Suðið niðar... niðurinn suðar...

Í nokkur ár hef ég haft stanslaust suð eða kannski öllu heldur nið, fyrir öðru eyranu... það er fínn taktur í þessu og ég hélt þegar ég fór að fá þetta fyrst að þetta væri merki um of háan blóðþrýsting og hentist til læknis. En allt í fína með blóðþrýstinginn og einhver fleiri próf sögðu að ég væri allt að því fullkomin...Halo Jæja minn kæri læknir, hvernig losna ég svo við þetta ? Jahhh... hm... þú gætir farið í heyrnarmælingu, sagði doksi. Ok, geri það og hverfur þetta þá ? Hm... neeeei... sagði hann. Nú en hvað, er eitthvað hægt að gera ? Nei ekkert, það eru sumir með þetta en þetta hættir þegar þú missir heyrnina á eyranu....... laumaði hann út úr sér. Ha ? Missi heyrnina... en til hvers þá að fara í mælingu ? Nú það er það eina sem ég get ráðlagt í þessu tilviki, jú og ég skal skrifa upp á róandi töflur handa þér, tilkynnti mín ágæti heimilislæknir. Jahá og hættir þetta þá ? Nei nei, þá áttu bara auðveldara með að sætta þig við þetta, sagði doktor vitleysingurShocking Ég hélt fyrst að hann væri að grínast, það eru yfirleitt mín fyrstu viðbrögð við því sem mér finnst vera afkáralegar yfirlýsingarW00t   En það var sko ekkert grín í gangi þarna, en hann hefði nú alveg eins geta sagt mér að ég skyldi drekka Ajax...GetLost Ég þáði ekki róandi, ég ætlaði ekki að fara að búa til í mér sátt við þetta með töflum, frekar að sætta mig við suðið á þeim forsendum að á meðan ég heyri það þá er ég ennþá með heyrn á eyranuWink Það er annað, mér finnst ég stundum heyra þetta með öllu höfðinu... það þýðir þá bara að það er ennþá eitthvað að virka þar... eða er það ekki ?Grin Fínn dagur í vændum, smá vinna hjá mér og svo sumarfríi á morgun, alveg heilan dagLoL Látið ykkur líka vel elskurnar það ætla ég líka að geraSmile Heart  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Th Skúlason

góðan daginn góður pistill samála þér pillur leysa ekki öll vandmál

Ólafur Th Skúlason, 15.2.2009 kl. 08:31

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ólafur minn: Góðan daginn, þakka þér fyrir og sammála

Jónína Dúadóttir, 15.2.2009 kl. 08:37

3 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Já já, róandi pillur og málið er dautt. Knus til þín Jónína min

Kristín Gunnarsdóttir, 15.2.2009 kl. 09:35

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Kristín mín: Já heldurðu að það sé ekki flott bara ?Knús inn í daginn þinn mín kæra

Jónína Dúadóttir, 15.2.2009 kl. 09:50

5 identicon

Já, það virkar ágætlega á þér höfuðið þótt það sé sannarlega leiðinlegt þetta suð.
Takk fyrir sérstaklega notalega stund á fimmtudaginn og eigðu gott sumarfrí

Hóffa (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 10:22

6 Smámynd: Erna Evudóttir

Haha, er með svona líka og það sagði mér fræðingur í Svíaríki að þetta suð hverfur ekki neitt ef maður verður heyrnarlaus, það verður þá bara það eina sem maður heyrir Something to look forward to

Erna Evudóttir, 15.2.2009 kl. 11:15

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hoffa mín: Æi þakka þér fyrir það mín kæra, ég vil endilega trúa því líkaOg sömuleiðis vinkona mín og takk fyrir komuna

Erna mín: Þú líka... ætli við séum eitthvað skildar ?Heyrðu jamm og jæja, það er alltaf gaman að hafa eitthvað til að hlakka til

Jónína Dúadóttir, 15.2.2009 kl. 11:57

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jóhanna mín: Hann var greinilega að meina það, en ég má nú bara ekki við því að vera rólegri en ég er... ef ég færi að nota eitthvað róandi mundi ég sjálfsagt aldrei hreyfastSleppi plástrinum líka... en takk samt

Jónína Dúadóttir, 15.2.2009 kl. 12:12

9 Smámynd: Tiger

 Hmmm .... það varst þá þú skömmin þín sem varst hjá mér! Afhverju vildir þú ekki pillurnar sem ég ætlaði að skrifa uppá handa þér - þær hefðu gert þér lífið mun léttara - svo mikið léttarrrrri að þú myndir fíla þig sem fis - og svo bara hafnar þú visku minni ..

Pffffrmmm kerlingar sko!

 Verð að segja það að móðir mín hefur einmitt haft þetta suðandi fyrirbæri - í örugglega 30 ár - og hún hefur alveg brilljant heyrn og er ekkert að missa heyrnina, heyrir reyndar mun meira en hún ætti að gera að mínu mati ...

 Það eina sem ég get ráðlagt þér Dú-an mín, er að hætta bara með bleiku pillurnar, bláu, rauðu og appelsínugulu. Ég gruna að helmingurinn af þeim standi fyrir þessu suði í eyra en hinn helmingurinn fyrir suðinu í höfðinu.

 Suðið -------> "Wúuuuu... taktu rauða núúúúúúnnnnaaaaa - nnneeiiii takkkkktuttttuuu appppppelllsínuuugullllllaaaaaa - rrrraauuuuuððða errrr beeetttrrrrri íííí daaaaagggg" .... (ekki satt hahaha?)

Well, ég hef ekki tekið mína pillu í morgun svo nú ætla ég að fara og pilla mig upp - en áður sendi ég suðððððanddddi kram með rauðu, grænu og appelsínu lituðum knúsum. Þú mátt velja hvaða knús þú notar með hverri piillllu. Ath; ekki nauðsynlegt að nota rautt knús með rauðri pillu sko ...

Tiger, 15.2.2009 kl. 12:37

10 Smámynd:

Svona suð heitir "tinnitus" á læknamáli og ég held að það væri alveg sama hvaða róandi töflur þú tækir - þær lækna það ekki. Hins vegar er enginn verri þótt hann suði (nýr málsháttur  ) og þú ert fín eins og þú ert

, 15.2.2009 kl. 12:56

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Högni minn: Já ert þetta þú Doktor RugludallurTek bara lýsistöbblu á morgnana, kannski vantar alla litina... þess vegna suða ég svona... ekki nógu lyfjuðTakk fyrir knúsin og leiðbeiningarnar með þeim, þú ert alveg einstakur

Dagný mín: Æts takk, þú ert yndislegMálshátturinn er frábær, ég ætla að nota hannOg svo er nú ekki ónýtt að hafa latneskt heiti á þessu fjandans suði... Ég heiti Jónína og ég er með Tinnitus

Jónína Dúadóttir, 15.2.2009 kl. 13:49

12 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Kannast við þetta frá móður minni.  Hún er búin að hafa svona suð og símastaurapíp eins og hún kallar það til fjölda ára.  Reyndar ansi heyrnarskert í dag enda 85 ára. En að bjóða fólki róandi í tíma og ótíma það er alveg með ólíkindum.  Farðu bara vel með þig bloggvinkona. 

Ía Jóhannsdóttir, 15.2.2009 kl. 15:08

13 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ía mín: SímastaurapípJá mér finnst ekki nógu gott að það skuli vera svona auðvelt að fá róandi, mikið heibrigðara að reyna að vinna sjálf úr afleiðiningunum af símastaurapípinu mínu

Hafðu það gott mín kæra

Jónína Dúadóttir, 15.2.2009 kl. 15:28

14 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Þú verður nú að segja hvaða lækni við ættum að fara til ef okkur vantar róandi. Heee annars er ég svo róleg að ég mætti ekki við róandi pillum, svæfi þá allann sólarhringinn.

Kvitt og kveðja.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 15.2.2009 kl. 16:29

15 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Dúna mín: Alveg sjálfsagt, það er hann Doktor RugludallurSegi það með þér, ég má sko ekki við því heldur

Kveðjur úr rigningunni

Jónína Dúadóttir, 15.2.2009 kl. 16:31

16 Smámynd: Birna Dúadóttir

Vertu bara áfram á órólegu deildinni

Birna Dúadóttir, 15.2.2009 kl. 17:15

17 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.2.2009 kl. 20:20

18 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Birna mín: Já mér líður best þar

Jenný mín:

Jónína Dúadóttir, 15.2.2009 kl. 22:23

19 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Díana mín: Já sannarlega, en bara stundum samt...Sakna þín líka, kem fljótlega

Jónína Dúadóttir, 16.2.2009 kl. 07:44

20 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ertu enn að suða?

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 16.2.2009 kl. 21:44

21 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 17.2.2009 kl. 06:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband