Ég er svo andlaus þessa dagana að það hálfa væri miklu meira en nóg... held að það sé eitthvað sofandi í höfðinu á mér
Vann kapalinn minn hérna í tölvunni áðan, en hef eftir áreiðanlegum heimildum að hann sé sérsniðinn fyrir heilalausa þannig að það er þá ekkert sérstakt afrek...
Ég held samt ekki að þetta andleysi mitt sé meðfætt eða áunnið, ég held það sé þessu endalausa frosti að kenna...
Já hvað... ég verð að finna einhverja skýringu á þessu sem ekki bendir beint á mig... vona bara að frostinu fari að linna
Annars hef ég verið að velta svolitlu fyrir mér undanfarið og líst alls ekki á ef grunsemdir mínar reyndust nú réttar...
Það er búið að tekjutengja dvöl á elliheimilum sem er sjálfsagt hið besta mál, en ég þykist hafa séð þess merki að sumir þeir sem hafa meira úr lífeyrissjóðum sínum en aðrir, fái í einhverjum tilvikum fyrr inni og fái betri herbergin
Ég hef auðvitað ekki gert neina fræðilega könnun á þessu, en þetta er nokkuð sem hefur verið að naga mig undanfarið. Kannski er ég bara svona tortryggin og leiðinleg, en því gæti þetta ekki átt sér stað í þessu ekki beinlínis dásamlega græðgisþjóðfélagi sem við búum í ? Peningarnir fram fyrir manneskjuna... og ekki erum við neitt ofsalega fræg fyrir að hlúa vel að gamla fólkinu okkar... og alveg sérstaklega ef það á ekki peninga
Ég held samt ekki og vil auðvitað ekki trúa því að þetta sé markvisst unnið svona, en ég heyri og sé svo margt sem gæti bent til þess að þetta hafi átt sér stað í einhverjum tilfellum og þó þau væru ekki mörg þau tilfelli, þá væru þau samt allt of mörg
Annars bara nokkuð góð inn í daginn og vona að þið séuð það líka










Flokkur: Bloggar | 12.2.2009 | 08:01 (breytt kl. 08:03) | Facebook
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ragna mín: Góðan daginn kæra mín, kveðjur héðan úr fj... frostinu

Jónína Dúadóttir, 12.2.2009 kl. 08:13
Alveg er ég sammála þér með þetta blessaða frost!! Kræst hvað er kalt, það er ekki bara heilinn sem er dofinn heldur sálin líka, eða kannski ekki dofin...heldur frosin!!
Það kæmi mér ekki á óvart ef þetta reynist rétt um elliheimilin, þvílík skömm sem þetta "velferðarþjóðfélag" okkar er! Ojbara, allsstaðar! Langar mest að flytja af þessu skeri en maður er nottla bara fastur hérna urrr...
Annars góð! hahahaha...á morgun fer frostið!! :)
Jokka (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 08:46
Þó ég vilji ekki trúa því að kerfið okkar sé svona, þá er ég því miður nokkuð viss um að það er sannleikskorn í þessu. Og ekki bara þjónustan við gamla fólkið, heldur öll heilbrigðisþjónustan. Þeir sem eiga peninga fá betri og skjótari þjónustu en aðrir. Og þeir sem eiga peninga eru oft líka í "klíkunni" svo þeir komast fyrr að. Ég held að sjálfstæðismenn ættu að hætta að reyna að koma amerísku kerfi á hérna.
Ég vona að andinn þinn fari að þiðna, ekki gott þegar allt frýs
Sendi þér hlýtt kærleiksknús í von um að það haldist heitt alla leiðina til þín 
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 12.2.2009 kl. 10:34
Það mætti gjarnan fara að hlána aðeins en kosturinn við frostið er sá að veðrið er fallegt sem gluggaveður
Svona dofi í hausnum kemur fyrir alla - ég fer alltaf að taka vítmín og járn þegar ég dofna svona upp. Held svo sem að það geri ekkert en tilgangurinn helgar meðalið og trúin flytur fjöll
Vona að rætist úr 
, 12.2.2009 kl. 11:13
Hafðu það seem allra best Jónina min, þú ert gimsteinn
Kristín Gunnarsdóttir, 12.2.2009 kl. 13:41
Það hefur aldrei verið nógu vel hugsað um gamla fólkið okkar - það er svo sannarlega satt. Undarlegt að gömlu vindbelgirnir á alþingi skuli ekki hafa breytt öllum lögum landsins gamla fólkinu til góða - þar sem það er svo stutt af þingi - inná elliheimili. Sjáðu bara Björn Bjarna, Geir, Davíð og þessa gömlu skúrka ... haha! En, þeir eru víst búnir að hlaða undir sig alls skyns bónusum og bitlingum svo þeir þurfa ekki að kvíða ellinni - búnir að ræna okkur svo miklu að þeirra bíður áhyggjulaust ævikvöld - eins og í auglýsingunni.
"Safnaðu undir þig fjármunum landsmanna og eigðu ljúft og áhyggjulaust ævikvöld með öðrum sjálfstæðisfélögum þínum" ... fojjjj!
En, samt er maður góður að öllu öðru leiti - þannig séð. Hef haldið góður út í hvern daginn á fætur öðrum og er ekkert að fara að breyta því neitt ... held ég allavega.
Auglýsi hér með eftir Knúsbökunarvél .. mín er biluð!
Knúslaus kveðja að sinni ....
Tiger, 12.2.2009 kl. 17:30
Burrr það er búið að vera aðeins of kalt fyrir mig síðustu daga og maður fer að verða langþreyttur á þessu frosti
Knús á þig mín kæra
Helga skjol, 12.2.2009 kl. 19:10
Á ég að biðja Kára að blása norður til þín, hann er hér núna.
Ásdís Sigurðardóttir, 12.2.2009 kl. 20:12
Jokka mín: Æi já ...
En mig langar samt ekkert til að flytja

Sigrún mín: Ástarþakkir fyrir kærleiksknúsið, það var hlýtt og yndislegt

Dagný mín: Sleppi töflunum og læt bara trúna um að flytja fjöllin

Kristín mín: Þakka þér mín kæra og sömuleiðis

Högni minn: Ég er að þiðna, en það er samt engin þýða í mér gagnvart framkomunni við gamla fólkið okkar...
Hvað meinarðu knúslaus kveðja ?
Þú verður að gera betur en það !!!
Knús á þig samt kettlingurinn minn

Helga mín: Það á að hlýna á morgun


Ásdís mín: Já endilega spjallaðu við hann fyrir mig, fyrst hann er þarna
Jónína Dúadóttir, 12.2.2009 kl. 23:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.