Það virðist vera töluvert um að fólk kemst ekki í sólarlandaferðir núna um páskana...
Æi já hugsaði ég þegar ég byrjaði að lesa fréttina... ástandið er svona hérna hjá okkur... kreppan þið vitið
En svo las ég lengra og komst að því að þetta hafði víst lítið með þá kreppu að gera, það er ekki það að fólk hafi ekki efni á því að fara út eins og það er vant að gera um páskana... Nei sko, ferðirnar eru uppseldar... kreppa í framboði á sólarlandaferðum...
Vá maður... einhvernvegin á ég mjög erfitt með að hafa samúð í þessu tilviki...
Samúðin mín er nefnilega upptekin, hún er með þeim sem hafa misst vinnuna og eiga varla fyrir nauðsynjum, hvað þá utanlandsferðum
Annars býsna góð inn í daginn og langar alveg til sólarlanda svo sem, hver gæti haft á móti því að fá sól... en ég ætla frekar að bíða eftir því að hún fari að skína hér og njóta hennar bara á íslensku
Sé fram á tveggja mánaða sumarfrí í sumar, að vísu kannski ekki alveg handan við hornið, en það er nú þegar kominn miður febrúar...
Hans hátign Lúkas heimilisköttur klórar í þvottahúshurðina þegar hann vill komast inn á morgnana, eins og hinir hundarnir bara...
Honum lá svo á í morgun að það heyrðist til hans langar leiðir og þegar ég hleypti honum inn spýttist hann fram í forstofu, ég opnaði út og hann hentist á ská yfir götuna og svo var hann horfinn... líklega sofið yfir sig og orðinn allt of seinn á stefnumót eða eitthvað...
Góður dagur í vændum fyrir alla vona ég og svo er alveg að koma helgi











Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ragna mín: Ja ætli það geti ekki bara verið...
Knús inn í þinn dag Eyjapæja

Jónína Dúadóttir, 13.2.2009 kl. 07:51
innlitskvitt og knús frá einni í kreppu utanlandsferð ;)
Líney, 13.2.2009 kl. 09:20
Attlaru a segja mér að við komumst ekki út um páskana,bömmer
Birna Dúadóttir, 13.2.2009 kl. 09:28
Já það er alveg hræðilegt að fólkið komist ekki til sólarlanda,bara fyrir að ferðaskrifstofurnar héldu að væri komin kreppa.
Ragnar Gunnlaugsson, 13.2.2009 kl. 09:34
Mikið er ég heppin að vera ekki orðin háð utanlandsferðum. Þetta hefði alveg eyðilagt páskana mína
Það er ekkert sérlega sumarlegt um að lítast þessa dagana, en áður en maður veit af verður komið sumar.
Hans hátign hefur verið orðinn of seinn á kattaþing! Heimiliskötturinn minn opnar sjálfur útihurðina þegar hann vill komast inn. Hann hefur bara ekki vit á að loka henni á eftir sér
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 13.2.2009 kl. 09:43
Ég þarf náttúrulega ekki í sólalandaferð, her er altaf bongóblíða á sumrin
. Ég vorkenni ekki þessu fólki ef það getur leift sér slíkt. Bið að heilsa kisunni þinni Jónina min
Kristín Gunnarsdóttir, 13.2.2009 kl. 12:55
Ég fór síðast í sólarlandaferð árið 1983 og hafði gaman af. Hef reyndar farið út síðan en bara einu sinni síðustu sjö 8 árin, mér líður samt alveg mega vel.
Helgarkveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 13.2.2009 kl. 13:55
Líney mín: Hjartans kveðjur úr rigningu

Birna mín: Já ég er að segja það...

Ragnar: Já segðu það nú
Sigrún mín: Já sem betur fer erum við nú nokkuð eðlilegar
Hvað segirðu kann ekki kötturinn þinn að loka á eftir sér ? Er þetta ekki bara einhver blendingsköttur...
Já það er alveg að koma sumar
Kristín mín: Ekki laust við að ég öfundi þig... pínku pons...
Lúkas biður að heilsa þér á móti

Ásdís mín: Nokkurnvegin sama hjá mér og mér líður frábærlega
Bestu kveðjur inn í helgina
Jónína Dúadóttir, 13.2.2009 kl. 15:48
Ha! er kreppa?? var ekki búin að taka eftir því
Það greinilega tekur landann langan tíma að átta sig á því að hlutirnir hafi breyst "örlítið"
Huld S. Ringsted, 13.2.2009 kl. 21:21
Held að kreppan kreppi bara sums staðar að og þá helst hjá þeim sem ekki fengu notið góðærisins, svona er vitlaust gefið Ninna mín
Var ég búin að spyrja hvaða helgi er laus hjá þér næst? Eigum við ekki að skella okkur í hitting fljótlega með Hóffunni okkar?
Hafðu það gott krúsin mín!
Sigríður Jóhannsdóttir, 13.2.2009 kl. 22:40
Ja hérna ég hef farið 2 í sólina, fyrra skiptið var 2005 (dætur mínar gáfu okkur ferð í brúðkaupsgjöf 2000 en ég vildi ekki fara nema eiga gjaldeyrir þannig að ferðin var farin 5 árum seinna)
Kvitt og kveðja.
Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 14.2.2009 kl. 00:51
Huld mín: Já og sem betur fer kemur hún ekki illa við alla...
Sigga mín: Já það er sannarlega allt of oft vitlaust gefið
Næsta helgi er fyrsta fríhelgin mín lengi... ég hlakka til hennar og alveg sammála, við verðum að fara að hittast sem fyrst

Dúna mín: Þú ert skynsöm kona

Jónína Dúadóttir, 14.2.2009 kl. 07:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.