Í dag er ég í sumarfríi... allan daginn og alveg til klukkan 10 í fyrramálið ! Ég veit svei mér ekki hvað í ósköpunum ég á að gera af mér allan tímannJú jú, við þurfum til dæmis að fara og ganga frá afsalinu á Fjallakofanum, það dróst aðeins... af eðlilegum orsökum. Þá eigum við sko ekki lengur tvö hús, bara eitt og það dugar okkur alveg
Það er næstum því vorlegt úti, ef ég læt það vera að líta á dagatalið... það var 7 stiga hiti í gærkvöldi þegar ég var að koma heim úr vinnunni, bara æðislegt... meira svoleiðis takk ! Ég er búin að vera skráð á Fésbókina í ár eða meira og er líklega leiðinlegasti meðlimurinn... finn aldrei upp á neinu þar og nenni aldrei að taka þátt í neinu
Skil ekki þegar fólk er að tala/skrifa um að þetta taki upp allan þeirra tíma... jú jú, það er alveg hægt að sitja við tölvuna tímunum saman en elskurnar mínar, það er líka alveg hægt að standa upp frá henni, athugið það
Ætla ekki að hafa þetta lengra núna, má ekki vera að því... er í sumarfríi...
Ég óska ykkur dásamlegs dags og ennþá betri viku
Flokkur: Bloggar | 16.2.2009 | 08:14 (breytt kl. 08:17) | Facebook
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góðan og blessaðan daginn Jónina min, vildi að það væri 7 stiga hiti her en nei bara BRRR. Eigðu góðan dag vinan
Kristín Gunnarsdóttir, 16.2.2009 kl. 08:51
Sonur okkar og tengdadóttir eru fyrir norðan, á Grenivík núna svo maður fylgist með hitastiginu hjá ykkur. Vildi óska að ég gæti fengið þó ekki væri nema brot af því hingað. Eigu góðan ,,sumarfrísdag"
Ía Jóhannsdóttir, 16.2.2009 kl. 10:22
Ég er líka á þessari fésbók. Er samt ekki mjög virk þar, finnst bloggið líka miklu skemmtilegra. Það er þetta með stjórnunina, allt er gott í hófi
Eigðu æðislegan sumarfrísdag í dag 
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 16.2.2009 kl. 11:16
Ragna mín: Góðan dag heillin mín, það er 5 stiga hiti og rigning núna

Kristín mín: Það er að kólna, þetta eru bara hlýindi á undan næsta hreti
Eigðu líka góðan dag og klæddu þig vel
Ía mín: Þetta helst ekki lengi...
Takk fyrir dagurinn hefur verið yndislegur hingað til og batnar bara, farðu vel með þig mín kæra
Sigrún mín: Mér finnst bloggið líka skemmtilegra
Takk fyrir það og sömuleiðis bara
Jónína Dúadóttir, 16.2.2009 kl. 17:14
Hva? Fjésbók? Öss marr getur örugglega eytt öllum deginum þar..ég bara nenni því ekki..hehe....njóttu sumarfrísins ljúfan mín
þarf svo að fara að sjá framan í þig...kannski í næstu viku þá er ég búin á Knesinu
Jokka (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 20:13
Ehemmm
- fésbókin -
Vona að sumarfríið sé ánægjulegt 
, 16.2.2009 kl. 20:24
Bara smákveðja frá Sjókonunni/huldukonunni/þeirri sem að kemur bráðum heim til að frelsa landið.
Heiður Helgadóttir, 16.2.2009 kl. 22:51
Jokka mín: Sjáumst

Dagný mín: Já er það...
Heidi mín: Bíðum öll í ofvæni eftir frelsuninni
Jónína Dúadóttir, 17.2.2009 kl. 06:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.