læknisskoðun það hefði þurft að setja í hann samvinnuheila þessi dramadrottning heldur að hún sé yfir allt og alla hafin

Dísa (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 19:14

9 Smámynd: Líney

nú gat ég ekki annað en flissað, sá  fyrir mér fjöldamótmæli á vinnustöðum"VIÐ FÖRUM HVERGI"   meira  flisssss

Líney, 9.2.2009 kl. 20:19

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Birna mín: Ójá...

Ásdís mín: ...

Jónína Dúadóttir, 10.2.2009 kl. 06:06

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Högni minn: Mér líkar jójóið betur en búpeningurinn...Þigg knúsið alla vikuna og sendi annað til baka til þín... miiiiklu lengra

Sigrún mín: Já mér líst alltaf betur og betur á hugmyndina

Jónína Dúadóttir, 10.2.2009 kl. 06:10

12 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Dísa mín: Davíð með samvinnuheilaÞað er örugglega það sem flestir vildu nú sjá hjá honum

Líney mín: Góð, ég sé þetta líka fyrir mér

Jónína Dúadóttir, 10.2.2009 kl. 06:13

13 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Guðsbænum Jónina min, láttu ekki hausinn rúlla. Þetta er rett, hvernig vogar þessir menn sér að neita að fara úr seðlabankanum, þetta er þvílikur dónaskapur og frekja en er við öðru að buast, t,d af DO. Kærleikur til þín Jónina min

Kristín Gunnarsdóttir, 10.2.2009 kl. 06:31

14 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Kristín mín: Það þarf eitthvað mikið að ganga á svo hausinn fjúki af mér og bankastjórarnir hypji sig

Jónína Dúadóttir, 10.2.2009 kl. 06:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband