Þögn !

Fyrir mér er list eitthvað fallegt og skemmtilegt sem einhver býr til, fyrir augað, eyrað eða hugann. En "tónverk" sem er eingöngu þögn í 4 mínútur og 33 sekúndur... það er sé ég ekki sem list, það  finnst mér vera ferlega góður brandariLoLBandarískt tónskáld "samdi" það og líka annað verk, þar sem leikin er ein nóta á ári næstu 630 árin... hann hefur verið óborganlegur brandarakarl þessi maður... gengur líklega ekki vel að gefa það út á diski... ekki strax allavegaGrinOg fólkið sem lætur telja sér trú um að þetta sé list... ég sé fyrir mér fullan sal af fólki... allir sitja andaktugir og hlusta á þögn í 4 mínútur og 33 sekúndur og borguðu sig inn til að fá að hlusta á þetta stórkostlega verkTounge  Annars er auðvitað list að geta komið fólki til að hlægja, en ég er samt ekki alveg viss um að það hafi verið tilgangurinn með þessari list, þó ég voni það nú samtWinkSegið svo að það sé aldrei neitt  skemmtilegt í fréttunumJoyfulMér finnst þögn góð en ég mundi aldrei fara að borga mig einhversstaðar inn til að hlusta á hana...GetLostSuma daga er þögnin þegar ég slekk á ryksugu, yndislegasta þögnin sem ég hlusta á... og það er ég sem fæ borgað fyrir að hlusta á hanaGrinFerlega góð inn í daginn og sit hérna í þögn sem er frumsamin af sjálfri mér og skemmti mér velLoLGangið glöð inn í góðan dag og njótið þagnarinnar... þegar hún gefstSmileHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ragna mín: Sömuleiðis mín kæra

Jónína Dúadóttir, 11.2.2009 kl. 07:42

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.2.2009 kl. 08:54

3 identicon

Ussss......"hvísl"

Jokka (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 08:56

4 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 11.2.2009 kl. 10:16

5 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

*hóst* æ, eyðilagði ég þögnina

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 11.2.2009 kl. 10:17

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jenný mín: Takk ...

Jokka mín: Góð

Sigrún mín: Hávaðabelgur...

Jónína Dúadóttir, 11.2.2009 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband