... aðeins í nótt, rétt svona til að allt lítur snyrtilegar út og rykið af götunum er þá minna
Ég keyri talsvert í sambandi við vinnuna mína og þegar sólin er komin þó þetta hátt á loft, þá leynir rykið sér ekkert þar sem bílarnir æða um...
Stundum liggur við að gangandi vegfarendur hverfi í rykskýi
Það er auðvitað ekkert allt slæmt við snjóinn, þó mér finnist yfirleitt að hann megi missa sín. Annars góður dagur í uppsiglingu eins og ævinlega, það má alltaf finna eitthvað jákvætt, líka við snjóinn
Ég hef svolítið verið að velta því fyrir mér með allskonar töflur sem fólk innbyrðir... við tímabundinni andlegri vanlíðan. Þegar ég fór frá mínum fyrrverandi og föður barnanna minna, þá leið mér að sjálfsögðu ferlega illa... erfiðasta sem ég nokkurtímann gert... sérstaklega að rífa börnin upp. Fór með þau og mikið af skuldum, en átti ekkert upp í þær og hafði enga vinnu. Ég var hrædd við framtíðina, kveið fyrir því að geta ekki séð sómasamlega um börnin mín verandi ein með þau, ég var eiginlega viss um að ég gæti alls ekki ráðið við þetta verkefni
Ég lá andvaka heilu næturnar af hræðslu og kvíða og það kom sér ekkert sérlega vel þegar ég var loks búin að fá vinnu og þurfti að mæta klukkan 6 á morgnana
En aldrei nokkurtímann datt mér í hug að það væri bara hægt að fá töflur við öllu þessu
Svefntöflur til að sofa, róandi til að slá á mestu hræðsluna og svo er líka hægt að fá töflur við kvíða. Líklega hefði mér þá liðið betur á meðan allt gekk á, synt í gegnum þetta allt saman í töflurússi en einhvertímann hefði ég þurft að hætta að éta þær og hefði ég þá ekki bara þurft að fara að vinna úr allri vanlíðaninni, eftirá...
Ég veit það ekki það reyndi ekkert á það, mínar "töflur" voru til dæmis dásamlegar systur sem hjálpuðu mér svo mikið í gegnum þetta
Þær eru svo assgoti skynsamar, en ekki segja þeim að ég hafi sagt það
Æi passið ykkur nú svolítið á töflunum, þær lækna ekkert... þær bara fresta...
Jæja nú er ég hætt þessu röfli og farin í Konu/mömmu/ömmudagskaffi á leikskólanum hjá sonardóttur minni













Flokkur: Bloggar | 20.2.2009 | 07:47 (breytt kl. 08:00) | Facebook
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Næstum hver einasta manneskja á Íslandi sem hefur haft samband við mig undanfarnar vikur hefur spurt: Ertu ekki a róandi, tekurðu ekki líka svefnpillur? Nei, mér hefur ekki verið boðið upp á neitt þannig hér og held bara að það sé hið besta mál á meðan maður getur verið án þess.
Ía Jóhannsdóttir, 20.2.2009 kl. 09:08
Ragna mín: Vá... passaðu að brenna þig ekki mín kæra og hafðu það sem allra best

Ía mín: Já ég held það sé mjög gott að geta komist í gegnum erfiðleika án þess að deyfa sig andlega
Farðu vel með þig mín kæra og góðan bata
Jónína Dúadóttir, 20.2.2009 kl. 09:28
Ég held líka að besta meðalið sé að horfast í augu við vandann og vinna síðan út frá því. Það getur varla verið lausn að deyfa vandann (andann) með lyfjum. En svo eru líka til einstaklingar sem eru sérlega viðkvæmir og eiga bágt með að takast á við erfiðleika sjálfir. Erfitt að setja alla undir sama hattinn. Ætti í raun frekar að veita fólki sálfræðiaðstoð. Svo er náttúrulega æði að eiga góðar systur og/eða fjölskyldu og vini sem maður getur treyst.
Njóttu vel í ömmukaffi

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 20.2.2009 kl. 09:43
Mikið gott að heyra að þú hafðir systur þínar til að leita til á þessum tíma.Ég eins og flestir þekkja jú einhverja sem eru að taka eitthvað af þessum lyfjum daglega og Það sem mér finnst eiginlega fyndið í þessu sambandi er að innan þess hóps þá er það nánast viðurkenning á þínum sjúkleika ef þú þarft að nota einhver lyf. En þeir sem fara í gegnum tímabilið eins og þú, á engum lyfjum, þeir voru ekki "alvöru" af því þeir þurftu engin lyf. Ótrúlega skrýtinn hugsunarháttur.
Hafðu það gott í dag sem og aðra daga
Anna Guðný , 20.2.2009 kl. 10:11
Auðvitað er best að gera þetta á sinn máta, eins og þú seigir þá á eftir að vinna í öllum pakkanum eftir á. Knus á þig frábæra stelpa
Kristín Gunnarsdóttir, 20.2.2009 kl. 10:39
Knús og krams sæta..... skrítið ég var einmitt að skrifa um tilfinningar eftir skilnað. Það á ekki að deyfa tilfinningar með lyfjum á meðan þær eru normal. Það er ekki normal að upplifa ekki neitt eftir skilnað eða dauðsfall.
Stundum fara þó tilfinningarnar út í það að verða sjúklegar og þá fara pillur að koma sterkar inn! ..
Knús - þú kemst nú langt á jákvæðninni!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.2.2009 kl. 15:34
Sigrún mín: Já góðar systur, fjölskyldan og vinirnir fleyta manni langt
Takk dúllan mín ömmukaffið var frábært

Anna mín: Alveg rétt hjá þér, það voru svo margir sem héldu að ég hefði farið svo lauflétt í gegnum skilnaðinn... af því að ég gerði það lyfjalaust...
Haf þú það líka gott mín kæra
Kristín mín: Knús á þig líka vina mín

Jónína Dúadóttir, 20.2.2009 kl. 17:01
Hmmm ... eða var það faðir Vor bænum .. *hux*.
Sammála þér á allan hátt með pillur. Ólst upp við það að pillur leysa engan vanda og að það væri hægt að vinna með hvaða vandamál sem er með hjálp góðra vina, fjölskyldu og þeim sem eru í kringum mann. Systur þínar hafa sannarlega gert mikinn óskunda, enda ertu stórundarleg og tjúlluð týpa eftir þær.. *skrifaíminnisbókina, munaeftirþvíaðskammasysturDúunnar*.
Sjálfur hef ég bara held ég aldrei tekið töflur eða pillur, man bara allavega ekki eftir því. Það bitnar auðvitað á öllum í kringum mig og oftar en ekki eru kallarnir í hvítu sloppunum fyrir utan dyrnar mínar - en ég neita að taka þær inn alltaf alltaf alltaf ... en man svo ekki meira því þeir bara troða þessu ofaní mig sko .. en ég tek þær aldrei sjálfur sko! Meina það ...
Annars góður bara.. þegar byrjaður að standa í ofskynjunum vegna þessa pilluskratta sem ég tek aldrei sjálfur .. skynja núna fulltaf allra handa litum knúsum og með hugarorkunni sendi ég bara slatta af þeim yfir þig svo ég verði ekki endanlega tjúllaður .. hmm .. eða var það endanlega knúsaður .. *hux* ... ohhh ... kallarnir í hvítu sloppunum eru komnir aftur ... damn og þeir eru að hugsa um að knúsa mig .. neiiiiii þeir ætla að láta mig knúsa mig sjálfur og binda mig í eiginhandaknúsisssisssiiiiiiiiii
Over and out ..
Tiger, 20.2.2009 kl. 17:02
Jóhanna mín: Já það eru nefnilega eðlilegt ferli sem fer í gang við skilnað, í raun sama ferli og við andlát. Og ef það er hægt að komast það lyfjalaust þá er það að sjálfsögðu langbest
Já ég er svo heppin að vera jafnlynd og jákvæð, bæði meðfætt og áunnið

Jónína Dúadóttir, 20.2.2009 kl. 17:06
Högni minn: Í öllum bænum ekki taka pillur, þú mátt alls, alls ekki við því að versna
Já systur mínar gerðu sko óskunda, enda nógu margar til þess... nú orðið geri ég það sem mig langar til þegar mig langar og ríf kjaft við hvern sem er, líka þó viðkomandi sé stærri en ég... og trúðu mér það er mikil framför frá litlu hræddu stelpunni sem var
Knúúúúúúúúúúúúúúúúúús á þig vitleysingurinn þinn

Jónína Dúadóttir, 20.2.2009 kl. 17:13
Góða helgi skottið mitt ..
Tiger, 20.2.2009 kl. 19:21
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.2.2009 kl. 23:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.