... ofurlítið heimskan...
Æi nei nei, hann Vaskur minn var ekki heimskur, bara illa upp alinn þegar við X fluttum í sveitina með börnin okkar og eiginlega erfðum hann
Hans besta skemmtun var að hlaupa í rollurnar þegar þær voru úti og gelta eins og óður og hann átti það líka til að glefsa í nokkra afturfætur til að hressa aðeins meira upp á hópinn, sem auðvitað tvístraðist út um allt...
Alveg sama hvað hann var skammaður mikið fyrir þetta, hann lét sér ekki segjast... aldrei
Hrafnarnir höfðu hryllilega gaman af því að atast í honum og ég verð nú að viðurkenna að þá fannst okkur hann virkilega heimskulegur, hann lét þá plata sig endalaust... og aldrei virtist hann læra neitt af því...
Það endaði alltaf með því að hann skreið heim gjörsamlega uppgefinn og fannst hann eiga að fá helling af samúð... sem hann fékk auðvitað
Hann var dásamleg barnapía, hvorki ósvífnum hröfnum né rolluskjátum tókst að rugla hann í ríminu ef börnin voru úti þegar þau voru lítil... hann vék bara ekki frá þeim. Sá yngsti fæddist eftir að við fluttum í sveitina og Vaskur gamli tók hann að sér...
Þegar sá stutti var orðinn nógu stálpaður til að vera sjálfur úti, þá var alltaf hægt að treysta því að hann komst ekkert upp með að álpast eitthvað út í loftið... ef hann var í sandkassanum lá hundurinn þar við hliðina, ef hann labbaði eitthvað fylgdi Vaskur honum eins og skugginn og ef hann kom of nálægt skurði að mati Vasks, þá beit sá gamli í úlpuna hans og dró hann frá... ég sá það svo oft
Hann huggaði þau líka ef þau fóru að gráta, en ef þau þóttust vera að gráta þá gerði hann ekkert með það, hann var nú ekki heimskari en það
Hann var fallegur íslenskur fjárhundur, dásamlega blíður og góður, en hann bókstaflega brjálaðist ef einhver gerði börnunum eitthvað, þá varð hann svo reiður að hann varð næstum því ljótur...
Einu sinni hrakti hann stóran bolakálf í burtu frá eldri drengnum, sá hafði haft drenginn undir og lék sér að því að hnoðast með hann smástund, sem betur fer var hann ekki með horn og drengnum mínum varð ekkert meint af, bara hræddur auðvitað
En sá gamli sá þetta og klikkaðist, rauk í bolann eiginlega öskrandi af reiði, hef ekki síðan heyrt svona hljóð frá neinum hundi og hrakti hann á undan sér þangað til hundrað kílóa bolakálfurinn hörfaði í ofboði út að girðingu, datt aftur á bak yfir hana og lá góða stund afvelta, hinum megin við girðinguna... þetta var stórkostlegt
Við eigum svo margar góðar minningar um þennan litla hugrakka, blíða og trygga hund














Flokkur: Bloggar | 19.2.2009 | 08:03 (breytt kl. 18:46) | Facebook
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
:-)
Skemmtileg saga :-)
Einar Indriðason, 19.2.2009 kl. 08:32
Takk fyrir góða frásögn með morgunsopanum
Ía Jóhannsdóttir, 19.2.2009 kl. 08:38
Hann var flottastur
Einu sinni var hann eitthvað að gelta við eldhúsgluggann, þá heyrðist í húsmóðurinni á bænum "þegi þú borgarstjórafíbblurinn þinn"
Og tengdapabbinn snarþagnaði líka 
Birna Dúadóttir, 19.2.2009 kl. 09:29
Ragna mín:

Einar minn: Þakka þér fyrir
Ía mín: Verði þér að góðu

Jónína Dúadóttir, 19.2.2009 kl. 09:34
Birna mín:

Jónína Dúadóttir, 19.2.2009 kl. 09:35
Góð frásögn, og svo heldur fólk að dýrin okkar séu ekki skynsöm
Heiður Helgadóttir, 19.2.2009 kl. 10:31
Góð frásögn
Þótt ég sé eiginlega meiri kisukona þá man ég einmitt eftir hundinum í sveitinni þar sem ég dvaldi oft. Hann passaði einmitt okkur krakkan svona. Það versta sem hann vissi var ef við tvístruðumst of mikið um svæðið því þá þurfti hann að hlaupa út um allt til að fylgjast með 

, 19.2.2009 kl. 10:52
Hundar eru yndislegar skepnur, gæti ekki hugsað mér lífið án þess að hafa hund, ég elska þá bara ofurheitt og svo eru þeir svo tryggir. Yndislegt að lesa færsluna þína Jónina mín. Knus
Kristín Gunnarsdóttir, 19.2.2009 kl. 11:28
Heidi mín: Já þau eru oft mun skynsamari en margt mannfólkið
Dagný mín: Ég er nú meira fyrir hunda en ketti, hans hátign Lúkas heimilisköttur var bara fenginn sem vinnukraftur þegar við bjuggum í Fjallakofanum... annað hvort að hafa mýs og engan mann eða mann og kött og engar mýs
Kristín mín: Hundar eru líka uppáhaldsdýrin mín, nenni bara ekki að hafa fyrir því að hafa hund
Þakka þér fyrir heillin góð og knús til baka
Jónína Dúadóttir, 19.2.2009 kl. 18:46
við áttum einn svona öðling sem hét Lubbi,hann passaði okkur systskinin þegar við vorum lítil. Hann var orðinn gamall og hálfblindur en reyndi samt að elta okkur unglingana og varð fyrir bíl ´niðrá þjóðvegi
Pabbi smíðaði utan um hann kistu og jarðaði hann í garðinum heima, síðan hafa þau reynt að eiga aðra hunda en gáfust upp á því ,það kom engin í stað Lubba... knús í kotið
Líney, 19.2.2009 kl. 18:51
Hundar eru jú frábærir,heima hjá öðrum en mér
Birna Dúadóttir, 19.2.2009 kl. 18:54
Líney mín: Ég varð nú svo fræg að hitta Lubba gamla
Knús til baka í þitt kot
Birna mín: Innilega sammála
Jónína Dúadóttir, 19.2.2009 kl. 19:00
Erna Evudóttir, 19.2.2009 kl. 21:22
Hundar eru æði. Kannast einmitt líka við svona barnagæsluhunda. Einu sinni var ég bara hrifin af hundum en kunni ekkert sérlega vel við ketti. Hreinlega vegna þess að ég hafði ekki kynnst þeim og var hálfhrædd við þá. Vinkona mín átti alltaf nokkra ketti og ég alltaf smeyk við þá, þar til ég bað hana vinsamlegast um að "kenna" mér á kött. Hún gerði það og ég fékk svo kettling hjá henni seinna, sem nú er háttvirtur heimiliskötturinn minn í dag
Svo núna elska ég hunda og ketti. Eldri stelpan mín hefur suðað og suðað um hund... ég bara treysti mér ekki til að bæta á mig hundi núna
Hún fær hann þegar hún verður nógu stór til að fara sjálf með hann út.
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 19.2.2009 kl. 22:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.